April 27, 2008


Góð helgi alveg að deyja út...eindæma veðurblíða heima í eyjum eins og endranær enda suðurhafseyja eins og áður hefur komið fram hér á síðunni. Búinn að afreka ýmislegt frá því síðasta færsla fór hér inn...fór á fimmtudaginn til rvk í fermingu hjá Árna bróðir...veislan tókst bara nokkuð vel og var gaman að hitta ættingjana sem maður hittir víst allt of sjaldan. Yndislegt fólk upp til hópa og merkilegt að maður skuli ekki rækta fjölskylduböndin betur...stakk því að nokkrum að það væri snjallt að halda bráðum ættarmót og vonandi verður eitthvað úr því í sumar.


Konan í lífi mínu komst ekki með okkur feðgum í ferminguna þar sem hún var önnum kafin við að halda málverkasýningu með samnemendum sínum á málaranámskeiðinu...þau halda alltaf vorsýningu og hún var sérstaklega glæsileg þetta árið...Aldís átti 7 verk á sýningunni seldi hún 3jú þeirra, eitt var þegar selt en hún fékk að hafa það með á sýningunni...virkilega hipp og kúl myndir hjá konunni minni og er ég rosalega stolltur af framgöngu hennar á listasviðinu....sér í lagi þar sem ég er algjörlega gjörsneyddur öllum listrænum hæfileikum...get ekki teiknað Óla prik án þess að vera með móral yfir því...hún hins vegar skellir fram hverju listaverkinu á fætur öðru með svotil engri fyrirhöfn...


Í gær komst ég svo loksins í að græja "Kittið fram á tuðruna góðu" þá á bara eftir að skipta um olíu á mótornum og aðeins að dunda við græjuna...smyrja í koppa og kannski bóna aðeins til að verja fyrir sumarið...vonandi get ég sjósett í vikunni og farið að sigla hér um úteyjarnar eins og greifi. Sett inn myndir af sjósetningunni þegar þar að kemur.


Í dag er ég svo búinn að vera að rembast í að klára smá tréverk sem ég byrjaði á síðasta sumar...náði ekki að klára það fyrir veturinn vegna anna á ýmsum sviðum...vona líka að ég nái að rumpa því af á næstu vikum...nenni ómögulega að hafa þetta hangandi yfir mér lengur...það eru líka nóg önnur verkefni í kringum þennan kofa í sumar...þarf að mála þakið á húsinu og bílskúrnum, bera á útidyrahurðina og þvottahúshurðina...dytta að girðingunni á stigapallinum...slá garðinn....bera á pallinn....bera á þakkassann og gluggana....Já það er ekki nóg að kaupa kofann...það þarf víst að halda þessu við líka....


Hef þetta ekki lengra að sinni...þoli ekki að lesa langlokublogg sjálfur og efast um að nokkur lesi þetta allt saman...enda tóm vitleysa


over'n'out


P.s. Myndin er af fermingarstráknum Árna Svavari Johnsen...vonandi var fermingardagurinn ánægjulegur og minnisstæður fyrir hann

BJ

1 comment:

Sturla said...

;-) ég las þetta allt!! Shit... :-)