December 12, 2003

Góðan daginn!

Aldrei þessu vant er ég vaknaður fyrir hádegi...sonur minn liggur og tottar dudduna á krúttlegasta mögulega hátt...ég velti því fyrir mér í hvert skipti sem ég skoða hann hvort það sé virkilega hægt að vera svona endalaust fallegur og fullkominn og yndislegur.....get bara ekki að því gert...flestir muna eftir Lisu í simpsons...strákurinn tottar snudduna nákvæmlega þannig...dudududu.....dududududu.....waaaa...dududududu....ekkert smá krúttlegt...en kíkið endilega á "Prinsinn".....er að fara að setja inn nýjar myndir.....

Annars er það af mér að frétta að ég er ennþá súr yfir frumvarpinu sem var lagt til alþingis í gær...Davíð segir í fréttablaðinu í dag að frumvarpið sé nauðsynlegt m.a. vegna þess að það geri atvinnustjórnmálamönnum kleift að hverfa frá stjórnmálunum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagslegri afkomu sinni...ég spyr nú bara í einfeldni minni...er ekki bara hægt að borga þessum aðilum út úr lifeyriskerfinu jafngildi atvinnuleysisbóta...þessum háu herrum finnst restin af þjóðinni ekkert of góður til þess að lifa af þessum bótum...nú þeir ættu þá að geta lifað af þeim sjálfir...það er að segja ef þeir treysta sér ekki til að vinna á almennum vinnumarkaði eftir að hafa slakað á í þinginu...ég get ekki ímyndað mér að fyrrverandi stjórnmálamenn þurfi að vera atvinnulausir eftir störf á alþingi nema þeir kjósi sér það sjálfir...

Eitt annað fannst mér áhugavert í því sem ég sötraði kaffið mitt í morgunn og las fréttablaðið...þar kom fram að sjóðir þeir sem eiga að standa straum á lífeyrisgreiðslum alþingismanna og ráðherra eru á hvínandi rassinum...enginn innistæða....eða nánast enginn...það skýrir hvers vegna frumvarpið kveður á um að ekki skuli greitt í sjóð til að standa straum af lífeyrisgreiðslum þess heldur skuli skuldbindingarnar greiddar beint úr ríkissjóði...þetta er nú alveg hreint með ólíkindum allt saman...

Nú svo finnst mér athugavert við þessi ummæli Davíðs að hann skuli virkilega hafa áhyggjur af fjárhagslegri afkomu sinni á efri árum...þeir sem hafa greitt í lífeyrissjóð alla sína ævi hafa hingað til ekki verið taldir hafa þurft að hafa áhyggjur af efri árunum...nú síst ef tekjurnar eru í takt við forsætisráðherralaun stóran hluta starfsævinnar....maður uppskér jú eins og maður sáir.....

En það hlaut náttúrulega eitthvað undan að láta...ekki er hægt að senda þessa ræfla í seðlabankann endalaust...það myndi nú örugglega ríða þjóðarbúinu að fullu....

Segi og skrifa...þið eruð aumingjar allir með tölu

No comments: