December 5, 2007

Í síðustu viku heimsótti ég Þórshöfn á Langanesi. Íbúar Þórshafnar eru öðru hvoru megin við 400 og fyrir utan starfssemi Hraðfrystistöðvarinnar sem varð á þessu ári dótturfélag Ísfélagsins þá er fátt annað að gerast í plassinu hvað atvinnustig varðar. Heimamenn eru þó mjög gestrisnir og var gaman að heimsækja þetta litla sjávarþorp sem má sennilega muna fífill sinn fegurri. Toppurinn á ferðalaginu var svo að vera veðurtepptur á Þórshöfn eina nótt og fá að keyra í gegnum Raufarhöfn sem er svipað þorp og Þórshöfn nema hvað þar er enginn burðarás í atvinnulífinu eins og á Þórshöfn....þaðan á ég margar skemmtilegar minningar frá því í gamla daga þegar ég heimsótti afa og ömmu sem bjuggu á Ríben.....alveg óhlutdrægt verður þó að segjast eins og er að ástandið á norðausturlandi er dapurt....

Af Aldísi er helst að frétta að hún er ennþá í fæðingarorlofi...eyðir mestu af sínum tíma með Karítas Ósk sem vex og dafnar eins og ætlast er til af henni. Dagurinn er frekar afslappaður hjá mæðgunum enda yfirgefum við Draupnir Dan heimilið um 8 á morgnanna og mætum aftur um 16...á milli sopa og knúsa hefur Aldís verið dugleg að mála listaverk og hún er bara djö...klár í því...listræn og skapandi og fær væntanlega góða útrás á þessari tjáningu...núna fyrir jólin er búið að leggja nokkrar pantanir um málverk inn hjá henni og ekkert nema frábært um það að segja...

Draupnir Dan er samur við sig...hann verður meiri unglingur með hverjum deginum sem líður og rökræðir út í eitt við foreldrana, skammar okkur með sömu frösum og við skömmum hann....maður er hreinlega að springa úr hlátri yfir sumu sem kemur upp úr honum.......en pabbi...en pabbi....ég ræð pabbi...skilurðu...má ég vera í fríi í leikskólanum í dag pabbi...mamma leyfir mér...pabbi!..ég er sko alveg að missa þolinmæðina....ótrúlegt hvað hann er orðinn voksen og fölsom síðustu vikurnar....

No comments: