November 25, 2007



Búinn að vera latur að blogga síðustu daga en fyrir hvatningu stórvinar míns og æskufélaga Sturla Þorvaldssonar ætla ég að henda inn einni léttri færslu. Í síðustu færslu sagði ég frá tveimur körfuboltaleikjum sem voru þá á döfinni...nokkrum klukkutímum eftir færsluna var komið í ljós að ekkert yrði af leikjunum...bæði Glói og Hamar B gáfu sína leiki gegn okkur og þess vegna ljóst að við fengjum besta körfuboltalið landsins í heimsókn til okkar í bikarkeppninni. Ég mætti á létta æfingu á fimmtudaginn og tók svo frí frá ræktinni á föstudag til að vera vel upplagður á stóra deginum sem var í dag. Lið Keflavíkur mætti stjörnum prýtt með hádegisvélinni til Eyja og leikurinn hófst kl 15:00 eins og til stóð. Ég byrjaði sjálfur inná og þrátt fyrir að vera nokkuð meðvitaðir um að við værum slakara liðið í þessari viðureign vorum við ákveðnir í að gefa ekki tommu eftir...Við stóðum við það og gátum þess vegna gengið út af með höfuðið hátt þrátt fyrir ósigur....hehehe...þeir unnu okkur með 57 stigum ef ég man rétt en ef við skoðum staðreyndir málsins þá mátti svo sem búast við því og jafnvel ennþá verri útreið.......eftir fyrsta leikhluta vorum við flestir orðnir vel andstuttir og formið farið að segja til sín auk þess sem við höfðum ekki æft nein kerfi og gátum því lítið stillt upp. Eitthvað vorum við samt að gera rétt og ég er nokkuð viss um að Keflvíkingarnir hafi ekki átt von á svona mikilli mótspyrnu af okkar hálfu. Sigur þeirra var reyndar aldrei í mikilli hættu...nema reyndar skorðum við fyrstu stig leiksins. Bjössi og Addi stóðu sig mjög vel í bakvarðastöðunni sem er lykillinn ef lið ætlar að mæta alvöru varnarmönnum....ef boltinn kemst aldrei yfir miðju verður lítið úr öðru....aðrir stóðu sig líka mjög vel....allir með stemmninguna í lagi og má sérstaklega hrósa Kristjáni og Óla sem voru að stíga sín fyrstu skref í leik við alvöru körfuboltalið.



Þetta var allavega skemmtilegur leikur, bæði að spila og svo var þetta frábær lyftistöng fyrir uppgang körfuboltans í Eyjum að fá svona glæsilegt íþróttalið til okkar. Eyjamenn voru duglegir að mæta á leikinn og næstum full stúkan í gamla salnum og var virkilega gaman að finna fyrir svona miklum áhuga og stuðningi.



Ég skoraði sjálfur 10 eða 11 stig, átti 2-3 blokk og haug af fráköstum og var nokkuð sáttur við minn hlut í þessum leik nema hvað formið mætti vera betra....það hvarflaði að mér snemma í öðrum leikhluta hvort ég væri að fá hjartaáfall.....hehehehe...og svo líður mér núna í skrokknum eins og ég hafi orðið fyrir bíl...en allt vel þess virði og alltaf gaman að spila alvöru körfubolta...hlakka til að mæta Keflavík aftur og þá tekst okkur vonandi að vinna...



Eftir læri og smá afslöppun hérna heima kíkti ég svo á pöbbann en þar voru liðsfélagarnir og svo auðvitað allt Keflavíkurliðið og dómararnir að fá sér aðeins í tánna því þeir voru veðurtepptir hérna hjá okkur. Mér fannst virðingarvert af Keflvíkingum að mæta með sitt sterkasta lið til okkar þó lykilmenn þeirra hafi spilað minna þá var það dýrmætt fyrir okkur að mæta þeim hér í dag. Alveg frábærir peyjar í þessu liði og gaman að spjalla við þá....ég sagði þeim auðvitað að fyrst þeir hefðu unnið okkur væri fátt annað sem gæti stoppað þá á leiðinni að bikarnum....hehehe



Svo er bara vinnan á morgunn, ég fer til Þórshafnar á miðvikudaginn að taka út dótturfélagið Hraðfrystistöð Þórshafnar. Svo er margt annað spennandi á döfinni hjá okkur þ.a. ég er nokkuð spenntur að mæta í vinnuna....gaman að hafa nóg fyrir stafni og vinna að metnaðarfullum verkefnum.



Hef þetta ekki lengra í bili, bendi á www.ibv.is/karfa fyrir þá sem eru áhugasamir um körfuboltann hjá okkur.



Myndin sem fylgir með er af gullmolanum mínum Draupni Dan, upprennandi fimleikameistara og fjallageit...hann er allavega mjög efnilegur í rimlunum og prílar upp á allt sem hann kemst nálægt.

7 comments:

Anonymous said...

Baldvin! Kommon! Körfuboltablogg...ef þú vilt halda í okkur kvk - lesendur þá verður þú að bjóða okkur upp á eitthvað aðeins kræsilegra en kinda og körfuboltablogg...hahaha
Kv,Sædís skemmtilega :)

Anonymous said...

Hehehehe....já ég skal koma með eitthvað kvenlægt í næstu færslu...verst hvað ég er helvíti karllægur...veit ekki hvort mér tekst að höfða til ykkar kvensanna...

kv
Baldvin

Anonymous said...

Ætlaði að fara að rífa kjaft eins og Sædís en fyrst hún var búin að því þá fær hún að halda því.. en hvern djö$%&%&# er þetta körfuboltablogg hjá þér... hvað er að frétta af Aldísi Baldvin ;-)??haha

Anonymous said...

Dear sports/TV/Movie star.

I saw you in the íþróttafréttir, you showed great fisique and stamina stretching those skanks.

Regards from Kopavogur

Your small friend

Hjalmar

Anonymous said...

hehehehe...já þakka þér fyrir það...ég er auðvitað búinn að æfa eins og besefi til að líta svona út og þetta er árangurinn...

kærar kveðjur til kópavogur

Baldvin langfótur

Anonymous said...

úff maður...sammála skvísunum..en þú ert búin að bæta þig síðan, takk fyrir það :)

Kv,
kona "small friend"

Sturla said...

Ánægður með þetta blogg hjá þér drengur! Hver var síðan lokastaðan í leiknum? 10 stig af 20 er náttúrulega all svakalegur leikur hjá þér!!! Skora helming liðsins er magnað!! :-)

Sturla