August 22, 2004

Á dauða mínum átti ég nú von en ekki hvarflaði að mér að vera vísað út úr bíói af því að einhver sauður svindlaði sér inn í salinn og stal þannig sætinu mínu....meira dj...ruglið...

Við Aldís ætluðum loksins að kíkja í bíó...erum notabene ekki búin að fara í slíkt sýningarhús í að verða 2 ár...við ætluðum að sjá mikið umtalað heimildarmynd Fahrenheit 911....mættum í bíóið rétt fyrir átta og þá var uppselt...en af því að við vorum með pössun ætluðum við nú ekki að láta þetta smá mótlæti koma í veg fyrir að við sæjum þessa merku mynd...nei ónei...við fjárfestum því í miða á myndina kl 22:30...nú rétt fyrir þann tíma mætum við skötuhjúin...röðum á okkur bíókonfekti og vöðum inn í salinn...en þá kemur í ljós að öll sæti eru setin og það sem meira var þá voru 6 aðrir í sömu stöðu og við...með miða í hönd en ekkert sæti....hvernig getur þetta gerst....til hvers í veröldinni er verið að útdeila miðum ef þeir þýða svo ekki rassgat...en við fengum frímiða...veiveiveivei...í sárabætur....frábært....right

Alveg hreint merkilegt hvernig lífið snýr manni stundum í hringi og maður veit aldrei hvaðan á mann stendur veðrið...þetta gæti verið vísbending um að maður eigi aldrei að sjá heimildamyndir í kvikmyndahúsi...ég efast allavega um að maður nenni að gera fleiri tilraunir...

Góða nótt

No comments: