October 31, 2003

púfffff....gott að þessi vika er liðin maður lifandi...tíminn frá því á mánudaginn leið hjá eins og vindurinn....eða eitthvað.

Skilaverkefni....foreldrafræðsla...mæðraskoðun...skilaverkefni...sleepless in seattle...god damn it hvað sú mynd er hrikalega ofmetin af kvennþjóðinni...hvað er málið með lookið á liðinu...allir með axlapúða og í einhverju rykfrökkum...hvaða fyrirbæri er það nú líka...allavega þá er búið að vera nóg að gera hjá mér og okkur...Hildur vinkona okkar er í heimsókn og hleypir smá lífi í tilbreytingalítið daglegt líf okkar Aldísar þessa dagana...við fórum til að mynda á Ruby Tuesday i kvöld og slöfruðum í okkur hammara...síðan er málið að setjast yfir s2 ruglaða og horfa á Idol sem er eitt mesta snilldarsjónvarpsefni sem við íslendingar höfum alið af okkur...það er að segja miðað við höfðatölu sko...

Spurning um að skella í sig einum köldum og slaka aðeins á eftir allt þetta stresss....

Góða helgi....

October 28, 2003

Dagurinn í dag fer í sögubækurnar....allavega ævisöguna mína....tók tryggingastofnun á ippon....fékk mitt í gegn...eins og lög og regla kveða á um.....hvílík endemis fullnægingartilfinning....já varðandi umsókn þína þá áttu sér stað mannleg mistök sem hafa verið leiðrétt og er leiðréttingin á leið í póstinum til þín.....beautifúl

en best að vinda sér í uppgjör og skattskil....veiveiveiveiveiveiveiveiveiveiveiveivei.....eins og þið sjáið þá ræð ég mér ekki fyrir kæti....ég er semsagt hætttur við að gerast endurskoðandi....it´s craaaapp....

leiter

October 27, 2003

Ótrúlega varð ég allt í einu vinsæll eftir að elskuleg ástin mín setti link inn á mig á síðuna sína...teljarinn bara rýkur upp....takk ástin...

má samt ekki vera að þessu bloggi í dag....jyr...ég tek þig á orðinu og passa mig á þessu....í dag er það upgsk...eða möo uppgjör og skattskil....djúsí skilaverkefni fyrir föstudaginn.....mun sennilega taka alla vikuna að berja skattareglum lýðveldisins inn í kollinn á mér þar sem ég hef alls ekki verið duglegur við að mæta í tíma....surprise...

spennandi.....

adios

October 25, 2003

Jæja kæru vinir....þá er komin Gestbók á svæðið....endilega kvittið og segið mér frá því sem ykkur liggur á hjarta....
Á morgun á að skíra uppáhalds skáfrænda minn, son Arnars og Marínar...ég er náttúrulega búin að vera svo upptekinn af sjálfum mér og eigin óléttu að ég hef nánast ekkert fylgst með ævintýrinu þeirra en þau eignuðust lítin prins 5. júlí síðastliðinn. Furðulegt hvað mannsskepnan getur verið sjálflæg, maður hreinlega sér ekki lengra en tærnar ná...í mínu tilfelli ná þær reyndar frekar langt en engu að síður.....

Maður er sífellt að átta sig betur og betur á þvi hversu mikilvægt það er að rækta vini sína...manni hættir svolítið til að segja sem svo..."ég rækta garðinn á morgunn", það á líka við um svo margt fleira...lykillinn að lífshamingjunni felst í því að forgangsraða....og oftar en ekki fellur maður í þá gryfju að forgangsraða eftir því hvaða reikninga á að greiða eða hvaða verkefnum á að skila...það er svo vitlaus aðferðafræði að það hálfa myndi duga...ég fékk einmitt sent keðjubréf í dag sem fjallar um einmitt þetta...

GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ

Vinur minn opnaði undirfataskúffu konu sinnar og tók upp gjafapakka vafinn inní silkipappír:

"Þetta er enginn venjulegur pakki."
Hann opnaði pakkann og starði á bæði pappírinn og undirfötin sem í honum voru.

"Ég gaf henni þetta þegar við fórum til New York í fyrsta sinn fyrir 8 eða 9 árum síðan. Hún hefur aldrei farið í þetta. Var að spara það fram að sérstakri stund.
Eða . . . ég held hún hafi verið að spara það." Hann færði sig nær rúminu og setti pakkanum hjá hinum fötunum sem hann ætlaði að taka með á jarðarfararstofuna, konan hans var nýlátin. Hann sneri sér að mér og sagði:

"Það á aldrei að geyma eitthvað til þess að nota það á sérstakri stund. Hver dagur er sérstök stund."
Ég held enn að þessi orð hafi breytt lífi mínu.
Núna les ég meira og þríf minna.
Ég sit í garðinum án þess að hafa áhyggjur af neinu.
Ég eyði meiri tíma með fjölskyldunni og minni tíma í vinnunni.
Ég skildi það þarna að lífið á að vera uppspretta reynslu sem maður á að njóta en ekki aðeins að þrauka í gegnum. Ég geymi ekki ekki neitt lengur, ég nota kristalsglös á hverjum degi. Ég fer í nýju fötunum mínum í búðina, ef mig langar til þess.
Ég geymi ekki uppáhalds ilmvatnið mitt fyrir sérstök tækifæri. Ég nota það hvenær sem mig langar til. Orðin "einhverntíman" og "einhvern daginn" eru að hverfa burt úr orðaforða mínum. Ef það er þess virði að sjá, hlusta eða gera, þá vil ég sjá hlusta og gera það núna. Ég veit ekki hvað eiginkona vinar míns hefði gert ef hún hefði vitað að hún yrði ekki með okkur morguninn eftir, það getur enginn vitað. Ég held að hún hefði hóað í fjölskyldu sína og nánustu vini.
Hún gæti jafnvel hafað kallað á gamla vini til að koma sátt á fornar deilur. Ég vil líka gjarnan trúa því að hún hefði farið út að borða á kínverskan veitingastað, sem var hennar uppáhald. Það eru þessir litlu hlutir sem ég myndi sjá eftir að hafa ekki gert, ef ég vissi að minn tími væri kominn.
Ég myndi sjá eftir því að hafa ekki gert þetta vegna þess að ég mun aldrei framar sjá vini mína, og bréf . . . bréf sem ég ætlaði alltaf að skrifa. . . "einhverntíman."
Ég myndi sjá eftir því og vera sorgmædd vegna þess ég sagði hvorki systkinum mínum né börnum nógu oft hversu mjög mér þætti vænt um þau.
Núna reyni ég hvorki að fresta, tefja eða geyma nokkuð sem gæti fært gleði og hlátur inní líf okkar.
Og á hverjum morgni segi ég við sjálfa mig þetta er minn sérstaki dagur.
Hver dagur, hver stund, hver mínúta er sérstök.

Að lokum spyr ég

"What is wrong with now"

Ef maður gæti alltaf haft þetta í huga og bægt frá áhyggjum, kvíða og öðrum neikvæðum tilfinningum þegar maður stendur frammi fyrir valkostum þá verður lífið ánægjulegra....

þess vegna ætla ég að hætta að hafa áhyggjur af að sparistellið verði ónýtt áður en ég drepst og fara að nota það á hverjum einasta degi.......maður getur nú alveg sagt sér það sjálfur að ef maður kaupir disk sem kostar 2000 kr þá er eðlilegt að nota hann...að nota hann ekki er sambærilegt við að kaupa 5 miljóna króna jeppa og láta hann standa inni í skúr....

October 20, 2003

Það er naumast að maður er duglegur að blogga mar.....hehehe...tjáningarþörfin er greinilega ekki meiri en þetta...annars er allt gott að frétta af mér og mínum...Aldís dafnar vel...og kúlubúinn er að ég held alveg að verða tilbúinn í hlýjunni hjá mömmu sinni....Við bíðum bara spennt eftir því að krílið fari að láta sjá sig....þetta er búinn að vera æðislegur tími hjá okkur þrátt fyrir þessi ups and downs sem óneitanlega fylgja meðgöngunni....ég var nú reyndar svo barnalegur áður en þetta fór allt að gerast hjá sjálfum mér að ég hélt að þetta væri ekkert mál...maður bara verður ólettur og svo eftir níu mánuði kemur lítið barn...en það er nú ekki alveg svo einfalt....áhyggjurnar og gleðin og hamingjan sem fylgja einni meðgöngu eru alveg til þess að móta nýjan tilfinningaskala með öllum víddum inni á...ég var til dæmis að horfa á danskan þátt i gær...mikael og julie eða eitthvað svoleiðis heitir hann...svo var eitthvað væmið atriði og stóri loðni maðurinn "sem er aðallega í því að bjarga" fór bara næstum að skæla... ekki það að það sé neitt slæmt en það er hins vegar ólíkt mér að vatna músum yfir tilbúnum óraunveruleika í imbanum....en svona er að vera óléttur í dag....:):):):)

Svo horfði ég á maður og mann....Bubbi var tekinn tali og ég verð að segja að karlinn er snillingur...mér fannst best þegar hann sagðist stundum vera í bíl og heyra gott lag...síðan hækkaði hann og fattaði að þetta væri hann sjálfur....hhehehehhe...hvernig kappinn sagði þetta var bara frábært...svo einlægt....

October 16, 2003

Þetta er dagurinn....einn af þessum dögum sem við þekkjum öll....dagurinn þar sem ekkert gerist þó maður rembist eins og rjúpan við að reyna að láta eitthvað gerast...ég er búinn að sitja á helv...bókasafninu og er að reyna að skilja....en skil ekkert.....og veit einhvern vegin bara ekkert í dag....það er fátt ömurlegra en að lesa 10 blaðsíður og muna ekki einu sinni hvað kaflinn hét þegar maður er búin......fukkkkkk.....

En það þýðir ekki að svekkja sig á þessu...það kemur bjartur dagur eftir þennan ;)....

October 8, 2003

Alþjóðavæðing vs Hnattvæðing...hmmm. Alþjóðavæðing er skilgreint sem interterritorial en hnattvæðing sem supraterritorial...hahahaha...en áhugavert, craaaap.

Próf í dag kl 13 ég er vongóður enda búin að sanka að mér glósur frá að minnsta kosti 5 aðilum. Sé hins vegar ekki fram á að komast yfir þetta allt fyrir kl 13 þannig að ég enda á að treysta á meðfætt innsæi í alþjóða/hnatt-málum.

Síðan er það hreiðurgerð...eitt af síðari stigum meðgöngunnar...heim að þrífa eldhúsinnréttinguna, skrúbba ísskápinn og eldavélina með vítissóda....skúra....osfrv...veiveiveivei...can´t wait...

Vissuð þið það að meðgöngueinkenni móður eru bráðsmitandi, og þetta er vísindalega sannað.........hlutir eins og þyngdaraukning!!....ég er til dæmis búin að þyngjast um 15 kg á meðgöngunni...hvað finnst ykkur um það...svo er það þessi hreiðurgerð....vona bara að eftirfæðingareinkenni séu eins smitandi, til að mynda að kílóin renni af mér þegar Aldís er búin að fæða...nema fæðingarþunglyndi....ég hef ekkert við það að gera.

Biðin eftir frumburðinum er að verða óbærileg...ég get varla beðið eftir að fá krílið í fangið, finna lyktina, og knúsa það i hið óendanlega, satt að segja hugsa ég að ég verði á annarri plánetu fyrst um sinn eftir að krílið kemur í heiminn, þvílíkt kraftaverk....eggfruma+sæðisfruma+rúmir 9 mánuðir+ást og umhyggja = fullkomið barn.................algjörlega amazing ég get bara ekki áttað mig nægilega á þessari snilld

En maður verður vist að bíða rólegur, þau vita víst best hvenær rétti tíminn er kominn.

October 7, 2003

Í dag er próflestur...ég er að fara í próf á morgun í Alþjóðavæðingu sem er kennt af snillingi miklum sem heitir Jón Ormur Halldórsson....Maðurinn er hrein uppspretta fróðleiks og hreint ótrúlega gaman að sitja tíma hjá manninum. En þrátt fyrir það nenni ég ekki í próf, hvað þá að lesa fyrir próf. 300 blaðsíður af blaðri um alþjóðavæðingu, áhrifum bandarískrar menningar á restina af heiminum og svo mætti lengi telja..viðfangsefnið er skemmtilegt í umræðum en að svara krossaprófi verður ansi snúið. 13 krossar....allir möguleikar jafnréttir og engin útilokar annan...má svara mörgu við hvern kross....oooojjjjjbara

Burt séð frá próflestri er dagurinn með ólíkindum æðislegur og lítur út fyrir stórafrek af minni hálfu í dag þar sem ég ætla að sitja á rassinum og lesa í allllannn dag.....síðan ætla ég heim og gera það sem mér finnst skemmtilegast að gera þessa dagana...það er að strjúka bumbunni á konunni og spjalla við væntanlegan erfingja ættarveldisins sem við hjónin eigum eftir að koma upp....

Morgundagurinn verður ekki síður áhugaverður en þá tekur við spennandi verkefni í aðgerðagreiningu eftir skemmtilegt próf hjá manninum sem lætur manni líða eins og hann sé að segja manni lausnina á lífsgátunni.....

En best að standa við stóru orðin og fara að lesa.....;)

October 6, 2003

Góðan daginn og gleðilegan mánudag....djö...er þessi dagur alltaf súr. Það væri lýgi að halda því fram að ég sé morgunhress...en að rífa sig upp á rassahárunum á mánudagsmorgni til þess að mæta í tíma sem maður kemst svo að að féll niður beats it all. What a waste of quality sleeping time. Nú maður er mættur í skólann þannig að hvað er hægt að gera annað en að setjast á safnið og fara að læra...döööö.

October 2, 2003

Teljari nr þrjú kominn inn...algjört basic að sjá hverjir eru að skoða mann! Það er alveg ótrúlegt hvað allt svona tölvudrasl verður áhugavert þegar maður á að vera að læra....settist inn á safnið í skólanum, opnaði póstinn...renndi áhugalaus yfir greiningar bankanna á hversu gott eða slæmt ástandið á íslandi er í dag....hugsaði með mér: "svo fer ég að læra..goddamn it". Og hér er ég...byrjaður að blogga..hef ekkert að segja en þetta drepur tímann that´s for sure...ég er meira að segja með tappana í eyrunum..í startholunum fyrir afleiður. Amazing
Nú er komið að því....nú skal það gerast....blogg dauðans