December 18, 2003

jæja gleðifréttir, allar einkunnirnar komnar inn og svo virðist sem ég sé sloppinn fyrir horn þrátt fyrir sjúklegan einbeitingarskort og námsleiða á háu stígi....húrra fyrir því....vorönnin verður síðan með rólegra móti hjá mér, framleiðslustjórnun, Eignastýring hjá Kára vini mínum og BS ritgerðin....takist þetta allt saman þá er maður loksins orðinn viðskiptafræðingur og kominn að krossgötum í lífinu...á ég að læra meira og verða fræðingur eða á maður að demba sér út í atvinnulífið og gerast góður og gegn borgari sem lætur skattpína sig og fara ílla með sig á sem flestan mögulegan hátt.....hmmmm....stefni að svo búnu að því að keyra á mastersnám í fjármálum og tryggja mér þannig hið ljúfa líf sem fylgir skólagöngu allavega næstu tvö árin....skattstjórinn verður víst að bíða eftir hátekjuskattinum frá mér enn um sinn....

No comments: