October 29, 2007


Er búinn að velta lengi fyrir mér hvað í andsk.... sé í gangi með sjónvarpsdagskránna....það líður ekki sú kvöldstund sem maður verður ekki vitni að morði, misþyrmingum barna eða fullorðinna eða hvort tveggja....allt heima í stofu og kostar ekki krónu....er það furða að menn séu barðir til dauða í miðbænum um helgar þegar þjóðin horfir meira eða minna bara á ofbeldisþætti eða spítalaþætti....rosalega væri hressandi að fá einhverja tilbreytingu í þetta....það þarf einhver að senda nýja uppskrift að velgengni sjónvarpsþátta til USA....annars væri gaman að sjá hvað eru margar klst af ofbeldistengdu sjónvarpsefni / spítalatengdu sjónvarpsefni á dagskrá í hverri viku.....


Læt fylgja með eina flotta mynd af glæsilegustu eyjunni í Vestmannaeyjaklasanum....og auðvitað flottasti peyjinn líka.....
Skellti inn smá könnun hérna á kantinn...endilega svarið...ég er búinn að vera í pínu endurskoðun varðandi mataræðið undanfarið og hef reynt að vera duglegri að taka þátt í því að elda heima hjá mér....þetta hefur alltaf verið bölvað bögg og vesen að þurfa að elda...fyrst þarf maður að fatta upp á uppskrift...sem getur út af fyrir sig verið algjört pain þegar maður þekkir engar uppskriftir to begin with og hefur kannski 10 mínútur í búðinni til þess að hugsa sig um....yfirleitt endar svoleiðis ákvörðunartaka í pyslum...hamborgurum...steiktum kjúkling...fahijtas...eða einhverju álíka einföldu....sum sé fæðið verður einhæft og leiðinlegt...nú þetta vandamál hefur að sjálfsögðu verið leyst á snilldarlegan hátt á veraldarvefnum á þessari síðu. Nú er hugmyndaleysi að uppskrift ekki lengur gild afsökun....næsta afsökun sem ég hef gjarnan notað er að það sé ekki til í réttinn....þetta má fyrirbyggja með undirbúningi...til dæmis með því að versla inn í hádeginu þegar á að elda....og auðvitað að vera búinn að ákveða hvað á að elda með smá fyrirvara....inni á síðunni góðu er meira að segja hægt að fá uppskriftir fyrir allan mánuðinn fram í tímann....algjör snilld....

Allavega datt í hug að setja inn þessa könnun til að sjá hvernig kvöldmatarvenjur ykkar eru...hef lúmskan grun um að fleiri séu í sömu sporum og eldi frekar eftir skyndihugdettum heldur en að það sé fyrirfram úthugsað....af hverju ættum við ekki að gefa því aðeins gaum hvað við setjum ofaní okkar frá degi til dags...svo sem 15-30 mín á dag...þarf ekki einu sinni að vera svo mikið.....pælið í því hvernig þetta var í gamla daga þegar það var alltaf kvöldmatur kl 18:00 á slaginu....

Helgin

Í fyrsta skipti lengi var ekkert á dagskrá hjá mér um helgina fyrir utan bara að njóta þess að vera til og vera með fjölskyldunni minni. Við sváfum lengi, horfðum á nokkrar ræmur, fórum í göngutúr með Karítas Ósk í vagninum, kíktum í kaffi og runtuðum um fallegu eyjuna okkar. Algjör snilldarhelgi og maður ætti auðvitað að gera þetta oftar að slaka bara á um helgar. Allt of oft endar helgarfríið í að gera einhverjum öðrum til hæfis eða vinna upp einhver verkefni sem fara hvort eð er ekki neitt....allavega snilldar helgi.

 

Svaf reyndar yfir mig í morgunn, vaknaði við klukkuna kl 6:45...snozzaði og næsta sem ég veit var klukkan orðin 8:05 og við feðgar orðnir of seinir....allt á kafi í snjó í Eyjum aldrei þessu vant og það er ennþá hvít föl yfir öllu þegar þetta er skrifað...vonandi verður þetta samt ekki snjóþungur vetur þó fyrsti vetrardagur sé liðinn...

 

Fór svo í ræktina í hádeginu...massa góður tími en ég fann að það munar talsvert að fá sér aðeins að borða í kaffinu...maður þreytist fyrr ef maður er óétinn...passa það næst...En allavega búinn að mæta í 4 hádegistíma og að fíla þetta í botn að vera að hreyfa mig aftur....manni líður svo vel líkamlega og andlega....hef ekki farið á vigtina ennþá en það kemur að því...sennilega er staðan í dag 110++

 

Mæli með linknum á youtube sem Eygló setti inn í comment við síðustu færslu....þvílíkt hallæri...hahahaha tékk it hérna.

 

October 23, 2007

úfff hvað er búið að vera mikið að gera hjá mér síðustu daga....Aldís segir stundum að ég sé óþolandi upptekinn, alltaf að koma mér í einhver verkefni hingað og þangað...hún hefur nokkuð til síns máls og nafnið á síðunni minni er kannski tilvísun í þessa tendensa mína til þess að gera hlutina á öfgafullann hátt...allt eða ekkert...ég er meðvitaður um þessa áráttu mína og reyni að stilla þessu í hófi en einhvern vegin dregst ég alltaf á kaf í það sem ég tek þátt í....

Ég byrjaði að koma mér upp kindastofni í Bjarnarey um daginn....nú er ég fjárbóndi með hálfa tylft fjár í minni eigu...það kostar vinnu og sérstaklega núna undanfarið á meðan ég hef verið að sækja féð til mín...fór t.d. einn dag í eyjuna norður af Bjarnarey til að sækja fé með Gunnari Árnasyni...fyrir það fékk ég eina kind....svo fór ég einn dag með fjárbændum og félögum mínum í Bjarnarey að lyfja féð þar...svo var ég dagpart með Gauja á látrum í smölun á heimalandinu og loks fór ég með Gauja síðasta laugardag kl 8 til að slátra fé...en þar sótti ég síðustu kindina mína þetta árið...bjargaði henni frá slátrun að sinni....

Þegar við komum til Eyja fyrir næstum 2 árum síðan var ég vélaður með gylliboðum inn í starfsemi körfuboltans í eyjum...ég gegni hlutverki gjaldkera/formanns og hef verið að eyða allt of miklum tíma í þá uppbyggingu....það er samt mjög gaman og gefandi starf og ég horfi til þess að á næstu 3 árum verðum við vonandi komnir með lið í úrvalsdeild....gærkvöldið fór til dæmis allt í körfuboltann...ég hélt fund með foreldrum....og það er alveg ótrúlegt hvað þarf að hafa mikið fyrir því að fá fólk til þess að sinna börnunum sínum að þessu leyti....auðvitað eru sumir sem mæta alltaf í öll mót og svoleiðis...sumir droppa inn á æfingum annað slagið....en svo eru aðrir og þetta er amk 40 ef ekki 50 % af hópnum sem þarf að draga á eyrunum að starfseminni...en það finnst öllum sjálfsagt að aðrir leggi krafta sína frítt fram....mætingin á fundinn var reyndar betri en nokkru sinni áður...kannski 40 foreldrar og eftir fundinn vorum við nokkrum samherjum ríkari....það er samt fyndið að standa í pontu og biðja foreldra um að leggja smá áhuga og kannski 2 klst á viku í áhugamál barnsins/barnanna sinna...viðbrögðin eru þannig að allir byrja að horfa niður í lófana á sér og útundan sér og allt í einu er lýsingin í loftinu orðin rosalega áhugaverð...það mætti halda að þau geri ráð fyrir að vera tekin á beinið ef þau bjóða krafta sína fram...eða eitthvað þaðan af verra......en sem betur fer er hinn hluti hópsins duglegur að fylgja börnunum sínum eftir...það einfaldar okkar hlutverk og krakkarnir fá þar af leiðandi betri umgjörð um áhugamálið sitt....

Nú fyrir utan áhugamálin er ég svo er ég í krefjandi starfi sem kallar oft á aukavinnu eða að ég sinni vinnunni tilfallandi eftir reglulegan vinnutíma...ég er reyndar mjög ánægður í vinnunni og geri oft aukaverk að eigin frumkvæði enda hef ég mikinn áhuga á því sem ég er að fást við....

Nýjasti tímaþjófurinn er svo æfingar í Hressó í hádeginu mán, miðv, og fös....þekkjandi eigin tendensa ætla ég að bíða aðeins með að mæta líka í spinning á þri og fim...hehehehe...en það var það sem ég ætlaði eftir fyrstu æfinguna í hádeginu á mánudag...kom heim og sagði Aldísi að ég ætlaði að mæta í spinning kl 6 næsta dag....hehehehe...hún er auðvitað farin að þekkja mig og hló bara að þessu bulli í kallinum....ég fór sem betur fer ekki í spinning því ég var að drepast úr harðsperrum og stífleika þegar ég mætti í annan tímann í hádeginu í gær...svo er einhver tími sem heitir Body Balance í hádeginu á morgunn sem ég ætla að mæta í....spurning hvort maður negli ekki inn svona æfingadagbók á netið eins og Sturla vinur minn og líkamsræktargúrú nr 1 er með....

En nóg um áhugamálin og annríki síðustu daga....framundan er ekkert í planinu...vinna í dag og á morgunn og svo aðgerðalaus helgi...ætla að nota tímann vel og knúsa börnin mín...Aldís er á málaranámskeiði í kvöld þ.a. við Draupnir Dan og Karítas Ósk verðum væntanlega heima að snövla eitthvað...svo ætla ég að hvíla mig rækilega um helgina...Karítas Ósk heldur uppteknum hætti og er stilltasta ungabarn sem við þekkjum til...sefur allar nætur sem er þvílíkur lúxús skillst manni á þeim sem þekkja hina hliðina....Draupnir Dan stóri bróðir er þvílíkt að þroskast og mannast eitthvað þessa dagana...veit ekki hvort það er bara aldurinn eða líka að vera búinn að eignast systkini....hann fer á fimleikaæfingu í dag kl 17 og við Karítas Ósk mætum að sjálfsögðu til að fylgjast með hvað hann er fimur....

October 22, 2007

Kommentakerfið

Eftir ábendingar dyggra lesenda þessara vitleysu minnar ákvað ég að kanna af hverju væri svona erfitt að skrá komment við bloggið...það var sem sagt valið að það mætti enginn kommenta nema vera innskráður...breytti því þannig að nú geta allir sem vilja kommentað á blogginu mínu. Annars er ég mættur í vinnuna að tækla hauginn góða þ.a. ég hef þetta ekki lengra að sinni.

October 21, 2007

Gamli

Gvendur....prufa 2 í mail blogginu

[avast! - SUSPICIOUS]

Prufa að blogga beint í gegnum tölvupóst.....snilld ef það virkar...

Meistaraflokkur ÍBV lagði Álftnesinga í 1. leik tímabilsins í gærkvöldi...leikurinn var á köflum æsispennandi og áttu leikmenn ÍBV frumkvæðið frá upphafi. Gaman að sjá breytinguna á liðinu frá því í fyrra og vonandi verður þetta áfram á þessu róli hjá okkur. 9. flokkur karla kláraði sína tvo leiki sem þeir þurftu að vinna til að komast upp í A-riðil í næstu umferð...Þetta er þá í fyrsta skipti frá því yngri flokkar félagsins voru stofnaðir sem lið frá ÍBV spilar í efsta riðli. Óska peyjunum í 9. flokki til hamingju með það og leikmönnum mfl auðvitað líka með sinn sigur. Það var gaman að sjá umfjöllun um leikina nánast í rauntíma á báðum vefmiðlunum hér í Eyjum, www.eyjar.net og www.eyjafrettir.is . Svo er auðvitað alltaf hægt að sjá hvað er á döfinni hjá okkur í körfuboltafélaginu á www.ibv.is/karfa .

Annars var það skuggahliðin á þessu móti hjá 9. flokk að lið Þórs frá Þorlákshöfn og KR sýndu mótshaldinu algjöra vanvirðingu með því að stíla inn á flug á laugardagsmorgninum þegar allar veðurspár sýndu ótryggar flugsamgöngur til Eyja um helgina...sú ákvörðun er hins vegar dýrkeypt fyrir liðin því þau fá alla sína leiki dæmda tapaða um helgina.

Áfram ÍBV

October 20, 2007

Linkurinn úr síðustu færslu átti auðvitað að leiða ykkur inn á uppskrift af kjötbollum í brúnni sósu....þetta er klassískur réttur af mínu heimili, mamma hefur einstakt lag á að búa til kjötbollur og þær sem ég útbjó í gær komust ekki alveg á sama stall....samt gaman að prufa að búa þetta til...fljótlegt og þægilegt þó þetta sé kannski ekki hollasti matur í heimi....kjötfars er víst búið til úr einhverju bixi sem maður vill helst ekki vita hvað er skilst manni á þeim sem hafa útbúið svona fars.....kannski svipuð uppskrift og í pyslum...afi talaði alltaf um að þær búnar til úr uppsópinu í sláturhúsinu...vona reyndar að það séu ýkjur en skilst að þær séu svona bixímatur líka....

Vaknaði 7:30 í morgunn og fór að ná í seinna lambið sem ég keypti af Gauja...þeir voru að slátra félagarnir og ég fylgdist með fyrir forvitnissakir....þetta gekk hratt og örugglega fyrir sig og greinilega þrælvanir menn á ferð....bústofninn minn er þá farinn að nálgast að vera 5 talsins og jafnvel er von á að tvær bætist við fyrir veturinn.

En nú ætlum við fjölskyldan að drífa okkur niður í íþróttamiðstöð og fylgjast með körfuboltamóti 9.flokks sem er í gangi núna....áfram ÍBV

October 19, 2007

ahhhh....thank god it´s friday.....klisjukent en svo satt...kláraði fæðingarorlofið og byrjaði að vinna á fimmtudaginn kl 8:00....átti erfitt með bara að mæta svona snemma eftir að hafa kúrt í 30 daga amk til kl 9....

Nú sit ég á skrifstofunni...horfi á hauginn sem ég veit að fer ekkert yfir helgina og velti því fyrir mér hvað ég á að elda fyrir fjölskylduna á eftir....það þyrfti einhver að ákveða þetta fyrir mann...hver hefur hugmyndaflug í þúsund tegundir af heimilismat..sem eru allar einfaldar og hráefnið er ódýrt og fáanlegt á eyju....

Ætlaði að elda flottan kjúklingarétt í gær en fann svo enga uppskrift af kjúkling og endaði á því að steikja kjúklinginn í ofninum og bar hann svo fram með hrísgrjónum og tómatssósu...hehehehe...

Hef ákveðið að núna sé þetta í matinn....mmmmm....ætla að drífa í þessu...

Um helgina er svo körfuboltamót og væntanlega verð ég að sækja síðustu kindina mína sem ég ætla að kaupa af Gauja á Látrum....það verður sem sagt nóg að gera um helgina.....fjölskyldan auðvitað efst á blaði...karfan....kindur og margt fleira...kíki kannski í sund með Draupni Dan ef hann er búinn að ná kvefinu úr sér og knúsa Karítas Ósk auðvitað alla helgina ....ljósan kom til okkar í gær og vigtaði dömuna...hún er orðin 5,5 kg mánaðargömul...þyngdaraukningin síðustu vikuna jafngildir því að ég myndi þyngjast um 11 kg á einni viku....úfffff....þyrfti sennilega að borða allan sólarhringinn til þess að ná því.....

October 17, 2007

Og fyrir Aldísi kemur þetta svona út.....

Var að taka bloggrúntinn í morgunn þegar ég rakst á andlitsgreiningu á myspacinu hennar Elísu
finnst þetta algjör snilld og mæli með því að þið prufið þetta hér. Ég tók reyndar af ásettu ráði mynd af mér sem var tekin á námsárunum þ.a. ég fengi ekki bara eitthvað fitubollu look alike....heheheheh

October 16, 2007

Nú ég gleymdi auðvitað að taka myndina af afreki sumarsins hvað garðinn minn varðar...allt stefnir þetta í rétta átt og ef allt gengur eftir þá verð ég búinn að klára þetta fyrir afmælishald í nóvember. Set inn mynd við fyrsta tækifæri...enda stórkostlegt myndefni hér á ferð.

Framundan er síðasti dagur "Fæðingarorlofsins", þ.e.a.s. fyrsta hluta þess. Ég mæti til vinnu á fimmtudagsmorgunn kl 8:00 og tekst á við himinnháann staflann af verkefnum sem hafa hlaðist upp í fjarveru minni...það verður hvort tveggja gaman og súrt að mæta aftur til vinnu...gaman að hafa nóg fyrir stafni og tækla spennandi verkefni en súrt að þurfa að yfirgefa dömurnar mínar í fæðingarorlofinu...Aldís verður áfram í orlofi næstu 4 og 1/2 mánuðinn og þá tek ég við með mína seinni 2 mánuði....ætla að undirbúa brottför mína aðeins betur þá til að einfalda tilveruna....

Nú um helgina er svo annað fjölliðamót ársins í körfunni haldið hér heima í Eyjum...gaman að sjá hvað áhuginn er mikill á þessari snilldaríþrótt og bendi ég áhugasömu Eyjafólki á heimasíðuna okkar www.ibv.is/karfa þar má finna nýjustu fréttirnar af körfunni og upplýsingar um félagið sem er í örum vexti...Meistaraflokkur spilar fyrsta leik á laugardaginn og verður gaman að sjá hvernig lið Álftnesinga stendur í Eyjapeyjunum....

October 15, 2007

Ég er nokkuð ánægður með afrakstur dagsins...ætlaði reyndar aldrei að geta vaknað en það var út af þeirri snilldarhugmynd sem ég fékk í gærkvöldi að fá mér 1 kaffibolla yfir seinni fréttatíma RÚV. Var svo voðalega hissa kl 3 í nótt hvað ég var eitthvað ekki tilbúinn að fara að sofa...eftir bleiuskiptingu og innáskiptingu stóra bróður í hjónarúmið þá náði ég loksins að sofna á bríkinni...vaknaði rúmlega 9, fór á fætur og kom Draupni Dan á leikskólann. Upp úr hádegi kom gröfukarl sem ég var búinn að bíða eftir í nokkrar vikur til að taka jarðveg úr garðinum hjá mér...Aldís er búinn að tönglast á því frá því að framkvæmdirnar hófust hjá mér í mai að það sé eins og hér búi hvítt hyski ef eitthvað sé að marka garðinn...allt í mold og drasli...ekki það að gröfukarlinn hafi verið flöskuhálsinn í framkvæmdunum í sumar heldur hefur þetta bara unnist svona...ég segi alltaf við Aldísi mína þegar hún byrjar að minnast á garðinn að góðir hlutir gerist hægt...dropinn holar steininn osfrv....en allavega Grafarinn mætti eldsprækur og vildi vaða í verkefnið...ég dreif mig því út og fór að segja honum til og eitthvað að djöflast sjálfur....gröfukarlinn var til kl 16 að grafa, tók tvö vörubílshlöss af mold og drasli frá mér en kom aftur með smá vikur... ætlar síðan að koma í fyrramálið með ca 1 hlass af fjörugrjóti þ.a. ég þurfi aldrei aftur að bogra í blómabeði....ég hélt svo áfram að moka í beðinu og hélt svo áfram að smíða kassann upp með vesturhliðinni á húsinu...Ég er þvílíkt spenntur að sjá hvernig þetta kemur út...vonandi verður þetta nett og snyrtilegt...skelli inn myndum af þessu í næsta bloggi ef ég man eftir að taka þær á morgunn.....

Það er skemmst frá því að segja að ég er notalega úrvinda eftir brasið í garðinum...það jafnast engin líkamsrækt á við það að moka með skóflu og djöflast í moldinni...fór í sturtu..rakaði mig og það er alveg á hreinu að ég dett útaf um leið og ég snerti koddann....

Karítas Ósk stækkar og verður mannalegri með hverjum deginum sem líður...hún er 30 daga gömul á morgunn og var orðin rúmlega 5,4 kg í gær...(fædd 4175 gr)...sem telst víst nokkuð góður vöxtur á fyrstu vikunum...hún er aðeins óvær á kvöldin skvísan en hún er samt svo tillitssöm við foreldra sína að hún sofnar um 23 á kvöldin og er að rumska fyrst aftur um 06 til þess að súpa aðeins...sefur svo til svona 10 eða 11 á morgnanna. Alveg hreint magnað hvernig börnin verða til og hvað þetta er nú fullkomið kerfi frá náttúrunnar hendi.

Draupnir Dan er líka að ganga í gegnum mikið þroskatímabil þessa dagana í kjölfar þess að eignast systkini og svo er bara líka svo margt að gerast í kollinum á honum...margt sem hann er byrjaður að velta fyrir sér og draga ályktanir af og svoleiðis...honum fannst til dæmis alveg fáranlegt í kvöld að systir hans fengi að vera lengi frammi með mömmu og pabba að horfa á sjónvarpið meðan hann þyrfti endilega að fara að sofa snemma (kl 20)...auðvitað átti sama að gilda fyrir þau systkinin....hann keypti samt þau rök að Karítas Ósk færi ekkert á leikskólann og þess vegna mætti hún vaka lengur......hehehehe....

October 13, 2007


Í dag 13. október 2007 hefði afi minn Árni Hálfdán Johnsen orðið 115 ára gamall væri hann enn á lífi. Ef vera kynni að framliðnir hafi aðgang að internetinu þá óska ég honum innilega til hamingju með daginn og bið fyrir kveðjur til allra sem ég þekki að handan.

Dagurinn var eins og flestir aðrir hér í Vestmannaeyjum nokkuð góður og það rættist meira að segja úr veðrinu eftir sem leið á hann.

Síðustu misseri hef ég tekið upp á því að vakna fyrir allar aldir um helgar...þegar ég segi fyrir allar aldir þá meina ég svona milli 8 og 9 á laugardags og sunnudagsmorgnum...ég er farinn að sækjast eftir því að sinna ákveðnum verkefnum fyrir hádegi þessa frídaga sem ég var áður vanur að nota 100% til þess að sofa út...ég hef til dæmis sóst eftir því að dæma fyrstu leikina í körfuboltamótum hjá ÍBV, milli 9 og 12...áður svaf maður amk til 10 eða 11...á góðum degi gat maður sofið til 13....sem er algjör snilld....ég hef hins vegar ákveðnar áhyggjur af þessari þróun hjá mér...annaðhvort er þetta hluti af því að verða 2ja barna faðir...það eru auðvitað 2 kríli sem sjá til þess að maður sofi ekki mikið lengur en til kl 9:00...eða þetta er skýr vísbending um að ég sé að verða gamall.....

Ég hef í sjálfu sér ekki svo miklar áhyggjur af því að verða of gamall af því mér finnst ég skána með aldrinum...fyrir utan að það er aðeins farið að safnast á belginn...(sem ætti að vera viðráðanlegt ennþá)....það kemst á ákveðinn stöðugleiki í þessu daglega amstri sem gerir manni kleift að takast af æðruleysi á við erfið verkefni sem maður hefði fyrir nokkrum árum síðan bognað undan....auk þess þá kemur maður meiru í verk um helgar ef maður eyðir þeim ekki öllum í svefn....raunar þá græðir maður alveg heilan vinnudag miðað við fyrri svefnvenjur...næsta skref er bara að gera eins og járnfrúin og þjálfa sig upp í að sofa bara 2-3 tíma á sólarhring...

Í tilefni dagsins læt ég fylgja með mynd af afa mínum...og þakka dyggum lesanda mínum og stórvini Sturla Þorvaldssyni fyrir skemmtileg innlegg í bloggið hjá mér og hvet þá sem kunna að ramba á þessa síðu mína til þess að láta ljós sitt skína hvenær sem þörfin til þess kann að vakna...

October 10, 2007

Þarf að hafa mig allann við í þessu blogg veseni...finnst ég vera öfgaduglegur en samt eru 8 dagar frá síðustu færslu...ég er ennþá í fæðingarorlofi fram í miðja næstu viku og síðan Karítas Ósk fæddist höfum við verið í því að knúsa nýja fjölskyldumeðliminn og átta okkur á breytingunum sem fylgja breyttu fjölskyldumynstri...tveir krakkar...mér finnst það fullorðins og það er ýmislegt sem þarf að takast á við...Draupnir Dan stóri bróðir er í smá tilvistarkreppu eftir að Karítas Ósk kom inn á heimilið enda var hann búinn að hafa allt dæmið út af fyrir sig í tæp 4 ár...alla athyglina, alla pakkana, alla ástina osfrv....en þrátt fyrir viðbrigðin er hann rosalega góður við litlu systir og segir við alla sem vilja heyra að hann elski litlu systir...hann á það hins vegar til að klappa henni pínu fast...og skilur ekki alveg að hún geti ekki prílað með honum í rimlunum í herberginu hans....hehehehe. Þetta kemur allt saman og ég veit að hann verður besti bróðir í heimi.

Setti líka inn smá myndbrot af stóra bróður þar sem hann er að leika sér að playmobil sem pabbi átti þegar hann var ungur drengur...við sátum feðgarnir heila kvöldstund og lékum okkur að playmobil og kom mér mest á óvart hversu heillegt þetta dót var allt saman....það var á köflum erfitt að greina hvor hefði meira gaman af þessu dundi...pabbi eða stóri bróðir...

October 2, 2007

Loksins...næstum því þremur árum síðar kemur næsta færsla...hehehehehe...var að renna yfir eldri færslur hér að neðan og það er sannarlega þess virði að hafa sett þess steypu inn á sínum tíma...gaman að lesa þetta eftir á en alveg spurning hvort maður vill hafa þetta fyrir augunum á hverjum sem er.

Síðan í síðustu færslu hefur margt drifið á daga mína...ég keypti íbúð, skipti um vinnu, tók námshlé sem ætlar nb aldrei að taka enda...ég hætti í vinnunni...(eftir heilt ár...ég flutti til Vestmannaeyja, byrjaði í nýrri og spennandi vinnu, ég trúlofaði mig og gifti mig skömmu síðar. Ég eignaðist mitt annað barn þann 16. september síðastliðinn kl 05:11. Karítas Ósk heitir skvísan og má sjá myndir af henni og stóra bróður hennar inni á barnalandssíðunni þeirra systkinanna...síðan hefur vel að merkja lokast tvisvar á tímabilinu síðan síðasta færsla var sett inn og var síðast opnuð rétt fyrir komu drottningarinnar okkar í heiminn...

Lífið er sannarlega yndislegt og nú tæplega þremur árum eftir að ég bloggaði síðan er ég vonandi eldri og vitrari...eða allavega ekki jafn mikill bjáni...og ég ætla í einlægni minni að gera eina tilraun enn til þess að halda úti bloggi...það er bara svo mikið möst að vera bloggari á tækniöldinni...