November 25, 2007



Búinn að vera latur að blogga síðustu daga en fyrir hvatningu stórvinar míns og æskufélaga Sturla Þorvaldssonar ætla ég að henda inn einni léttri færslu. Í síðustu færslu sagði ég frá tveimur körfuboltaleikjum sem voru þá á döfinni...nokkrum klukkutímum eftir færsluna var komið í ljós að ekkert yrði af leikjunum...bæði Glói og Hamar B gáfu sína leiki gegn okkur og þess vegna ljóst að við fengjum besta körfuboltalið landsins í heimsókn til okkar í bikarkeppninni. Ég mætti á létta æfingu á fimmtudaginn og tók svo frí frá ræktinni á föstudag til að vera vel upplagður á stóra deginum sem var í dag. Lið Keflavíkur mætti stjörnum prýtt með hádegisvélinni til Eyja og leikurinn hófst kl 15:00 eins og til stóð. Ég byrjaði sjálfur inná og þrátt fyrir að vera nokkuð meðvitaðir um að við værum slakara liðið í þessari viðureign vorum við ákveðnir í að gefa ekki tommu eftir...Við stóðum við það og gátum þess vegna gengið út af með höfuðið hátt þrátt fyrir ósigur....hehehe...þeir unnu okkur með 57 stigum ef ég man rétt en ef við skoðum staðreyndir málsins þá mátti svo sem búast við því og jafnvel ennþá verri útreið.......eftir fyrsta leikhluta vorum við flestir orðnir vel andstuttir og formið farið að segja til sín auk þess sem við höfðum ekki æft nein kerfi og gátum því lítið stillt upp. Eitthvað vorum við samt að gera rétt og ég er nokkuð viss um að Keflvíkingarnir hafi ekki átt von á svona mikilli mótspyrnu af okkar hálfu. Sigur þeirra var reyndar aldrei í mikilli hættu...nema reyndar skorðum við fyrstu stig leiksins. Bjössi og Addi stóðu sig mjög vel í bakvarðastöðunni sem er lykillinn ef lið ætlar að mæta alvöru varnarmönnum....ef boltinn kemst aldrei yfir miðju verður lítið úr öðru....aðrir stóðu sig líka mjög vel....allir með stemmninguna í lagi og má sérstaklega hrósa Kristjáni og Óla sem voru að stíga sín fyrstu skref í leik við alvöru körfuboltalið.



Þetta var allavega skemmtilegur leikur, bæði að spila og svo var þetta frábær lyftistöng fyrir uppgang körfuboltans í Eyjum að fá svona glæsilegt íþróttalið til okkar. Eyjamenn voru duglegir að mæta á leikinn og næstum full stúkan í gamla salnum og var virkilega gaman að finna fyrir svona miklum áhuga og stuðningi.



Ég skoraði sjálfur 10 eða 11 stig, átti 2-3 blokk og haug af fráköstum og var nokkuð sáttur við minn hlut í þessum leik nema hvað formið mætti vera betra....það hvarflaði að mér snemma í öðrum leikhluta hvort ég væri að fá hjartaáfall.....hehehehe...og svo líður mér núna í skrokknum eins og ég hafi orðið fyrir bíl...en allt vel þess virði og alltaf gaman að spila alvöru körfubolta...hlakka til að mæta Keflavík aftur og þá tekst okkur vonandi að vinna...



Eftir læri og smá afslöppun hérna heima kíkti ég svo á pöbbann en þar voru liðsfélagarnir og svo auðvitað allt Keflavíkurliðið og dómararnir að fá sér aðeins í tánna því þeir voru veðurtepptir hérna hjá okkur. Mér fannst virðingarvert af Keflvíkingum að mæta með sitt sterkasta lið til okkar þó lykilmenn þeirra hafi spilað minna þá var það dýrmætt fyrir okkur að mæta þeim hér í dag. Alveg frábærir peyjar í þessu liði og gaman að spjalla við þá....ég sagði þeim auðvitað að fyrst þeir hefðu unnið okkur væri fátt annað sem gæti stoppað þá á leiðinni að bikarnum....hehehe



Svo er bara vinnan á morgunn, ég fer til Þórshafnar á miðvikudaginn að taka út dótturfélagið Hraðfrystistöð Þórshafnar. Svo er margt annað spennandi á döfinni hjá okkur þ.a. ég er nokkuð spenntur að mæta í vinnuna....gaman að hafa nóg fyrir stafni og vinna að metnaðarfullum verkefnum.



Hef þetta ekki lengra í bili, bendi á www.ibv.is/karfa fyrir þá sem eru áhugasamir um körfuboltann hjá okkur.



Myndin sem fylgir með er af gullmolanum mínum Draupni Dan, upprennandi fimleikameistara og fjallageit...hann er allavega mjög efnilegur í rimlunum og prílar upp á allt sem hann kemst nálægt.

November 15, 2007

Ekki nóg með það að vera orðinn 31 árs gamall heldur er ég líka búinn að vera við sömu konuna kenndur í 8 ár samfellt frá og með gærdeginum...enda yndislegast kona í heimi......Ísabella Rún dóttir Hildar Sigursteins var líka 8 ára í gær og vil ég óska henni til hamingju með daginn...maður er svo egócentrískur að muna þá afmælisdaga betur sem tengjast manni svona á einhvern hátt sjálfum....Ísabella fæddist nefninlega sömu nótt og við Aldís kynntumst fyrst....

Alveg frá því ég byrjaði að blogga hefur verið stjarnfræðilega mikið að gera hjá mér...alveg með ólíkindum, spurning hvort það hægist um ef ég hætti að blogga......um helgina þurfum við að leggja lokahönd á jólablað körfuboltafélags ÍBV en það á helst að fara til uppsetningar á mánudaginn...Jóna amma hennar Aldísar á afmæli á laugardaginn og svo eru tveir körfuboltaleikir í Eyjum um helgina.

Fyrri leikurinn er við annarardeildarlið Glóa frá Reykjavík föstudagskvöld kl 20. Seinni leikurinn er bikarleikur við b-lið Hamars á sunnudag kl 15. Hvet alla eyjamenn til að kíkja í íþróttamiðstöðina og hvetja okkur áfram...sérstaklega á sunnudaginn en ef við vinnum þann leik fáum við besta körfuboltalið landsins um þessar mundir, lið Keflavíkur, í heimsókn helgina eftir....snilldin við bikarinn felst einmitt í þessum möguleika...ekki það að við séum sigurstranglegir gegn Keflavík en það væri frábært fyrir uppgang körfunnar í Eyjum að fá svona topplið til okkar. Meira um þetta á www.ibv.is/karfa

Í vinnunni er alltaf sama fjörið....spennandi verkefni og næst á dagskrá að leggjast í áætlunargerð fyrir næsta ár.

Og eins og tíminn líður hratt þá fer bara að líða all hressilega að því að jólin komi...spái því að ég verði of seinn að skrifa jólakortinn og verði á síðustu stundu að velja jólapakkana eins og venjulega...

Samkvæmt æfingadagbókinni er ég búinn að vera rétt rúmlega 10 klst á æfingu frá 22. október...ég finn samt að líkaminn er þreyttur og þetta er akkúrat tíminn sem er svo erfitt að fá sjálfan sig til að halda áfram...alveg klassískt að hætta í ræktinni á þessum punkti...bæði vegna þreytu og svo líka bara skammdegið...það birtir varla til lengur á þessum blessaða klaka....Ég er samt harðákveðinn í því að halda áfram að mæta í ræktina, 3 x í viku lágmark....helst eitt útihlaup í viku líka og kannski 1 körfuboltaleikur líka....maður ætti að vera kominn í sæmilegt form í vor ef þetta tekst...

Jæja ætla að drífa mig í beddann...bið að heilsa

November 12, 2007


Þá er ég orðinn 31 árs gamall...það er staðfest.


Ég hafði svo sem ekki leitt hugann mikið að því en þegar ég sagði það upphátt við frænku mína í gær þá lak þetta einhvern vegin hálf asnalega út úr mér...kominn á fertugsaldurinn....ég er samt mjög sáttur við að eldast...finnst ég batna með aldrinum jafnvel þó þvermálið aukist aðeins um miðjuna...nóg um það afmælishelgin mikla er búin og næsta matarsukk er því vonandi næst um jólin....


set inn mynd af afmælisstrákunum á Smáragötunni í full sving í spröngunni....

November 9, 2007

Afmælisvikan mikla

Draupnir Dan sonur minn átti fjögurra ára afmæli í gær. Hann er orðinn svo fullorðinn og þroskaður þessi elska sérstaklega eftir að hann varð stóri bróðir. Hann tekur það hlutverk alveg sérstaklega alvarlega og er mjög duglegur að passa að litla systir verði ekki fyrir neinu hnjaski, hleypur til þegar snuddan dettur út úr henni og setur aftur uppí. Algjör engill í mannsmynd. Afmælisdagurinn var með rólegra móti enda verður aðalveislan ekki fyrr en á laugardaginn. Þá koma nokkrir krakkar í afmæli og verður þvílíkt fjör hjá okkur. Afi Gunnar Marel er líka að koma í heimsókn, kemur með alla fjölskylduna með Herjólfi í kvöld. Hann á sjálfur afmæli um helgina og svo á undirritaður 31 árs afmæli þann 11 nóv næstkomandi. Það verður því mikið étið af kökum og sukkað um helgina sem er framundan og ég ætla þess vegna að drífa mig í ræktina í hádeginu og taka extra vel á því til að eiga smá inni....fer svo sennilega með kindurnar mínar út í eyju í dag klukkan 15 en það ætti vonandi ekki að taka meira en 2 klst að klára það dæmi og ég þarf þá ekki að hafa áhyggjur af þeim fyrr en næsta vor....

 

Það hefur ekki verið nein gríðarleg umferð um síðuna þannig að væntanlega eru ekki margir sem hafa fundið fyrir bloggleysinu síðustu daga en það er tilkomið út af almennu annríki rithöfundarins og fer vonandi batnandi. Skiljið endilega eftir sporin ykkar ef þið eruð að droppa hérna inn á annað borð...alltaf gaman að vita hverjir eru að lesa þessa þvælu.

 

 

November 4, 2007

Eitt gott lag með Andrea og Celine....þetta hefur verið mikið spilað á heimilinu í gegnum tíðina...

November 3, 2007

Enn ein helgin gengin í garð og jafnframt besti mánuður ársins hafinn. Vikan sem var að líða var yfir meðallagi viðburðarrík...svo viðburðarrík að ég man ekki einu sinni hvað gerðist á mánudaginn...það er svo langt síðan...á þriðjudaginn var stjórnarfundur í körfunni...þar erum við að stefna á umfangsmikla blaðaútgáfu í lok nóvember...deadline fyrir efni og auglýsingar er 12. nóvember...þeir sem þekkja til í fyrirtækjum og vilja leggja sitt af mörkum til uppbyggingar körfunnar í Eyjum hafið endilega samband við mig og kaupið auglýsingu, lógó eða styrktarlínu í blaðið okkar...

Við fjölskyldan fórum svo með Herjólfi upp á land með seinni ferðinni á þriðudaginn...þetta var merkileg ferð fyrir þær sakir að Karítas Ósk var að heimsækja fastalandið í fyrsta skipti frá því við komum til Eyja....Glitnir banki var svo elskulegur að bjóða mér á fjármálaþing á miðvikudaginn og síðan okkur Aldísi á frábæra tónleika með Andrea Bochelli....við gátum auðvitað ekki sleppt þessu tækifæri en það er klárlega meira fyrirtæki að ferðast svona með fjögurra manna fjölskyldu heldur en 3ja manna.....við gistum í góðu yfirlæti hjá tengdó í keflavík...

Fjármálaþingið hjá Glitni var virkilega áhugavert...skemmtileg erindi og gaman að taka þátt í svona atburðum....Tónleikarnir voru auðvitað hápunktur dagsins enda heimsklassalistafólk á sviðinu...mér fannst samt pínu halló að vera að hlusta á svona glæsilegan tónlistarflutning í Egilshöll...hljómburðurinn er ekkert spes þarna og módelið hefði passað betur inn í flott tónlistarhús í Vínarborg eða Róm....ótrúlegt hvernig þetta óperufólk nær að kreista upp þessa tóna...ég fékk svona splattermynd í hugann þegar Andrea snerti hæstu nóturnar í lok hvers lags...ég sá fyrir mér að hausinn á honum hlyti að springa í tætlur á hverri stundu svo mikill var krafturinn.....

Á fimmtudaginn urðum við svo að drífa okkur heim því ég varð að vera viðstaddur undirritun tímamótasamnings Ísfélagsins en við vorum að undirrita smíðasamning á nýju uppsjávarskipi...skipið verður 71,1 m á lengd, 14,4 m á breidd og með burðargetu upp á 2000 tonn....öflugt kælikerfi og rúmlega 6000 hestafla Bergen Diesel aðalvél. Skipasmíðastöðin Asmar í Chile er með verkið en þeir hafa m.a. smiðað rannsóknarskipið Árna Friðriksson RE og eru núna að smíða nýtt varðskip fyrir Landhelgisgæsluna. Nánari upplýsingar um þennan samning má finna í fréttatilkynningu félagsins á www.isfelag.is.

Á föstudaginn var svo vinna as usual...fór í Body Balance tíma í hádeginu í Hressó og svo spilaði ég með ÍBV í leik við KKF Þórir um kvöldið....nánar um það á www.ibv.is/karfa og myndir frá leiknum hér. Þarna er m.a. 2 góðar myndir af undirrituðum.

Í dag er svo stefnan að sinna aðeins börnunum mínum aðeins...Kristján Bjarki er í heimsókn hjá okkur og við strákarnir ætlum að skella okkur í laugina til að slaka aðeins á....kíkjum svo kannskí á bústofninn eftir það og gefum þeim smá brauð....