November 15, 2007

Ekki nóg með það að vera orðinn 31 árs gamall heldur er ég líka búinn að vera við sömu konuna kenndur í 8 ár samfellt frá og með gærdeginum...enda yndislegast kona í heimi......Ísabella Rún dóttir Hildar Sigursteins var líka 8 ára í gær og vil ég óska henni til hamingju með daginn...maður er svo egócentrískur að muna þá afmælisdaga betur sem tengjast manni svona á einhvern hátt sjálfum....Ísabella fæddist nefninlega sömu nótt og við Aldís kynntumst fyrst....

Alveg frá því ég byrjaði að blogga hefur verið stjarnfræðilega mikið að gera hjá mér...alveg með ólíkindum, spurning hvort það hægist um ef ég hætti að blogga......um helgina þurfum við að leggja lokahönd á jólablað körfuboltafélags ÍBV en það á helst að fara til uppsetningar á mánudaginn...Jóna amma hennar Aldísar á afmæli á laugardaginn og svo eru tveir körfuboltaleikir í Eyjum um helgina.

Fyrri leikurinn er við annarardeildarlið Glóa frá Reykjavík föstudagskvöld kl 20. Seinni leikurinn er bikarleikur við b-lið Hamars á sunnudag kl 15. Hvet alla eyjamenn til að kíkja í íþróttamiðstöðina og hvetja okkur áfram...sérstaklega á sunnudaginn en ef við vinnum þann leik fáum við besta körfuboltalið landsins um þessar mundir, lið Keflavíkur, í heimsókn helgina eftir....snilldin við bikarinn felst einmitt í þessum möguleika...ekki það að við séum sigurstranglegir gegn Keflavík en það væri frábært fyrir uppgang körfunnar í Eyjum að fá svona topplið til okkar. Meira um þetta á www.ibv.is/karfa

Í vinnunni er alltaf sama fjörið....spennandi verkefni og næst á dagskrá að leggjast í áætlunargerð fyrir næsta ár.

Og eins og tíminn líður hratt þá fer bara að líða all hressilega að því að jólin komi...spái því að ég verði of seinn að skrifa jólakortinn og verði á síðustu stundu að velja jólapakkana eins og venjulega...

Samkvæmt æfingadagbókinni er ég búinn að vera rétt rúmlega 10 klst á æfingu frá 22. október...ég finn samt að líkaminn er þreyttur og þetta er akkúrat tíminn sem er svo erfitt að fá sjálfan sig til að halda áfram...alveg klassískt að hætta í ræktinni á þessum punkti...bæði vegna þreytu og svo líka bara skammdegið...það birtir varla til lengur á þessum blessaða klaka....Ég er samt harðákveðinn í því að halda áfram að mæta í ræktina, 3 x í viku lágmark....helst eitt útihlaup í viku líka og kannski 1 körfuboltaleikur líka....maður ætti að vera kominn í sæmilegt form í vor ef þetta tekst...

Jæja ætla að drífa mig í beddann...bið að heilsa

2 comments:

Anonymous said...

Gaman að lesa bloggið þitt stóri frændi. Bloggið mitt er bilað þannig að ég er flutt á http://www.tungirtankar.blog.is

Pakkinn fer að leggja af stað til ykkar. Knúsaðu alla frá okkur.
kv. Emma og co.

Sturla said...

hei... mátt ekki slaka á í blogginu! Gott að koma við og skoða hvað karlinn er að gera! Takk fyrir spjallið um daginn.. alltaf gaman að heyra í karlinum!! Ég bið að heilsa öllum!