February 13, 2008

Janúar leið hratt enda gerðist fátt hjá litlu fjölskyldunni á Smáragötunni nema hvað ég sleikti sárin yfir því að hafa verið kosinn versti bloggari Íslandssögunnar...grét yfir því í nokkra daga enda sár vonbrigði að ná ekki betri árangri á þessum mikilvæga vettvangi nútímalífs

Það bar hæst í mánuðinum að Aldís lærði þá dýrmætu lexíu að það er óþarfi að vera alltaf að færa til húsgögnin í stofunni...framvegis verður bara eitt setup á heimilinu og hananú...Hún var ss að ýta borðstofuskenknum (með öllu draslinu í)...og fékk svona heiftarlega í bakið við þetta blessunin. Eftir skírnina hjá Karítas Ósk og Þrettándagleðina tókst að koma dömunni til læknis en þá var hún komin með alvarlegt brjósklos í einn hryggjarlið og var lögð inn samdægurs...fékk að koma heim viku síðar með því skilyrði að hlýða karlinum og ekki gera neitt...engin húsverk eða lyfta einu eða neinu...Síðan þá höfum við bæði verið heimavið að röfla hvert í öðru og rífa kjaft...það fer vonandi að styttast í þessu veikindaleyfi því við erum að verða orðin ansi þreytt á hvert öðru...

Nú í viðleitninni að verða besti bloggari landsins er víst best að byrja hægt og ég læt þetta því duga í bili...