November 27, 2003

Góða kvöldið!!!
Ég var í prófi í morgunn og held að ég hafi hreinlega aldrei skitið jafn ferlega á mig....váááá....afleiðurnar fóru alveg með þetta...og til að toppa það þá var næstum keyrt á mig á bílastæðinu fyrir utan skólann...það hefði nú alveg skilað sér í fréttirnar á rúv..."Ungur maður myrti bílstjóra fólksbifreiðar sem keyrði aftan á hann...ungi maðurinn ku hafa fallið í prófi fyrr um morguninn og var afar ílla stemmdur...." annars slapp það alveg fyrir horn sem betur fer...en til að taka pollýönnu á þetta þá á ég bara eftir eitt próf núna...skattsvik og uppsölur...og ég hef heila 11 daga til að lesa...yeah right að ég sé að fara að lesa fyrir þetta í 11 daga...fyrr væri það nú ruglið....maður lifandi...

Nú talnaglöggir menn geta þá séð að ég er kominn í jólafrí 8.desember...sem er hreinasta snilld...ég hef gert það að yfirlýstri stefnu minni fyrir þessa jólahátíð að liggja sem mest á meltunni og reyna að gera lítið þess á milli...borða góðan mat....mmmmmmm kalkúnninn hennar Aldísar er geggjaður...sleeef...og svínahryggur...og nautasteik...mmmmmm...damn hvað ég ætla að hafa það gott....konfekt frá nóa síra og hvað svo annað sem að kjafti kemur....síðan er bara að fara í eitthvað rugl átak eftir jól og hefla alla dýrðina af sér...það er að segja ef maður verður ekki busy að taka upp blessaðar afleiðurnar...

November 11, 2003

Halló halló....Ég er orðinn Pabbi.....strákapabbi þar að auki...strákurinn kom í heiminn laugardaginn 8.nóvember 2003 kl 18:33...14 merkur og 52 cm...fallegasti drengur sem hefur komið í heiminn...að minnsta kosti finnst foreldrunum það

Móðir og dreng heilsast bara vel...Aldís er að jafna sig eftir fæðinguna og ótrúlegt hvað hún er brött miðað við að ekki eru nema þrír dagar frá fæðingunni...

Nú auk þess að vera orðinn pabbi þá á ég afmæli í dag (Takk mamma fyrir að minna mig á daginn...aldrei þessu vant var ég búinn að gleyma því að ég ætti afmæli)......ég hef náð þeim skemmtilega áfanga að vera orðinn 27 ára...sem jafngildir því að vera þrítugur...það er einhvern veginn enginn aldur á milli 25 og 30...maður er bara að verða gamall. Annars er það bara ágætt...mér líður vel og hefur í raun aldrei liðið betur...hlakka óstjórnlega til að ala upp son minn og takast á við lífið...

Nú þið ykkar sem hafið áhuga þá höfum við Aldís náð að afreka það að búa til barn og það sem meira er þá bjuggum við líka til heimasíðu til heiðurs nýfædda syninum..."Litli prins"....annars geri ég ekki ráð fyrir að blogga neitt rosamikið næstu daga....ég er svona örlítið upptekinn af sjálfum mér og nýjasta fjölskyldumeðlimnum....sjáumst og heyrumst...

November 2, 2003

Arnar og Marín voru hérna áðan með nýjasta og yndislegasta prinsinn...hann er algjört æði...að hugsa sér að eftir innan við mánuð þá verðum við Aldís í sömu sporum og þau með lítinn prins eða litla prinsessu í höndunum...algjörlega nýr og ómótaður einstaklingur...algjörlega ómengaður...veit ekki hvað er að heiminum og finnst bara æðislegt að finna lyktina af mömmu og pabba svo ekki sé minnst á að fá að sjúga brjóst...reyndar gerir þetta síðastnefnda mikið fyrir margan fullorðinn manninn en anyways.....ég fór að hugsa til þess hvað maður á að gera með svona lítið kríli í höndunum...mann langar náttúrulega bara til þess að knúsa krílið út í hið óendanlega...auðvitað...en hvað svo...hvernig á maður að fara að því að ala barnið sitt upp þannig að það hati mann ekki eftir 20 ár eða segi eitthvað eins og..."æi pabbi þú varst aldrei til staðar þegar ég þurfti á þér að halda...."

Nei bara smá pæling! Ég hef fulla trú á okkur Aldísi, að okkur takist að sleppa sæmilega frá foreldrahlutverkinu og ég hreinlega get ekki beðið...í dag er 2. nóvember og Lars mágur minn á afmæli....Hjertelig til lykke með födselsdagen Lars, håber at du nyder den....auk þess þýðir það að ef Aldís gengur ekki langt fram yfir áætlaðan fæðingardag þá er öruggt að við munum eignast lítinn sporðdreka....og einmitt í þessum mánuði eru nokkrir vinsælir afmælisdagar innan fjölskyldunnar...nú í fyrsta lagi þá á ég afmæli 11. nóvember...Tengdó á sama dag..11 (mamma hans segir að hann eigi afmæli 10...þjóðskráin segir samt 11??) nóvember og mamma hans...amma Jóna er fædd 17. nóvember...Elísa á afmæli 29. nóvember..vonum samt að við þurfum ekki að biða svo lengi...

En ef ég mætti ráða þá kæmi krílið bara núna í nótt...hehehehe...það væri alveg æðislegt..við erum allavega alveg tilbúin.

Nú að lokum ætla ég að skora á alla sem skoða þessa síðu að kommenta í kerfið hjá mér og koma með hugmyndir að fallegum nöfnum.......nú eða bara almennt til að tjá sig