April 7, 2004

Hæhæ...jæja áramótaheitið brotið...búinn að blogga alveg næstum því tvisvar en ætlaði að taka árið með trompi....hehehe...þetta er í takt við karlinn...en allavega við familían eru stödd í blíðunni í Vestmannaeyjum og höfum það ótrúlega gott...

Fórum á fyrsta ballið okkar eftir að Draupnir Dan fæddist um þar síðustu helgi og það var sko engin smá stemmning í höllinni í eyjum....Hippaþema og karlinn mætti í skyrtu fleginni niður á bringu með sólgleraugu dauðans....sem betur fer eru engar heimildir um þennan útbúnað....nú svo bættum við um betur um síðustu helgi og skelltum okkur á rónabar bæjarfélagsins...aka...Lundinn...og það var engin smá stemning...Sixties tóku lagið og það var gjörsamlega allt tryllt á Lundanum....aldrei þessu vant....Annars á maður nú ekki að segja frá svona óreglustandi...ég á víst að vera að klára blessaða Bs ritgerðina og er svona þess á milli sem ég er þunnur að vinna í því...

Viðfangsefnið er val framtaksfjárfesta á fjárfestingum....mjög spennandi og ég er komin með alveg heil 7.000 orð af 10.000 sem er lágmarkið....maður ætti svosem að ná því fyrir 23.apríl...eða ég vona það og stefnan er að sjálfsögðu sett á 12.000 orð slétt.

Nú síðan tekur ekkert nema gleði við mér...magaspeglun og gamlar syndir hjá tannsa....en síðan ætlum við Aldís að rjúka til Króatíu og drekka bjór í alveg tvær vikur....snilldin ein...og svo er útskrift 12.júní....

Nú sumarið verður víst ekkert síðra...giftíng hjá Árna og Hrönn þann 26. júni, Nonni og Brynja 17. júlí ef ég man rétt og giftingum fylgja steggjaveislur ....nú svo er goslokahátíð í eyjum, sjómanndagshelgin....þjóðhátíð....og margt margt fleira.....snilldin ein maður verður víst að fara að skipuleggja alla gleðina þannig að maður hafi einhvern tíma til að vinna.....Annars er planið jafnvel að vera í Vestmannaeyjum í sumar...Aldís ætlar að skrifa lokaverkefnið sitt og ég gerist vonandi svo frægur að fá pláss á togara hér í plássinu áður en bankinn gerir hjólið mitt upptækt upp í yfirdráttinn...ég er nefninlega búinn að sækja um meistaranám í fjármálum við Háskóla Íslands í haust og sé ekki fram á að ná inn nægilegum tekjum í bankageiranum auk þess sem þessir peningakarlar eru ekkert að eltast við að fá mig í vinnu.......hmmm..

En jæja


No comments: