December 9, 2007

Ég get ekki á mér setið þrátt fyrir hótanir dyggra lesenda af kvennakyni um uppsögn áskriftarinnar...Við félagarnir í Bjarnarey fórum nefninlega í árlega hrútaferð út í eyju...það var alveg óborganlegt að fylgjast með þessum kvikindum þegar við vorum búnir að sigla með þá yfir sundið og hífa þá tugi metra upp með berginu í búrí...þá var þeim auðvitað hleypt út til þess að fara á rollustóðið...það er pottþétt að þeir hafa fundið einhverja lykt eða vitað hvað stæði til því þeir voru ekki fyrr lentir upp á brún fyrr en þeir ruku af stað heldur léttari á sér en venjulega enda mikið kynsvall í vændum hjá þeim næstu vikurnar....5 hrútar og eitthvað nálægt 80-120 rollur...hehehehe

Aldís fór til höfuðborgarinnar með Karítas Ósk á fimmtudaginn og kemur vonandi heim á morgunn. Þær mæðgur ætluðu að heimsækja eitthvað af liði og spóka sig um í borg óttans svona til tilbreytingar frá okkur feðgunum hérna heima. Við Draupnir Dan höfum hins vegar haft nóg að gera...Draupnir Dan fór að bruna með Ásu, Kristínu Rós og Sigurlaugu á Stakkó í dag á meðan ég var úti í eyju...hitti þau svo í bakaríinu og við tókum aðra umferð í bruninu eftir smá hressingu...við kíktum svo til Ásu í kaffi og fórum svo heim í hefðbundið slorfæði...hammara og franskar með massa af majó...síðan kom Sævaldur Örn vinur okkar í heimsókn og hann ætlar að gista hjá okkur í nótt...Sævaldur Örn er ættaður úr Varmadal og er sonur Harðar og Huldu...Það er skemmst frá því að segja að þeir félagarnir eru búnir að úða í sig sælgæti, glápa á vídeó, hlægja sig máttlausa og leika allskonar leiki sem ég kann eiginlega ekki að nefna...ótrúlega stilltir og prúðir saman þ.a. það er lítið fyrir þeim haft...

Á morgunn er svo árleg fimleikasýning en eins og glöggir lesendur vita er Draupnir Dan að æfa fimleika hjá Rán. Sýningin hefst stundvíslega kl 16 í Íþróttamiðstöðinni og hvet ég áhugasama til að mæta og hvetja börnin áfram...ég verð sjálfur mættur í þröngum sokkabuxum svona til að sýna stráknum stuðning í verki....hvet ykkur til að gera það líka...

Bið að heilsa í bili.

1 comment:

Anonymous said...

Segðu Aldísi að ég sé ennþá að bíða eftir að hún banki hjá mér..;-)