December 15, 2003

Jæja....sorgardagur í sögu Íslands....15. desember....eitt umdeildasta frumvarp ársins var afgreitt á innan við viku...silent but deadly....

Mér finnst sérstaklega áhugavert að sjá hvernig atkvæðin féllu og hvernig sjálfstæðismenn reyna að beina sjónum frá því hversu óréttmætt frumvarpið er og að þeim meinta klofningi sem á að vera til staðar í Samfylkingunni. Ég þekki ekki til í samfylkingunni en það að stór hópur manna skuli vera einróma samþykkur einhverju án þess að nokkur hreyfi mótmælum hljómar ekki trúverðugt í mín eyru. Vel má vera að klofningur sé innan samfylkingarinnar vegna formannsefnanna tveggja en það er ekki rétt að draga þá ályktun út frá því hvernig atkvæði féllu í málinu um eftirlaun handhafa forsetavaldsins.

Atkvæði með frumvarpinu greiddu....

Björn Bjarnason D
Bjarni Benediktsson D
Birgir Ármannsson D
Dagný Jónsdóttir Framsókn
Davíð Oddsson D
Einar Oddur Kristjánsson D
Geir H Haarde D
Guðmundur Hallvarðsson D
Guðjón Hjörleifsson D
Guðni Ágústsson Framsókn
Guðmundur Árni Stefánsson Samfylking
Guðjón Ólafur Jónsson Framsókn
Halldór Blöndal D
Hjálmar Árnason Framsókn
Jónína Bjartmarz Framsókn
Jón Kristjánsson Framsókn
Kristinn H Gunnarsson Framsókn
Kjartan Ólafsson D
Magnús Stefánsson Framsókn
Pétur Blöndal D
Páll Magnússon Framsókn
Sigríður Þórðardóttir D
Sigurður Kári Kristjánsson D
Sólveig Pétursdóttir D
Sturla Böðvarsson D
Sigurrós Þorgrímsdóttir D
Tómas Ingi Olricht D
Valgerður Sverrisdóttir Framsókn
Árni Matthiessen D
Árni Magnússon Framsókn

Áhugavert að þeir sem styðja frumvarpið eru 18 sjálfstæðismenn....11 framsóknarmenn og 1 úr samfylkingu.....þeir sem tóku afstöðu á móti tilheyrðu Vinstri Grænum, Frjálslyndum og Samfylkingu....

Er ég eini maðurinn sem finnst þetta einróma samþykki við jafn umdeilt frumvarp og hér um ræðir undarlegt....er virkilega ekki einn einasti aðili í ráðandi meirihluta sem er andsnúinn þessari forgangsröðun alþingis.....

Maður er bara bit

Hvenær verður vakning hér á landi varðandi mikilvægi þess að almenningur sé meðvitaður um hvað gerist á alþingi frá degi til dags....Við kjósum á fjögurra ára fresti á grundvelli óskýrra loforða yfir okkur stjórn til fjörugga ára í senn....iðulega svíkur kjörin stjórn loforð sín eða fer fram hjá þeim með einhverjum hætti þannig að niðurstaðan er eftir sem áður að almenningur í landinu er skilinn eftir í skítnum....af hverju er ekki staðið við göfug loforð til handa öryrkjum...er ekki búið að úthluta öryrkjum nægilegri eymd þó við höldum ekki áfram að auka við eymd þeirra??? Virkja þarf félagsskap sem vekur fólk til vitundar, félagsskap sem sinnir því hlutverki sem verkalýðsforrystan á að sinna....að blása í lúðrana...Björn Bjarnason talar um það á heimsíðu sinni að honum hafi nú ekki sýnst vera nema um 200 manns á Austurvelli að mótmæla frumvarpinu....hann ályktar út frá því að það geti nú ekki verið mikil almenn óánægja með efni þess....ég mótmæli þessu og bendi á að til þess að geta tekið afstöðu til mála þarf almenningur að vita af málunum...ég met blástur verkalýðsfélaganna á þann hátt að hann hafi verið máttlaus þar sem ég heyrði ekki í þeim og bý þó í göngufæri frá miðbænum.....það gafst heldur engum færi á að bregðast við þeirri flýtiafgreiðslu sem frumvarpið fékk...enda frumvarpið lagt fram á þeim tíma sem fólk er almennt annaðhvort að kafna úr prófstressi eða jólastressi og hugsar hvað minnst um það sem er að gerast utan við kassann sinn...þetta er vitað og nýtt

Það er skítalykt af þessu....

No comments: