January 10, 2008

Þá er nýtt ár í garð gengið og vel það...þegar ég lít yfir bloggsögu mína þá kæmi ekkert á óvart þó þessi færsla færi aldrei í loftið og næsta kæmi eftir ca 2 ár...

Þessi áramót voru svo sem ekkert öðruvísi en önnur fyrir utan það að ég var kominn upp í rúm rétt eftir 2 á nýársdagsmorgunn. Aldís fór með stelpunum á eitthvað skrall og ég var heima með börnin...kannski sorlegt að játa það að ég var hálffeginn þegar allir voru farnir út og ég gat fleygt mér útaf...kannski var ég líka svona fegin því af því ég dröslaðist í gamlárshlaup Hressó, ca 6 km held ég, fyrr um daginn. Auk þess að styrkja gott málefni þá var þetta gamlárshlaup algjör snilld og ég mæti pottþétt að ári ef þetta verður endurtekið. Þvílíkt gott að enda árið á smá púli.

Árið 2008 er ár Rottunnar skv kínverskri stjörnuspeki og það ku vera gott ár til að byrja á einhverju....

Árið 2008 ætla ég að láta verða ár heilsuátaksins...ég ætla að hugsa betur um hvað fer í belginn, hreyfa mig reglulega og reyna að hugsa betur um skrokkinn minn...við eigum jú víst bara eitt eintak

Árið byrjaði hins vegar frekar brösulega því Aldís mín byrjaði árið á því að greinast með brjósklos...já það er bara það...allt kerfið úr jafnvægi og litla fjölskyldan í algjöru uppnámi. Þetta er eflaust að hluta afleiðing af meðgöngunni og fæðingunni enda var kúlan stór og mikil og fæðingin eins og þúsund maraþon í einu...þ.e. fyrir líkamann...dropinn sem fyllti mælinn hins vegar var þegar Aldís ákvað að ýta skenknum í stofunni heima svona ca 5 metra leið án nokkurrar aðstoðar...kvikindið er kannski 200 kg með öll draslinu í...og já þetta hafði kannski einhver áhrif á það að hún skyldi svo greinast með brjósklos rúmlega viku síðar. Hún var lögð inn á mánudaginn var og tékkaði sig út í dag...Karítas Ósk gat ekki legið inni með henni þ.a. ég var með tvö börn í rekstri og þar af eitt brjóstabarn sem ég þurfti að hlaupa með niðrá spítala eins oft og skvísan vildi...Ég get sagt ykkur það að vera einstæð móðir með tvö börn eða jafnvel fleiri hlýtur að vera full time job....ég var allavega alveg búinn á því eftir þessa örfáu daga og ég fékk dygga hjálp frá elskunum sem standa næst okkur...

En Aldís er sem sagt komin heim og þrátt fyrir að mega ekki halda á neinu (ekki KÓ heldur) þá er nú askoti gott að vera búinn að fá kjellinguna heim aftur...við feðginin vorum farin að sakna hennar svolítið þarna á sjúkrahúsinu..Draupnir Dan fannst þetta reyndar bara spennandi tilbreyting í fábreytilega tilveruna að fá að leggjast upp í spítalarúmið hjá mömmu og veiða sælgæti upp úr þessari sérstöku náttborðsmublu sem er við öll rúm á spítalanum.

Er alveg að sofna og ætla þess vegna að hætta að bulla hérna...ætla að reyna að vera duglegur að blogga á árinu og vonandi nenna allir að lesa