May 4, 2008

Takk fyrir kveðjurnar Stu, skemmir ekki fyrir að fá hvatninguna.

Margt skemmtilegt hefur rekið á fjöruna mína síðan ég blaðraði hér síðast...ég neyddist því miður til að vanvirða merkingu 1.mai, frídag verkalýðsins því ég varð að undirbúa kynningu daginn eftir. Gerði allt samt mjög hægt og óskilvirkt til þess að fara ekki mjög ílla með þetta. Þann sama dag héldum við í stjórn körfuknattleiksfélags ÍBV aðalfund vegna rekstrarársins 2007. Í beinu framhaldi var uppskéruhátíð yngri flokkanna og þar fékk ég þann heiður að afhenda efnilegum körfuboltamönnum framtíðarinnar í Vestmannaeyjum viðurkenningar fyrir góðan árangur á tímabilinu.

Við hjónin vorum svo boðin í æðislega taílenska kjúklíngasúpu hjá Siggu og Frikka um kvöldið. Föstudagurinn gekk svo í garð bjartur og fagur...við flugum þrír vinnufélagarnir á Bakka og vorum svo mættir á fund í Reykjavík kl 10. Flugum svo tilbaka frá Bakka kl 19:00 og vorum mættir á eyjuna fögru aftur...set eina mynd hér með sem ég tók úr flugvélinni um morguninn....ég þreytist aldrei á þessu útsýni...

Í gær fórum við fjölskyldan svo öll í það verkefni að sjósetja bátinn góða...það gekk auðvitað eins og í sögu og verður nú hægt að skella sér í siglingu með minnsta fyrirvara....Við Aldís og Draupnir Dan buðum Jóhönnu Ýr og Gísla Hrafni með okkur í smá siglingu út í Klettshelli en því miður var kominn frekar mikill austankaldaskítur þ.a. við fórum ekkert lengra...ég skutlaði farþegunum fljótlega í land en fór sjálfur í smá áhættusiglingu út að Bjarnarey...það voru svona léttar öldur og þvílíkt gaman að leika sér þó maður blotnaði smá....tók sérstaklega eftir því að það virtist vera talsvert mikið af svartfugli í berginu sem...ég hef reyndar ekki mikið vit á þessu en hef svona netta tilfinningu fyrir því að ástandið á svartfuglinum og lundanum sem hefur verið síðustu 2-3 ár sé að lagast...ég vona það amk...Þetta kemur þó allt í ljós...ég fer væntanlega í egg upp úr miðjum mai og þá sjáum við hvernig svartfuglsvarpið heppnast....leyfi ykkur að fylgjast með þessu....

Gærdagurinn endaði svo í frábæru partýi...við í Körfuboltastjórninni og makar hittumst heima hjá Steina og Díönnu...veislan byrjaði á grilluðum hvítlaukslegnum humri, því næst grillaður sólkoli og rauðspretta....aðalrétturin var svo nautasteik og lambasteik ásamt kússkúss, salati, sérlöguðum kartöflum og sósu að hætti Aldísar....þetta rann allt saman þvílíkt ljúft niður enda frábær félagsskapur og bjart framundan í körfunni í Eyjum ef stemmningin verður svona í kringum þetta áfram...rokkuðum til að ganga tvö um nóttina en þá fórum við hjónin heim að leysa barnapíuna af.

Daginn í dag er ég svo búinn að nota til að slappa ærlega af eftir amstur síðustu viku...safna kröftum fyrir næstu viku enda næg verkefni framundan....Fór reyndar á fætur kl 09 í morgunn og setti Karítas Ósk út í vagn...settist svo við tölvuna og horfði á mynd sem ég sótti með einhverju torrentdóti á netinu í gær....barnapían kenndi mér hvernig á að gera þetta og kann ég henni bestu þakkir fyrir....við fjölskyldan fórum svo í nettan ísbíltur eftir hádegið og svo lagði ég mig til að ganga 19 í kvöld....þá kom vinur hans Draupnis Dan í heimsókn sem á heima í Reykjavík...hann Heimir Freyr...þeir eru sko bestu vinir en hittast sjaldan eftir að Heimir Freyr og Co fluttu til Reykjavíkur...Þar sem veðrið lagaðist mikið undir kvöldið bauð ég þeim félögunum með mér í bátsferð og leiddist þeim það ekki að hringsóla í kringum stóru skipin sem voru að manúera í höfninni....

Merkilegasta frétt dagsins er hins vegar af Karítas Ósk Baldvinsdóttir en sú skvísa er farin að myndast við að segja mamma...alveg að verða 8 mánaða gömul...algjör engill litla elskan mín eins og stóri bróðir hennar.

Læt þetta duga í dag enda löngu orðið langlokublogg

1 comment:

Sturla said...

jó!!! Ekkert stopp maður!!! Ég las þessa samdægurs!!! Meira... hvað gerir fólkið í eyjum!!!