April 21, 2008

Dagurinn í dag er búinn að vera frekar súr...vaknaði eitthvað asnalega í morgunn og fann það á mér að ég átti bara að vera uppi í rúmi....mér finnst algjörlega vanta í kerfið hjá okkur að maður hringi í vinnuna á svona dögum og segi eins og er....hey...finn feitt á mér að ég ætti að vera heima í dag og ætla að hlusta á mína innri röddu...en nei hvað gerir maður annað en að draga djúpt andann og drullast á lappir...hef í sjálfu sér hvorki afrekað neitt sérstakt né klúðrað neinu afgerandi í dag (amk ekkert sem ég fattaði)....er hins vegar ógeðslega þreyttur og súr orðinn og held ég sleppi bara að fara í heimilisbókhaldið og skattframtalið eins og ég ætlaði mér...það verður að bíða til morguns...hripa frekar niður nokkur orð hérna fyrir dygga lesendur þessa rauntímabloggs sem ég hef haldið úti síðstu misserin.

Við feðgarnir stimpluðum okkur út úr forstofunni kl 8:00 og vorum mættir á leikskólann ca 3 mínútum síðar...hlustuðum á "It´s my life" með Bon Jovi en það er í miklu uppáhaldi hjá Draupni Dan þessa dagana....fyndið hvað hann verður einbeittur og alvarlegur á svip í aftursætinu að fíla rokkið í botn....ég fór svo á skrifstofuna eins og venjulega og hamraði á lyklaborðið eins og djöfsi sjálfur væri að bíða eftir verklokum......verkefnin virðast engan enda taka...eitt tekur við af öðru og það virðist aldrei koma dauður tími af neinu viti....gæti raunar setið við tölvuna og unnið allan sólarhringinn ef ég hefði áhuga og nennu....óvenjumörg spennandi verkefni framundan og mér finnst líklegt að mai mánuður verði mjög annasamur hjá mér....er farinn að hlakka mikið til að taka feitt sumarfrí yfir þjóðhátíðina....kíkja til útlanda með fjölskylduna og flatmaga á einhverri sólarströnd...

Á fimmtudaginn á svo að ferma Árna bróðir....ég skelli mér suður á boginn með börnin og kem heim samdægurs....óþarfi að eyða of mörgum stundum í borg óttans...

Látum þetta duga að sinni þó ég viti að lesendur mínir séu vanir lengri rauntímafærslum....er bara of þreyttur í dag til að skrifa meira af viti...

Áfram Lakers

3 comments:

Anonymous said...

...omg..og ég sem hélt að þú værir að gera skattaframtalið...

minn dagur var bara fínn...er reyndar að rembast við að klára að mála mynd sem vill ekki klárast...skemmtilegt að hafa samskipti við þig á netinu Baddi minn...

Við erum bara Cool og hlustum á jón báví í botni...its our life

Anonymous said...

vá bara nýtt blogg og ekkert minnst á kindina kæru..ég samhryggist þér ; (

Á meðan þið hjónin eruð ekki farin að tala saman á msn á kvöldin sleppur þetta ; )

Kveðja úr sveitinni við hlið borgar óttans

Sturla said...

Össss var ég að missa af því að þú færir í gang aftur!! Búið að vera alveg brjálað að gera hjá mér og ég hef ekki haft tíma að skoað blogg sem er ekki actíft!! :-) en ég mun ss. byrja að lesa þig maður!! :-) go go go go