August 23, 2004

Dagurinn í dag var góður dagur...ég er farinn að sjá fyrir endann á verkefninu mínu og Aldís er komin á gott skrið með verkefnið sitt...skólinn byrjar á morgunn hjá mér eða allavega einhver fundur...síðan er fyrsti skóladagur næsta laugardag...veivei...

Ótrúlegt hvað viðhorfið til náms breytist með árunum...ég man eftir því þegar ég var í menntaskóla og við félagarnir sáum ekkert betra að gera í tímum heldur en sitja á fremsta borði og tefla fyrir framan kennarann...fyrir utan hvað það er nú mikil vanvirðing við kennarann þá var maður bara ekkert að pæla í hvað væri eftir daginn í dag...skóli smóli...rugl og vitleysa... svo fer maður aftur í skólann eftir smá námshlé og viti menn...þetta er bara helvíti gamann ...í raun svo gaman að mann hálf svíður undan því að þurfa einhverntíman að fara að vinna...hvað er nú það...nei ég segi það ekki það verður ágætt að komast í launaða vinnu þegar skólinn er búinn...við Aldís erum orðin svona temmilega þreytt á því að geta ekki keypt okkur föt nema við hátíðleg tækifæri...hvað þá að geta farið út að borða og leyft sér svona smá munað...Lánasjóður Námsmanna hjálpar nú heldur ekkert sérstaklega til...ég fæ til dæmis ca 25 þús kall á mánuði allan þennan vetur í námslán...djók...bara af því að maður nennir að vinna í sumarfríinu...

jæja nóg röfl....það er gaman að vera til og lengi lifi LÍN...

Hlakka til á morgun að sjá hvernig fólk er með mér í skólanum...alltaf svolítið spennandi þegar maður kynnist heilum hóp svona á einu bretti sem maður á kannski eftir að þekkja alltaf....kannski maður reyni að sýna á sér betri hliðina í tilefni dagsins...

heyrumst á morgunn

No comments: