April 29, 2008



Rosalega ætlar þetta sumar að láta bíða eftir sér...eins og maður sé ekki búinn að vera nógu spenntur eftir þennan líka súra vetur, amk hvað veðrið varðar. Eftir vinnu í gær var bara bongó blíða hérna heima, sól og svona ekta vorveður...hlýtt og logn...ég rauk auðvitað til og ætlaði sko aldeilis að koma bátnum á flot og út á sjó...tókst ekki alveg að klára málið enda fórum við fjölskyldan í 70 ára afmælisveislu eftir kvöldmat....en svo fór veðrið líka að verða súrt strax eftir kvöldmat...byrjaði að blása og kólna verulega...horfði aðeins á veðurspánna í 10 fréttum á rúv og gat ekki betur séð en það verði rigning og leiðindaveður næstu dagana...lítur samt sæmilega út í dag þó það sé ennþá hvasst....nú á ég bara eftir að blása í tuðruna og skella benzín á tankinn og þá er ég klár í slaginn....get ekki beðið



Myndin er tekin úr Bjarnarey í átt að Heimaey



kv


Baldvin

1 comment:

Sturla said...

Víiiiiiiiii loksins loksins loksins!!:-) velkominn til baka!!! :-) Gamana að lesa hvað þú ert að bralla!!! ég skila kveðju!