December 23, 2007



Miðað við bloggafrek mín að undanförnu held ég að mér sé óhætt að gera ráð fyrir að þetta verði síðasta færsla ársins 2007.

Árið 2007 er búið að vera viðburðarríkt og skemmtilegt ár og vonandi verður nýja árið ekki síðra.

Ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og vill minna ykkur á að njóta jóla og áramóta í faðmi fjölskyldu og vina í afslöppun og notalegheitum...sjáumst heil á nýju ári.

December 9, 2007

Ég get ekki á mér setið þrátt fyrir hótanir dyggra lesenda af kvennakyni um uppsögn áskriftarinnar...Við félagarnir í Bjarnarey fórum nefninlega í árlega hrútaferð út í eyju...það var alveg óborganlegt að fylgjast með þessum kvikindum þegar við vorum búnir að sigla með þá yfir sundið og hífa þá tugi metra upp með berginu í búrí...þá var þeim auðvitað hleypt út til þess að fara á rollustóðið...það er pottþétt að þeir hafa fundið einhverja lykt eða vitað hvað stæði til því þeir voru ekki fyrr lentir upp á brún fyrr en þeir ruku af stað heldur léttari á sér en venjulega enda mikið kynsvall í vændum hjá þeim næstu vikurnar....5 hrútar og eitthvað nálægt 80-120 rollur...hehehehe

Aldís fór til höfuðborgarinnar með Karítas Ósk á fimmtudaginn og kemur vonandi heim á morgunn. Þær mæðgur ætluðu að heimsækja eitthvað af liði og spóka sig um í borg óttans svona til tilbreytingar frá okkur feðgunum hérna heima. Við Draupnir Dan höfum hins vegar haft nóg að gera...Draupnir Dan fór að bruna með Ásu, Kristínu Rós og Sigurlaugu á Stakkó í dag á meðan ég var úti í eyju...hitti þau svo í bakaríinu og við tókum aðra umferð í bruninu eftir smá hressingu...við kíktum svo til Ásu í kaffi og fórum svo heim í hefðbundið slorfæði...hammara og franskar með massa af majó...síðan kom Sævaldur Örn vinur okkar í heimsókn og hann ætlar að gista hjá okkur í nótt...Sævaldur Örn er ættaður úr Varmadal og er sonur Harðar og Huldu...Það er skemmst frá því að segja að þeir félagarnir eru búnir að úða í sig sælgæti, glápa á vídeó, hlægja sig máttlausa og leika allskonar leiki sem ég kann eiginlega ekki að nefna...ótrúlega stilltir og prúðir saman þ.a. það er lítið fyrir þeim haft...

Á morgunn er svo árleg fimleikasýning en eins og glöggir lesendur vita er Draupnir Dan að æfa fimleika hjá Rán. Sýningin hefst stundvíslega kl 16 í Íþróttamiðstöðinni og hvet ég áhugasama til að mæta og hvetja börnin áfram...ég verð sjálfur mættur í þröngum sokkabuxum svona til að sýna stráknum stuðning í verki....hvet ykkur til að gera það líka...

Bið að heilsa í bili.

December 5, 2007

Í síðustu viku heimsótti ég Þórshöfn á Langanesi. Íbúar Þórshafnar eru öðru hvoru megin við 400 og fyrir utan starfssemi Hraðfrystistöðvarinnar sem varð á þessu ári dótturfélag Ísfélagsins þá er fátt annað að gerast í plassinu hvað atvinnustig varðar. Heimamenn eru þó mjög gestrisnir og var gaman að heimsækja þetta litla sjávarþorp sem má sennilega muna fífill sinn fegurri. Toppurinn á ferðalaginu var svo að vera veðurtepptur á Þórshöfn eina nótt og fá að keyra í gegnum Raufarhöfn sem er svipað þorp og Þórshöfn nema hvað þar er enginn burðarás í atvinnulífinu eins og á Þórshöfn....þaðan á ég margar skemmtilegar minningar frá því í gamla daga þegar ég heimsótti afa og ömmu sem bjuggu á Ríben.....alveg óhlutdrægt verður þó að segjast eins og er að ástandið á norðausturlandi er dapurt....

Af Aldísi er helst að frétta að hún er ennþá í fæðingarorlofi...eyðir mestu af sínum tíma með Karítas Ósk sem vex og dafnar eins og ætlast er til af henni. Dagurinn er frekar afslappaður hjá mæðgunum enda yfirgefum við Draupnir Dan heimilið um 8 á morgnanna og mætum aftur um 16...á milli sopa og knúsa hefur Aldís verið dugleg að mála listaverk og hún er bara djö...klár í því...listræn og skapandi og fær væntanlega góða útrás á þessari tjáningu...núna fyrir jólin er búið að leggja nokkrar pantanir um málverk inn hjá henni og ekkert nema frábært um það að segja...

Draupnir Dan er samur við sig...hann verður meiri unglingur með hverjum deginum sem líður og rökræðir út í eitt við foreldrana, skammar okkur með sömu frösum og við skömmum hann....maður er hreinlega að springa úr hlátri yfir sumu sem kemur upp úr honum.......en pabbi...en pabbi....ég ræð pabbi...skilurðu...má ég vera í fríi í leikskólanum í dag pabbi...mamma leyfir mér...pabbi!..ég er sko alveg að missa þolinmæðina....ótrúlegt hvað hann er orðinn voksen og fölsom síðustu vikurnar....