October 20, 2003

Það er naumast að maður er duglegur að blogga mar.....hehehe...tjáningarþörfin er greinilega ekki meiri en þetta...annars er allt gott að frétta af mér og mínum...Aldís dafnar vel...og kúlubúinn er að ég held alveg að verða tilbúinn í hlýjunni hjá mömmu sinni....Við bíðum bara spennt eftir því að krílið fari að láta sjá sig....þetta er búinn að vera æðislegur tími hjá okkur þrátt fyrir þessi ups and downs sem óneitanlega fylgja meðgöngunni....ég var nú reyndar svo barnalegur áður en þetta fór allt að gerast hjá sjálfum mér að ég hélt að þetta væri ekkert mál...maður bara verður ólettur og svo eftir níu mánuði kemur lítið barn...en það er nú ekki alveg svo einfalt....áhyggjurnar og gleðin og hamingjan sem fylgja einni meðgöngu eru alveg til þess að móta nýjan tilfinningaskala með öllum víddum inni á...ég var til dæmis að horfa á danskan þátt i gær...mikael og julie eða eitthvað svoleiðis heitir hann...svo var eitthvað væmið atriði og stóri loðni maðurinn "sem er aðallega í því að bjarga" fór bara næstum að skæla... ekki það að það sé neitt slæmt en það er hins vegar ólíkt mér að vatna músum yfir tilbúnum óraunveruleika í imbanum....en svona er að vera óléttur í dag....:):):):)

Svo horfði ég á maður og mann....Bubbi var tekinn tali og ég verð að segja að karlinn er snillingur...mér fannst best þegar hann sagðist stundum vera í bíl og heyra gott lag...síðan hækkaði hann og fattaði að þetta væri hann sjálfur....hhehehehhe...hvernig kappinn sagði þetta var bara frábært...svo einlægt....

No comments: