December 20, 2003

I dag fórum við Aldís í Fjarðarkaup og kláruðum jólainnkaupin...ég held svei mér þá að við höfum aldrei verið jafn snemma á ferðinni með jólaundirbúninginn enda orðnir sérlega skipulagðir og ábyrgir foreldrar...Afi Gutti og Árni frændi pössuðu peyjann á meðan við fórum í fjörðinn að versla og var ekki annað að heyra en þeir hefðu allir haft gaman af því og það kom á daginn að við vorum ekki alveg ómissandi í tvo klukkutíma.....en foreldrarnir örlítið stressaðir að skilja strákinn eftir í fyrsta skipti enda gaurinn ekki nema 6 vikna gamall í dag kl 18:33.....Minna frænka hans á líka afmæli í dag 26 ára gömul og "Hafdís Björk " er eins árs í dag....til hamingju með það stelpur.

Þeir sem tóku eftir því þá lét ég undan gríðarlegum þrystingi og tók út músaskottið á síðunni enda hef ég fengið líflátshótanir vegna þessa bæði símleiðis, flugleiðis og sjóleiðis. Ég var hreinlega orðinn órólegur og var hættur að þora að fara út fyrir dyrnar óvopnaður...ég vona að þessar ofsóknir taki enda nú þegar ég hef fjarlægt helv.....skottið....

Svona er maður meðfærilegur...



No comments: