August 25, 2004

Þetta leikskólavesen er algjörlega að fara með mig...Draupnir Dan er sem sagt byrjaður á leikskólanum Sólgarði hérna niðri í horninu þar sem við búum...svo sem stutt að fara og frábærar konur að vinna þarna á leikskólanum og sérstaklega indæl hun Sylvía sem er með Draupni Dan...hún tekur alltaf á móti honum og knúsar hann og reynir að gera þetta auðveldara fyrir hann...en nema hvað drengurinn er bara ekki alveg sáttur við að vera rifinn svona snemma upp á morgnanna og hefur nær undantekningalaust grátið þegar við skiljum hann eftir á morgnanna...það væri alveg eins hægt að rífa úr manni hjartað með plastskeið...þvílík átök og maður tekur alveg út fyrir þetta...þær segja samt að hann sé fljótur að jafna sig og maður reynir að sannfæra sjálfan sig um að hann fái eitthvað út úr þessu varðandi félagslegan þroska og svoleiðis en maður lifandi hvað ég vona að hann fari bráðum að fíla sig þarna og þessi skilnaðarstund verði ekki eins erfið...

Svo vakna spurningarnar innra með manni...er maður ömurlegt foreldri að senda litla prinsinn á leikskóla...mun hann Draupnir Dan hata mig fyrir að hafa skilið hann eftir á leikskólanum í dag, eftir 20 ár...vonandi ekki...og svo sannarlega myndi maður snúa þessu öðruvísi ef það væri nokkur möguleiki á því...svona er bara veröldin í dag...köld og grimm


August 23, 2004

Dagurinn í dag var góður dagur...ég er farinn að sjá fyrir endann á verkefninu mínu og Aldís er komin á gott skrið með verkefnið sitt...skólinn byrjar á morgunn hjá mér eða allavega einhver fundur...síðan er fyrsti skóladagur næsta laugardag...veivei...

Ótrúlegt hvað viðhorfið til náms breytist með árunum...ég man eftir því þegar ég var í menntaskóla og við félagarnir sáum ekkert betra að gera í tímum heldur en sitja á fremsta borði og tefla fyrir framan kennarann...fyrir utan hvað það er nú mikil vanvirðing við kennarann þá var maður bara ekkert að pæla í hvað væri eftir daginn í dag...skóli smóli...rugl og vitleysa... svo fer maður aftur í skólann eftir smá námshlé og viti menn...þetta er bara helvíti gamann ...í raun svo gaman að mann hálf svíður undan því að þurfa einhverntíman að fara að vinna...hvað er nú það...nei ég segi það ekki það verður ágætt að komast í launaða vinnu þegar skólinn er búinn...við Aldís erum orðin svona temmilega þreytt á því að geta ekki keypt okkur föt nema við hátíðleg tækifæri...hvað þá að geta farið út að borða og leyft sér svona smá munað...Lánasjóður Námsmanna hjálpar nú heldur ekkert sérstaklega til...ég fæ til dæmis ca 25 þús kall á mánuði allan þennan vetur í námslán...djók...bara af því að maður nennir að vinna í sumarfríinu...

jæja nóg röfl....það er gaman að vera til og lengi lifi LÍN...

Hlakka til á morgun að sjá hvernig fólk er með mér í skólanum...alltaf svolítið spennandi þegar maður kynnist heilum hóp svona á einu bretti sem maður á kannski eftir að þekkja alltaf....kannski maður reyni að sýna á sér betri hliðina í tilefni dagsins...

heyrumst á morgunn

August 22, 2004

Á dauða mínum átti ég nú von en ekki hvarflaði að mér að vera vísað út úr bíói af því að einhver sauður svindlaði sér inn í salinn og stal þannig sætinu mínu....meira dj...ruglið...

Við Aldís ætluðum loksins að kíkja í bíó...erum notabene ekki búin að fara í slíkt sýningarhús í að verða 2 ár...við ætluðum að sjá mikið umtalað heimildarmynd Fahrenheit 911....mættum í bíóið rétt fyrir átta og þá var uppselt...en af því að við vorum með pössun ætluðum við nú ekki að láta þetta smá mótlæti koma í veg fyrir að við sæjum þessa merku mynd...nei ónei...við fjárfestum því í miða á myndina kl 22:30...nú rétt fyrir þann tíma mætum við skötuhjúin...röðum á okkur bíókonfekti og vöðum inn í salinn...en þá kemur í ljós að öll sæti eru setin og það sem meira var þá voru 6 aðrir í sömu stöðu og við...með miða í hönd en ekkert sæti....hvernig getur þetta gerst....til hvers í veröldinni er verið að útdeila miðum ef þeir þýða svo ekki rassgat...en við fengum frímiða...veiveiveivei...í sárabætur....frábært....right

Alveg hreint merkilegt hvernig lífið snýr manni stundum í hringi og maður veit aldrei hvaðan á mann stendur veðrið...þetta gæti verið vísbending um að maður eigi aldrei að sjá heimildamyndir í kvikmyndahúsi...ég efast allavega um að maður nenni að gera fleiri tilraunir...

Góða nótt

Góða kvöldið...nú má segja að sumarið sé að syngja sitt síðasta...það er allavega ekki neitt sérstaklega sumarlegt við það að vera að byrja í skólanum aftur...en samt frábært

Sumarið er búið að vera alveg hreint frábært...Draupnir Dan vex og dafnar með hverjum deginum og fer sennilega að styttast í það að sá yndislegi drengur fari að flagga skoðunum sínum og deila hugsunum sínum með okkur hinum...hann er allavega farinn að myndast við að segja mamma og pabbi þannig að þetta er allt á réttri leið...

En ég ætla að drífa mig í bíó núna...Við Aldís erum að fara að sjá Fahrenheit 911...á meðan amma Sirrý passar...

Varðandi þetta blogg þá vonast ég til að vera duglegri á komandi vetrarmánuðum enda er sumarfríið búið að vera ansi gott...

þangað til næst
lifið heil