September 30, 2004

Nýr linkur á bloggsíðuna hjá honum Helga vini mínum í CBS...kominn inn á kantinn...kíkið á kauða...

kveðja
Baldvin

September 24, 2004

Í tilefni þess að ég er búinn að vera að truflast yfir því að setja inn blaðsíðutal í ritgerðina hjá Aldísi hef ég ákveðið að setja inn leiðbeiningar til þeirra sem eiga við sama vandamál að etja...

Gefum okkur að við séum með ritgerð sem þarf að gefa blaðsíðutal á eftirfarandi hátt...

Forsíða ótölusett
Formáli, úrdráttur, efnisyfirlit og eitthvað dót á að vera með rómverskum tölustöfum
Megintextinn á að vera tölusettur með venjulegum tölum
Viðauki á að vera tölusettur með rómverskum....

Svona er farið að....

byrjum á því að skrifa texta í fjórar línur

Forsíða
Rómverskir1
Venjulegir
Rómverskir2

staðsettu bendilinn fyrir framan Rómverskir1
farðu í Insert-Break og veldu Continuous break

Staðsettu bendilinn fyrir framan Venjulegir
farðu í Insert-Break og veldu Continuous break

Staðsettu bendilinn fyrir framan Rómverskir2
farðu í Insert-Break og veldu Continuous break

Nú ertu búinn að skipta skjalinu í svæði þannig að hægt sé að setja mismunandi blaðsíðutal...
Til að setja inn blaðsíðutal:

Farðu í textann Forsíða
veldu Insert-Page Numbers...passaðu að taka hakið af kassanum Show number on first page (Athuga að ef þú ert með tvær forsíður verðurðu að endurtaka ferlið fyrir ofan fyrir þá síðu líka..þ.e. setja inn break og setja inn blaðsíðunúmer)

Farðu svo í textann Rómverskir1
Veldu Insert-Page Numbers...hakaðu við Show number on first page
í sama kassa velurðu hnappinn Format-velur síðan Number format...þ.e. hvernig tölusetningin á að vera...neðst í glugganum velurðu síðan start at ....1 ef venjulegar tölur...i ef rómverskir

Farðu svo í textann Venjulegir
Veldu Insert-Page Numbers...hakaðu við Show number on first page
í sama kassa velurðu hnappinn Format-velur síðan Number format...þ.e. hvernig tölusetningin á að vera...neðst í glugganum velurðu síðan start at ....1 ef venjulegar tölur...i ef rómverskir

Farðu svo í textann Rómverskir2
Veldu Insert-Page Numbers...hakaðu við Show number on first page
í sama kassa velurðu hnappinn Format-velur síðan Number format...þ.e. hvernig tölusetningin á að vera...neðst í glugganum velurðu síðan start at ....1 ef venjulegar tölur...i ef rómverskir

Nú ertu kominn með skjal sem er rétt tölusett og fukkast ekki upp....síðan er bara að pasta textann inn í þetta skjal...nema þú sert nokkuð klár á word þá seturðu inn section break þar sem þau eiga að vera...og velur síðan tölusetninguna í hverjum hluta samkvæmt ofangreindu....

ástæðan fyrir því að ég sé ástæðu til að setja þetta hérna fram er að ég er búinn að pirra mig óendanlega á þessu í gegnum tíðina og neyddist til þess að finna út úr þessu í dag...það kom á daginn að fullt af fólki sem ég hafði samband við hafði lent í vandræðum með þetta og enginn gat útskýrt fyrir mér nákvæmlega hvernig þetta væri gert...heldur hafði fólk einhvern veginn slysast á að gera þetta rétt...

þessi aðferð sem ég var að lýsa virkar og er ekkert vesen...

Að öðru leyti er allt gott að frétta...Aldís er að klára ritgerðina sína..skilar 1. október...skólinn er á fullu hjá mér sjálfum...eftir þvi sem ég læri meira um fjármal kemst ég meir og meir á þá skoðun að virk sjóðastýring sé fyrir þá sem búa yfir skyggnigáfu...Fundamental analysis er málið...Var að fá biblíuna um daginn þegar pabbi kom frá London...The Intelligent Investor eftir Benjamin Graham...hlakka mikið til að lesa í gegnum það stykki enda er það víst skyldulesning í þessum geira...þið hinir sem eruð að fjárfesta á hlutabréfamarkaði ættuð að hugsa ykkar gang...er markaðurinn ekki heldur hátt verðlagður þessa daganna...spurning um að skipta yfir í áhættuminni fjárfestingar eða fara allavega yfir eignasafnið...

Annars er ég mikið að velta því fyrir mér þessa dagana hvaða áhrif nýtilkominna húsnæðislána hefur á fjármálamarkaðinn...fólk er víst að endurfjármagna lánin sín á fullu...sparar helling á því en fer sparnaðurinn ekki bara í meiri neyslu? Á sama tíma er seðlabankinn að hækka stýrivexti sína og virðist ekki séð fyrir endan á þeim hækkunum? Húsnæðisverð fer hækkandi og ég minnist orða eins kennara míns í HR sem sagði að í sögulegu samhengi væri undanfari allra fjármálakreppa mikil þensla á húsnæðismarkaði...

Áhrifa hækkandi stýrivaxta er kannski ekki enn farið að gæta að neinu viti sem skýrist kannski af lækkun bindiskyldu bankanna fyrr á árinu þannig að þeir hafa haft ákveðið svigrum til að spila með og hafa ekki þurft að treysta jafn mikið á endurhverf viðskipti við SI...

Ég hef allavega áhyggjur af þessari þróun og held að hver og einn ætti að íhuga málið vandlega áður en ráðist er í frekari neysluskuldbindingar...ég gæti ímyndað mér að markaðurinn taki dýfu á næsta ári...og þá er vonandi að heimilin í landinu eigi til það svigrúm sem þarf til að mæta samdrætti í tekjum

en hvað með það...Draupnir Dan er orðinn sprækur eftir að hafa sigrast á eyrnabólgunni í bili...hann er líka farinn að fíla sig nokkuð vel á leikskólanum eða allavega er hann hættur að gráta þegar hann hittir Sylvíu sem tekur við honum á morgnanna....það er ótrúlega jákvætt...samviskubitið yfir því að vera ömurlegt foreldri að senda barnið sitt á leikskóla minnkar í takt við það hvað hann fílar sig vel...svo er bara best í heimi að sækja hann á daginn...þvílíkt sólskinsbros...hann er náttúrulega yndislegur drengurinn


kveðja
Baldvin

September 2, 2004

Kominn tími á að blogga...maður dettur alltaf í sama farið með þetta....enda letihaugur að eðlisfari!!

Annars er lítið að frétta, Draupnir Dan er aðeins farinn að sætta sig betur við þetta leikskólastand...en alveg hreint andstyggilegt að skilja drenginn svona eftir...ætli hann muni eftir þessu þegar hann verður fullorðinn???

Skólinn er byrjaður á fullu...þvílíkt hvað ég er ánægður með að hafa skellt mér í þetta...eintómir snilldaráfangar...Aldís þarf bókstaflega lokka mig upp úr kennslubókunum...þetta er svo áhugavert...vonandi bar að þetta skili einhverjum aur í kassann þegar námið er búið...

Nú svo er Aldís að skila Bs ritgerðinni sinni á morgunn...það er að segja fyrstu skil...svo eru lokaskil eftir mánuð...Það er nú aldeilis tilefni til veisluhalda enda verður hér mikil hátíð á morgunn...brauðterta og afmæliskók...reyndar í afmæli hjá Hrefnu en engu að síður...veisla skal það vera...

Viðfangsefnið hennar er ímynd Vestmannaeyja og ég verð bara að segja að þetta er hreint snilldarstykki hjá konunni minni...enda ekki við öðru að búast...