April 29, 2008



Rosalega ætlar þetta sumar að láta bíða eftir sér...eins og maður sé ekki búinn að vera nógu spenntur eftir þennan líka súra vetur, amk hvað veðrið varðar. Eftir vinnu í gær var bara bongó blíða hérna heima, sól og svona ekta vorveður...hlýtt og logn...ég rauk auðvitað til og ætlaði sko aldeilis að koma bátnum á flot og út á sjó...tókst ekki alveg að klára málið enda fórum við fjölskyldan í 70 ára afmælisveislu eftir kvöldmat....en svo fór veðrið líka að verða súrt strax eftir kvöldmat...byrjaði að blása og kólna verulega...horfði aðeins á veðurspánna í 10 fréttum á rúv og gat ekki betur séð en það verði rigning og leiðindaveður næstu dagana...lítur samt sæmilega út í dag þó það sé ennþá hvasst....nú á ég bara eftir að blása í tuðruna og skella benzín á tankinn og þá er ég klár í slaginn....get ekki beðið



Myndin er tekin úr Bjarnarey í átt að Heimaey



kv


Baldvin

April 27, 2008


Góð helgi alveg að deyja út...eindæma veðurblíða heima í eyjum eins og endranær enda suðurhafseyja eins og áður hefur komið fram hér á síðunni. Búinn að afreka ýmislegt frá því síðasta færsla fór hér inn...fór á fimmtudaginn til rvk í fermingu hjá Árna bróðir...veislan tókst bara nokkuð vel og var gaman að hitta ættingjana sem maður hittir víst allt of sjaldan. Yndislegt fólk upp til hópa og merkilegt að maður skuli ekki rækta fjölskylduböndin betur...stakk því að nokkrum að það væri snjallt að halda bráðum ættarmót og vonandi verður eitthvað úr því í sumar.


Konan í lífi mínu komst ekki með okkur feðgum í ferminguna þar sem hún var önnum kafin við að halda málverkasýningu með samnemendum sínum á málaranámskeiðinu...þau halda alltaf vorsýningu og hún var sérstaklega glæsileg þetta árið...Aldís átti 7 verk á sýningunni seldi hún 3jú þeirra, eitt var þegar selt en hún fékk að hafa það með á sýningunni...virkilega hipp og kúl myndir hjá konunni minni og er ég rosalega stolltur af framgöngu hennar á listasviðinu....sér í lagi þar sem ég er algjörlega gjörsneyddur öllum listrænum hæfileikum...get ekki teiknað Óla prik án þess að vera með móral yfir því...hún hins vegar skellir fram hverju listaverkinu á fætur öðru með svotil engri fyrirhöfn...


Í gær komst ég svo loksins í að græja "Kittið fram á tuðruna góðu" þá á bara eftir að skipta um olíu á mótornum og aðeins að dunda við græjuna...smyrja í koppa og kannski bóna aðeins til að verja fyrir sumarið...vonandi get ég sjósett í vikunni og farið að sigla hér um úteyjarnar eins og greifi. Sett inn myndir af sjósetningunni þegar þar að kemur.


Í dag er ég svo búinn að vera að rembast í að klára smá tréverk sem ég byrjaði á síðasta sumar...náði ekki að klára það fyrir veturinn vegna anna á ýmsum sviðum...vona líka að ég nái að rumpa því af á næstu vikum...nenni ómögulega að hafa þetta hangandi yfir mér lengur...það eru líka nóg önnur verkefni í kringum þennan kofa í sumar...þarf að mála þakið á húsinu og bílskúrnum, bera á útidyrahurðina og þvottahúshurðina...dytta að girðingunni á stigapallinum...slá garðinn....bera á pallinn....bera á þakkassann og gluggana....Já það er ekki nóg að kaupa kofann...það þarf víst að halda þessu við líka....


Hef þetta ekki lengra að sinni...þoli ekki að lesa langlokublogg sjálfur og efast um að nokkur lesi þetta allt saman...enda tóm vitleysa


over'n'out


P.s. Myndin er af fermingarstráknum Árna Svavari Johnsen...vonandi var fermingardagurinn ánægjulegur og minnisstæður fyrir hann

BJ

April 23, 2008


Þvílíkt hvað ég á greinilega frábæran og þrautseigan lesendahóp...ég var alveg pottþéttur á því að það væri ekki nokkur maður búinn að koma á síðuna síðan ég veit ekki hvenær...en þetta kom mér nú skemmtilega á óvart. Fyrst commentaði konan sem ég sef hjá og elska meira en allt í lífinu...síðan besti vinur minn og loks Berglind kær vinkona okkar hjónanna....maður fyllist bara krafti og trú á að kannski sé bloggið málið....best að vinda sér í það og því ekki byrja á því að setja niður nokkrar línur til minningar um fallna vini...

Það vildi þannig til síðasta haust að ég gerðist fjárbóndi í Bjarnarey...nú til að gera langa sögu stutta þá fór ég um síðustu helgi með félögum mínum í fjárbændafélaginu út að vitja um bústofninn. Við yfirferðina um eyjuna kemur í ljós ein ólukkuleg kind sem liggur afvelta milli þúfna og dautt lamb við hennar hlið...við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að þessi glæsilega kind er ein af mínum...þarna hafði greyið legið í þó nokkurn tíma og var hálf lífvana. Nú eins og sönnum fjárbónda sæmir vippaði ég skepnunni á herðarnar og gekk með hana til bóls og gaf henni þar undraseyði mikið og hresstist hún all verulega við það....við heldum svo áfram erindagjörðum okkar meðan kindin fékk að jafna sig í rólu sem var útbúin til að "rétta hana af", en kindur sem liggja afvelta og geta ekki staðið þarf víst að meðhöndla þannig...þær eru þá hengdar upp eins og þær stæðu í lappirnar...já þetta vissi ég auðvitað ekki...en veit nú

Þegar leið að heimferðartíma var það mat fróðari manna að ekki væri annað að gera en færa sjúklinginn í land til frekari sjúkravistar...Valkosturinn sem er alltaf frekar ómannúðlegur var að setja kúlu í hana á staðnum og útkljá málið þannig. Ég gerði því eins og til var lagt, kindinni var slakað fram af bjarginu og eftir stutta skemmtisiglingu og smá bíltúr á heimalandinu færði ég Aldísi skepnuna heim á Smáragötu í bílskúrinn við mikinn fögnuð Aldísar...nú til að hafa þetta ekki endalaust rollublogg þá endar sagan þannig að kindin góða yfirgaf þessa köldu og grimmu veröld þrátt fyrir talsverða viðleitni af hálfu eiganda hennar og annarra velunnara til að halda í henni lífinu...blessuð sé minning hennar

Vonandi var þessi frásögn úr lífi kindar til þess að kveikja enn frekari áhuga ykkar landkrabbanna, sem búið sunnan og austan við borg óttans, á þeirri paradísareyju sem við byggjum hér í suðrinu.

Áfram Lakers
P.s. Verð í borginni á morgunn í tilefni fermingar Árna Svavars Johnsen litla bróður...við feðgarnir leggjum land undir fót og vonandi verður þjóðvegurinn bara opinn og maður komist í gegnum borgarmörkin án þess að vera gasaður með táragasi eða laminn með kylfu....meira um það í næstu færslu

April 21, 2008

Dagurinn í dag er búinn að vera frekar súr...vaknaði eitthvað asnalega í morgunn og fann það á mér að ég átti bara að vera uppi í rúmi....mér finnst algjörlega vanta í kerfið hjá okkur að maður hringi í vinnuna á svona dögum og segi eins og er....hey...finn feitt á mér að ég ætti að vera heima í dag og ætla að hlusta á mína innri röddu...en nei hvað gerir maður annað en að draga djúpt andann og drullast á lappir...hef í sjálfu sér hvorki afrekað neitt sérstakt né klúðrað neinu afgerandi í dag (amk ekkert sem ég fattaði)....er hins vegar ógeðslega þreyttur og súr orðinn og held ég sleppi bara að fara í heimilisbókhaldið og skattframtalið eins og ég ætlaði mér...það verður að bíða til morguns...hripa frekar niður nokkur orð hérna fyrir dygga lesendur þessa rauntímabloggs sem ég hef haldið úti síðstu misserin.

Við feðgarnir stimpluðum okkur út úr forstofunni kl 8:00 og vorum mættir á leikskólann ca 3 mínútum síðar...hlustuðum á "It´s my life" með Bon Jovi en það er í miklu uppáhaldi hjá Draupni Dan þessa dagana....fyndið hvað hann verður einbeittur og alvarlegur á svip í aftursætinu að fíla rokkið í botn....ég fór svo á skrifstofuna eins og venjulega og hamraði á lyklaborðið eins og djöfsi sjálfur væri að bíða eftir verklokum......verkefnin virðast engan enda taka...eitt tekur við af öðru og það virðist aldrei koma dauður tími af neinu viti....gæti raunar setið við tölvuna og unnið allan sólarhringinn ef ég hefði áhuga og nennu....óvenjumörg spennandi verkefni framundan og mér finnst líklegt að mai mánuður verði mjög annasamur hjá mér....er farinn að hlakka mikið til að taka feitt sumarfrí yfir þjóðhátíðina....kíkja til útlanda með fjölskylduna og flatmaga á einhverri sólarströnd...

Á fimmtudaginn á svo að ferma Árna bróðir....ég skelli mér suður á boginn með börnin og kem heim samdægurs....óþarfi að eyða of mörgum stundum í borg óttans...

Látum þetta duga að sinni þó ég viti að lesendur mínir séu vanir lengri rauntímafærslum....er bara of þreyttur í dag til að skrifa meira af viti...

Áfram Lakers