May 10, 2004

Loksins kom svarið frá Háskóla Íslands...ég fékk inn í meistaranámið í fjármálum þannig að ég sest á skólabekkinn aftur í haust sem er alveg frábært...ég veit ekki hvort ég er einn um þessa skoðun mína en mér finnst skólalífið vera yndislegt..þvílíkt næs líf og algjörlega vanmetið frelsið sem fylgir því að vera í skóla...stefni að því að vera í skóla allt mitt líf

Annars er fátt að frétta af okkur hérna á Eggertsgötunni...við erum bara alveg á fullu að njóta þess að slaka á þessa dagana og teljum niður að útskriftarferðinni til Króatíu þann 27. mai...snilldin ein...fékk einmitt sent í dag nokkra frasa sem ættu að geta nýst Króatíuförum vel...

here goes (tek enga ábyrgð á gæðum)

Króatía = Hrvatska (borið fram hrrrrvatska)

króatíska = hrvatski
ég tala ekki króatísku = ja ne govorim hrvatski
Hvernig hefurðu það? = Kako si?
Bjór = pivo (pívó)
Vatn = voda
Mjólk = mljeko (mllljjekó)
Brauð = kruh (krúgh)
súkkulaði = cokolada (tjokkolada)
ís = sladoled
Takk kærlega = hvala (hggvala) ljepo (ljépó) (takk = hvala)
Góðan dag = Dobar dan
Gott kvöld = Dobar vecer (vetsjer)
Góða nótt = Laku noc (lakú notsj)
fuck your mother = jebati pícka mater (jebatí pítsjka matter)(= helvítis, mikið notað)
fuck you = jebati
feitur = debeli
ég elska þig = volim te
ég þarfnast þín = trebam te
hvað er þetta? = stoje to?
Hvað kostar þetta? = koliko kosta?
Hvað er klukkan? = koliko sati?

Þetta ætti að redda manni á barnum...maður getur allavega pantað sér einn kaldann...

Nú svo er júróvision á næsta leiti...ég hef nú alltaf verið svolítill júróvísion aðdáandi... það er að segja í þeim skilningi að ég fíla þessa massaþjóðernisrembuviðerumbest stemningu sem myndast á klakanum...burt séð frá því hvort lagið er gott eða ekki þá erum við bara að fara að vinna alla evrópulúðana og ekkert helv...múður með það...stemningin er yfirleitt bara frábær þetta kvöld og ekki laust við að maður finni til söknuðar þegar við missum úr ár og ár í þessari stemningu...

Lagið í ár er flott júrovision lag enda höfundurinn með eindæmum frambærilegur...nú jónsi fittar feitt inn í þennan júróvision pakka og hann er líka að taka þessu hlutverki alvarlega...það er því ekkert annað að gera en vona að júróvision hópurinn þetta árið standi sig og ef ekki þá er það allt í lagi...stemningin verður pottþétt góð...það er bara ekkert flóknara en það

hvala ljepo