April 23, 2008


Þvílíkt hvað ég á greinilega frábæran og þrautseigan lesendahóp...ég var alveg pottþéttur á því að það væri ekki nokkur maður búinn að koma á síðuna síðan ég veit ekki hvenær...en þetta kom mér nú skemmtilega á óvart. Fyrst commentaði konan sem ég sef hjá og elska meira en allt í lífinu...síðan besti vinur minn og loks Berglind kær vinkona okkar hjónanna....maður fyllist bara krafti og trú á að kannski sé bloggið málið....best að vinda sér í það og því ekki byrja á því að setja niður nokkrar línur til minningar um fallna vini...

Það vildi þannig til síðasta haust að ég gerðist fjárbóndi í Bjarnarey...nú til að gera langa sögu stutta þá fór ég um síðustu helgi með félögum mínum í fjárbændafélaginu út að vitja um bústofninn. Við yfirferðina um eyjuna kemur í ljós ein ólukkuleg kind sem liggur afvelta milli þúfna og dautt lamb við hennar hlið...við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að þessi glæsilega kind er ein af mínum...þarna hafði greyið legið í þó nokkurn tíma og var hálf lífvana. Nú eins og sönnum fjárbónda sæmir vippaði ég skepnunni á herðarnar og gekk með hana til bóls og gaf henni þar undraseyði mikið og hresstist hún all verulega við það....við heldum svo áfram erindagjörðum okkar meðan kindin fékk að jafna sig í rólu sem var útbúin til að "rétta hana af", en kindur sem liggja afvelta og geta ekki staðið þarf víst að meðhöndla þannig...þær eru þá hengdar upp eins og þær stæðu í lappirnar...já þetta vissi ég auðvitað ekki...en veit nú

Þegar leið að heimferðartíma var það mat fróðari manna að ekki væri annað að gera en færa sjúklinginn í land til frekari sjúkravistar...Valkosturinn sem er alltaf frekar ómannúðlegur var að setja kúlu í hana á staðnum og útkljá málið þannig. Ég gerði því eins og til var lagt, kindinni var slakað fram af bjarginu og eftir stutta skemmtisiglingu og smá bíltúr á heimalandinu færði ég Aldísi skepnuna heim á Smáragötu í bílskúrinn við mikinn fögnuð Aldísar...nú til að hafa þetta ekki endalaust rollublogg þá endar sagan þannig að kindin góða yfirgaf þessa köldu og grimmu veröld þrátt fyrir talsverða viðleitni af hálfu eiganda hennar og annarra velunnara til að halda í henni lífinu...blessuð sé minning hennar

Vonandi var þessi frásögn úr lífi kindar til þess að kveikja enn frekari áhuga ykkar landkrabbanna, sem búið sunnan og austan við borg óttans, á þeirri paradísareyju sem við byggjum hér í suðrinu.

Áfram Lakers
P.s. Verð í borginni á morgunn í tilefni fermingar Árna Svavars Johnsen litla bróður...við feðgarnir leggjum land undir fót og vonandi verður þjóðvegurinn bara opinn og maður komist í gegnum borgarmörkin án þess að vera gasaður með táragasi eða laminn með kylfu....meira um það í næstu færslu

1 comment:

Anonymous said...

Til hamingju með myndlistarsýningu konunnar! Hefði gjarnan viljað sjá verkin, enda er hún mjög fær í sínu fagi :)

Knús og kossar frá okkur í Stíflunni (roðn).

Biðjum að heilsa.

Kv. Emma