December 24, 2003

Jæja þá er dagurinn runninn upp, jólatréð stendur skreytt í stofunni, fuglinn kominn í ofninn og ekkert eftir nema skrúbba af sér skítinn og smella sér í sparistellið þannig að maður fari nú ekki í jólaköttinn.

Í tilefni dagsins óska ég ykkur öllum hjartanlega gleðilegra jóla og vona að þið munið eftir því að njóta jólanna í faðmi ástvina og góðra veitinga....

December 23, 2003

enn svíf ég á andlausu skýi og jólin bara að koma...búinn að kaupa alla pakka og gera allt nema kaupa jólatré...hvað er þetta annnars með það að saga niður tré úti í skógi fylla það af allskonar misfallegu drasli, lýsa það upp og stilla upp í stofunni eins og fínasta stofustássi...finnst engum þetta súrealísk hefð nema mér?


December 21, 2003

algjört andleysi svífur yfir vötnum...reynum aftur seinna....

December 20, 2003

I dag fórum við Aldís í Fjarðarkaup og kláruðum jólainnkaupin...ég held svei mér þá að við höfum aldrei verið jafn snemma á ferðinni með jólaundirbúninginn enda orðnir sérlega skipulagðir og ábyrgir foreldrar...Afi Gutti og Árni frændi pössuðu peyjann á meðan við fórum í fjörðinn að versla og var ekki annað að heyra en þeir hefðu allir haft gaman af því og það kom á daginn að við vorum ekki alveg ómissandi í tvo klukkutíma.....en foreldrarnir örlítið stressaðir að skilja strákinn eftir í fyrsta skipti enda gaurinn ekki nema 6 vikna gamall í dag kl 18:33.....Minna frænka hans á líka afmæli í dag 26 ára gömul og "Hafdís Björk " er eins árs í dag....til hamingju með það stelpur.

Þeir sem tóku eftir því þá lét ég undan gríðarlegum þrystingi og tók út músaskottið á síðunni enda hef ég fengið líflátshótanir vegna þessa bæði símleiðis, flugleiðis og sjóleiðis. Ég var hreinlega orðinn órólegur og var hættur að þora að fara út fyrir dyrnar óvopnaður...ég vona að þessar ofsóknir taki enda nú þegar ég hef fjarlægt helv.....skottið....

Svona er maður meðfærilegur...



December 19, 2003

Elskuleg systir mín Olga á afmæli í dag..."Til hamingju elsku Olga mín, ég vona innilega að þú eigir yndislegan dag"...hún dvelur í góðu yfirlæti hjá tengdaforeldrum sínum í Danmörku og er samkvæmt heimildum mínum að borða veislumat akkúrat núna þegar Idol er að byrja hjá okkur frónverjum.....

Í dag fórum við með litla prinsinn okkar í 6 vikna skoðun og reyndist hann heilbrigður á líkama og sál....strákurinn er orðinn 58 cm langur og 5,2 kg......en eins og áður hefur komið fram þá er hann alinn á úrvals vítamínbættum rjóma hjá mömmu sinni....

höfum þetta ekki lengra í bili...Idol er að byrja...

December 18, 2003

jæja gleðifréttir, allar einkunnirnar komnar inn og svo virðist sem ég sé sloppinn fyrir horn þrátt fyrir sjúklegan einbeitingarskort og námsleiða á háu stígi....húrra fyrir því....vorönnin verður síðan með rólegra móti hjá mér, framleiðslustjórnun, Eignastýring hjá Kára vini mínum og BS ritgerðin....takist þetta allt saman þá er maður loksins orðinn viðskiptafræðingur og kominn að krossgötum í lífinu...á ég að læra meira og verða fræðingur eða á maður að demba sér út í atvinnulífið og gerast góður og gegn borgari sem lætur skattpína sig og fara ílla með sig á sem flestan mögulegan hátt.....hmmmm....stefni að svo búnu að því að keyra á mastersnám í fjármálum og tryggja mér þannig hið ljúfa líf sem fylgir skólagöngu allavega næstu tvö árin....skattstjórinn verður víst að bíða eftir hátekjuskattinum frá mér enn um sinn....

December 15, 2003

Jæja....sorgardagur í sögu Íslands....15. desember....eitt umdeildasta frumvarp ársins var afgreitt á innan við viku...silent but deadly....

Mér finnst sérstaklega áhugavert að sjá hvernig atkvæðin féllu og hvernig sjálfstæðismenn reyna að beina sjónum frá því hversu óréttmætt frumvarpið er og að þeim meinta klofningi sem á að vera til staðar í Samfylkingunni. Ég þekki ekki til í samfylkingunni en það að stór hópur manna skuli vera einróma samþykkur einhverju án þess að nokkur hreyfi mótmælum hljómar ekki trúverðugt í mín eyru. Vel má vera að klofningur sé innan samfylkingarinnar vegna formannsefnanna tveggja en það er ekki rétt að draga þá ályktun út frá því hvernig atkvæði féllu í málinu um eftirlaun handhafa forsetavaldsins.

Atkvæði með frumvarpinu greiddu....

Björn Bjarnason D
Bjarni Benediktsson D
Birgir Ármannsson D
Dagný Jónsdóttir Framsókn
Davíð Oddsson D
Einar Oddur Kristjánsson D
Geir H Haarde D
Guðmundur Hallvarðsson D
Guðjón Hjörleifsson D
Guðni Ágústsson Framsókn
Guðmundur Árni Stefánsson Samfylking
Guðjón Ólafur Jónsson Framsókn
Halldór Blöndal D
Hjálmar Árnason Framsókn
Jónína Bjartmarz Framsókn
Jón Kristjánsson Framsókn
Kristinn H Gunnarsson Framsókn
Kjartan Ólafsson D
Magnús Stefánsson Framsókn
Pétur Blöndal D
Páll Magnússon Framsókn
Sigríður Þórðardóttir D
Sigurður Kári Kristjánsson D
Sólveig Pétursdóttir D
Sturla Böðvarsson D
Sigurrós Þorgrímsdóttir D
Tómas Ingi Olricht D
Valgerður Sverrisdóttir Framsókn
Árni Matthiessen D
Árni Magnússon Framsókn

Áhugavert að þeir sem styðja frumvarpið eru 18 sjálfstæðismenn....11 framsóknarmenn og 1 úr samfylkingu.....þeir sem tóku afstöðu á móti tilheyrðu Vinstri Grænum, Frjálslyndum og Samfylkingu....

Er ég eini maðurinn sem finnst þetta einróma samþykki við jafn umdeilt frumvarp og hér um ræðir undarlegt....er virkilega ekki einn einasti aðili í ráðandi meirihluta sem er andsnúinn þessari forgangsröðun alþingis.....

Maður er bara bit

Hvenær verður vakning hér á landi varðandi mikilvægi þess að almenningur sé meðvitaður um hvað gerist á alþingi frá degi til dags....Við kjósum á fjögurra ára fresti á grundvelli óskýrra loforða yfir okkur stjórn til fjörugga ára í senn....iðulega svíkur kjörin stjórn loforð sín eða fer fram hjá þeim með einhverjum hætti þannig að niðurstaðan er eftir sem áður að almenningur í landinu er skilinn eftir í skítnum....af hverju er ekki staðið við göfug loforð til handa öryrkjum...er ekki búið að úthluta öryrkjum nægilegri eymd þó við höldum ekki áfram að auka við eymd þeirra??? Virkja þarf félagsskap sem vekur fólk til vitundar, félagsskap sem sinnir því hlutverki sem verkalýðsforrystan á að sinna....að blása í lúðrana...Björn Bjarnason talar um það á heimsíðu sinni að honum hafi nú ekki sýnst vera nema um 200 manns á Austurvelli að mótmæla frumvarpinu....hann ályktar út frá því að það geti nú ekki verið mikil almenn óánægja með efni þess....ég mótmæli þessu og bendi á að til þess að geta tekið afstöðu til mála þarf almenningur að vita af málunum...ég met blástur verkalýðsfélaganna á þann hátt að hann hafi verið máttlaus þar sem ég heyrði ekki í þeim og bý þó í göngufæri frá miðbænum.....það gafst heldur engum færi á að bregðast við þeirri flýtiafgreiðslu sem frumvarpið fékk...enda frumvarpið lagt fram á þeim tíma sem fólk er almennt annaðhvort að kafna úr prófstressi eða jólastressi og hugsar hvað minnst um það sem er að gerast utan við kassann sinn...þetta er vitað og nýtt

Það er skítalykt af þessu....

December 12, 2003

Kíkið endilega á frumvarpið og dæmi hver fyrir sig.....

Góðan daginn!

Aldrei þessu vant er ég vaknaður fyrir hádegi...sonur minn liggur og tottar dudduna á krúttlegasta mögulega hátt...ég velti því fyrir mér í hvert skipti sem ég skoða hann hvort það sé virkilega hægt að vera svona endalaust fallegur og fullkominn og yndislegur.....get bara ekki að því gert...flestir muna eftir Lisu í simpsons...strákurinn tottar snudduna nákvæmlega þannig...dudududu.....dududududu.....waaaa...dududududu....ekkert smá krúttlegt...en kíkið endilega á "Prinsinn".....er að fara að setja inn nýjar myndir.....

Annars er það af mér að frétta að ég er ennþá súr yfir frumvarpinu sem var lagt til alþingis í gær...Davíð segir í fréttablaðinu í dag að frumvarpið sé nauðsynlegt m.a. vegna þess að það geri atvinnustjórnmálamönnum kleift að hverfa frá stjórnmálunum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagslegri afkomu sinni...ég spyr nú bara í einfeldni minni...er ekki bara hægt að borga þessum aðilum út úr lifeyriskerfinu jafngildi atvinnuleysisbóta...þessum háu herrum finnst restin af þjóðinni ekkert of góður til þess að lifa af þessum bótum...nú þeir ættu þá að geta lifað af þeim sjálfir...það er að segja ef þeir treysta sér ekki til að vinna á almennum vinnumarkaði eftir að hafa slakað á í þinginu...ég get ekki ímyndað mér að fyrrverandi stjórnmálamenn þurfi að vera atvinnulausir eftir störf á alþingi nema þeir kjósi sér það sjálfir...

Eitt annað fannst mér áhugavert í því sem ég sötraði kaffið mitt í morgunn og las fréttablaðið...þar kom fram að sjóðir þeir sem eiga að standa straum á lífeyrisgreiðslum alþingismanna og ráðherra eru á hvínandi rassinum...enginn innistæða....eða nánast enginn...það skýrir hvers vegna frumvarpið kveður á um að ekki skuli greitt í sjóð til að standa straum af lífeyrisgreiðslum þess heldur skuli skuldbindingarnar greiddar beint úr ríkissjóði...þetta er nú alveg hreint með ólíkindum allt saman...

Nú svo finnst mér athugavert við þessi ummæli Davíðs að hann skuli virkilega hafa áhyggjur af fjárhagslegri afkomu sinni á efri árum...þeir sem hafa greitt í lífeyrissjóð alla sína ævi hafa hingað til ekki verið taldir hafa þurft að hafa áhyggjur af efri árunum...nú síst ef tekjurnar eru í takt við forsætisráðherralaun stóran hluta starfsævinnar....maður uppskér jú eins og maður sáir.....

En það hlaut náttúrulega eitthvað undan að láta...ekki er hægt að senda þessa ræfla í seðlabankann endalaust...það myndi nú örugglega ríða þjóðarbúinu að fullu....

Segi og skrifa...þið eruð aumingjar allir með tölu
Hvernig er það? Hvenær ætlum við Íslendingar, það er að segja ótíndur almúgi þessa lands að fara að spýta í lófana og hætta að láta taka okkur í ra.....gatið. Í sama vettvangi og fyrirhugað er að

1) Afnema sjómannaafslátt
2) Hækka fasteignamat - möo hækka fasteignaiðgjöld
3) skéra niður þjónustu á ríkisspítölunum um 1,5 milljarða með tilheyrandi
uppsögnum og vitleysu

og á sama tíma og ekki er séð fram á að hægt sé að efna samkomulag við öryrkja...eitt af kosningaloforðunum í vor, þá á að hækka laun þingflokksformanna stjórnarandstöðuflokkanna um rúmar 200.000 kr....HVAÐ ER MÁLIÐ....engin smá launahækkun....og þetta er bara brot af frumvarpinu...frumvarpið sjálft eru rúmar 20 greinar þar sem þessum aðilum er í meginatriðum veitt önnur og meiri lífeyrisréttindi heldur en almennt gerist um starfsfólk hins opinbera. Í frumvarpinu segir ma að sökum þess að réttindin séu meiri en almennt gerist sbr þetta frumvarp þá sé framlag umræddra launþega til öflunar lífeyrisréttinda látið vera 5% í stað 4% eins og almennt er....

Það er eflaust hægt að rífast fram og til baka um það hvaða raun áhrif þetta frumvarp hefur á útgjöld ríkissjóðs skyldi það verða að lögum en hitt er óumdeilanlegt að það er ansi mikil skítalykt af þessari frumvarpsgerð....var ekki einmitt einn stærsti banki okkar Íslendinga, Kaupþing Búnaðarbanki, í stórhættu í nóvember þegar forsætisráðherra nánast gaf út veiðileyfi á bankann sökum starfslokasamninga stjórnanda...

Maður hlýtur að spyrja sig hvort þetta blessaða land sé ekki hreinlega að fara til andskotans.....á sama tíma og bandaríkjamenn eru að átta sig á kostum þess að reka sterkt heilbrigðiskerfi öllum til handa þá vöðum við áfram í villu og svima og skérum niður útgjöld til heilbrigðismála ár eftir ár....forsvarsmenn ríkisspítalanna hafa gefið það út að almenningur muni koma til með að verða áþreifanlega var við skerðinguna að þessu sinni...erum við tilbúin að sætta okkur við þetta rugl....

Förum öll til Danmerkur og leggjumst á kerfið....;)

December 1, 2003

Monday morning...og ég er búinn að slóra í 3 daga...Aldís upptekinn að gera heimapróf í borgarlandfræði og ég upptekinn við að gera ekki neitt...góður undirbúningur fyrir komandi afslöppun í jólafríinu...

Sá stórmerkilegi atburður átti sér stað í morgunn...og ég furða mig mikið á því að mogginn hafi ekki enn hringt útaf þessu...að sonur okkar Aldísar virtist brosa meðvitað til foreldra sinna í morgunn...og þvílikt bros ;);););) get bara ekki beðið eftir að litli prinsinn fari að sýna smá viðbrögð við stöðugu áreiti foreldra sinna...hjala og hlæja og svoleiðis...

Rakst á auglýsingu í fréttablaðinu í því sem ég var að slaka á í morgun, með kaffibolla í annarri og blaðið í hinni, SKILJUM EKKI BÖRNIN EFTIR EIN!....WOW stingur og sviði niður í rassgat...manni dettur í helst í hug að skella sér til Afríku og reyna að leggja eitthvað af mörkum...þvílíkt hvað gæðum lífs er misdreift...hér sit ég á gamla góða klakanum..sötra kaffið mitt...krúsa í óravíddum internetsins og hef það ógeðslega gott...á meðan sveltur heil heimsálfa og þjáist af sjúkdómum sem fyrir löngu er búið að finna lyf við. Hvað er málið ég bara spyr?

En nóg um það, ég gæti skrifað í allan dag um harmleik afríku, það er allavega af nógu að taka, fletti yfir síðuna og dettur í hug annars ágætis málsháttur "Out of sight....Out of mind"...virkar oft vel..sérstaklega undir svona kringumstæðum þegar maður hreinlega yfirbugast af vanmáttarkennd gagnvart viðbjóðnum sem viðgengst í veröldinni!!

Yfir í allt annað...ég ætla í dag í tilefni þess að ég var að skila þvagprufu uppi á Landsspítala...að votta öllum þeim ....sem þurfa starfs síns vegna að vinna með þvag- og saursýni og hvaða aðra ógeðfellda vessa sem mannsskepnan gefur frá sér....innilega samúð mína með starfsvettvanginn sem þið völduð ykkur...en gott að einhver sinnir þessu sóðastarfi...:)...þið eruð sannkallaðar hvunndagshetjur