April 29, 2004

Jæja þá eru öfgarnar búnar að taka völdinn...allt í anda sporðdrekans...Nú er vaðið í ræktina kl 6 á morgnanna...brennt í klukkutíma og síðan lyft smá...tilhugsunin um að smella sér á skýluna í Króatíu er óneitanlega hvatning til þess að reyna að hefla af sér varadekkið...eða allavega reyna að gera það straumlínulaga...fyndið hvað maður er samdauna eigin skítalykt og sér ekki majónespollana fyrr en maður er mættur í ræktina fyrsta dag í átaki...þá er tilefni taugaáfalls orðið slíkt að manni er skapi næst að hlaupa í Eden og smella í sig einni brauðtertu...með gosi...og skippa þessari heilsudellu...sjálfsafneitun at it´s finest..

Sjáumst þvengmjó á morgunn...en þá verður farið í að vinna á brunkunni og reyna að endurheimta hvíta litinn á tönnunum...kallast þetta midlife crisis eða bara almennt ógeð á sjálfum sér....

Að öðru leyti þá er ritgerðin komin til skila...fæ endurgjöf á mánudaginn og þá fer nú að sjá fyrir endann á þessu viðskiptafræðinámi...

Draupnir Dan er orðinn 73 cm og 7,5 kg...hoj og slank eins og foreldrarnir...hann dafnar eins og blóm í eggi enda með fallegustu brjóst hérna megin Rínardalsins sér til halds og trausts...

April 19, 2004

Gratulations are in order....síðasta prófið í Bs náminu er búið.....god damn súrt próf en örugglega staðið þannig að karlinn er sáttur....

April 18, 2004

Jæja kæru vinir...þá sit ég súr á bókasafni Háskólans í Reykjavík og les fyrir síðasta prófið mitt í BS náminu....tímamótum er náð...ég er hársbreidd frá því að verða Viðskiptafræðingur....en æðislegt.....en þettta próf á morgun er að drepa mig...Framleiðslustjórnun er ágæt en á sunnudagsmorgni kl 9 er bara too much...Síðan er bara að massa ritgerðina fyrir föstudaginn og svo verður bara dottið í það.....

Vísó á föstudaginn....Partý á laugardaginn....allt að gerast

en best að vinda sér aftur í bækurnar...ég hef hvort sem er ekkert að segja...sit hérna og röfla bara....

April 16, 2004

status quo

April 13, 2004

11.000 orð.....and counting

April 7, 2004

SETTI INN NÝJA LINKA....NONNI OG BRYNJA Í BOSTON...RÍKARÐUR EYBERG ÁRNASON....OG STURLA Í BOGAHLÍÐ 10.....AÐ RÚLA....

TÉKK IT..
Hæhæ...jæja áramótaheitið brotið...búinn að blogga alveg næstum því tvisvar en ætlaði að taka árið með trompi....hehehe...þetta er í takt við karlinn...en allavega við familían eru stödd í blíðunni í Vestmannaeyjum og höfum það ótrúlega gott...

Fórum á fyrsta ballið okkar eftir að Draupnir Dan fæddist um þar síðustu helgi og það var sko engin smá stemmning í höllinni í eyjum....Hippaþema og karlinn mætti í skyrtu fleginni niður á bringu með sólgleraugu dauðans....sem betur fer eru engar heimildir um þennan útbúnað....nú svo bættum við um betur um síðustu helgi og skelltum okkur á rónabar bæjarfélagsins...aka...Lundinn...og það var engin smá stemning...Sixties tóku lagið og það var gjörsamlega allt tryllt á Lundanum....aldrei þessu vant....Annars á maður nú ekki að segja frá svona óreglustandi...ég á víst að vera að klára blessaða Bs ritgerðina og er svona þess á milli sem ég er þunnur að vinna í því...

Viðfangsefnið er val framtaksfjárfesta á fjárfestingum....mjög spennandi og ég er komin með alveg heil 7.000 orð af 10.000 sem er lágmarkið....maður ætti svosem að ná því fyrir 23.apríl...eða ég vona það og stefnan er að sjálfsögðu sett á 12.000 orð slétt.

Nú síðan tekur ekkert nema gleði við mér...magaspeglun og gamlar syndir hjá tannsa....en síðan ætlum við Aldís að rjúka til Króatíu og drekka bjór í alveg tvær vikur....snilldin ein...og svo er útskrift 12.júní....

Nú sumarið verður víst ekkert síðra...giftíng hjá Árna og Hrönn þann 26. júni, Nonni og Brynja 17. júlí ef ég man rétt og giftingum fylgja steggjaveislur ....nú svo er goslokahátíð í eyjum, sjómanndagshelgin....þjóðhátíð....og margt margt fleira.....snilldin ein maður verður víst að fara að skipuleggja alla gleðina þannig að maður hafi einhvern tíma til að vinna.....Annars er planið jafnvel að vera í Vestmannaeyjum í sumar...Aldís ætlar að skrifa lokaverkefnið sitt og ég gerist vonandi svo frægur að fá pláss á togara hér í plássinu áður en bankinn gerir hjólið mitt upptækt upp í yfirdráttinn...ég er nefninlega búinn að sækja um meistaranám í fjármálum við Háskóla Íslands í haust og sé ekki fram á að ná inn nægilegum tekjum í bankageiranum auk þess sem þessir peningakarlar eru ekkert að eltast við að fá mig í vinnu.......hmmm..

En jæja