December 1, 2003

Monday morning...og ég er búinn að slóra í 3 daga...Aldís upptekinn að gera heimapróf í borgarlandfræði og ég upptekinn við að gera ekki neitt...góður undirbúningur fyrir komandi afslöppun í jólafríinu...

Sá stórmerkilegi atburður átti sér stað í morgunn...og ég furða mig mikið á því að mogginn hafi ekki enn hringt útaf þessu...að sonur okkar Aldísar virtist brosa meðvitað til foreldra sinna í morgunn...og þvílikt bros ;);););) get bara ekki beðið eftir að litli prinsinn fari að sýna smá viðbrögð við stöðugu áreiti foreldra sinna...hjala og hlæja og svoleiðis...

Rakst á auglýsingu í fréttablaðinu í því sem ég var að slaka á í morgun, með kaffibolla í annarri og blaðið í hinni, SKILJUM EKKI BÖRNIN EFTIR EIN!....WOW stingur og sviði niður í rassgat...manni dettur í helst í hug að skella sér til Afríku og reyna að leggja eitthvað af mörkum...þvílíkt hvað gæðum lífs er misdreift...hér sit ég á gamla góða klakanum..sötra kaffið mitt...krúsa í óravíddum internetsins og hef það ógeðslega gott...á meðan sveltur heil heimsálfa og þjáist af sjúkdómum sem fyrir löngu er búið að finna lyf við. Hvað er málið ég bara spyr?

En nóg um það, ég gæti skrifað í allan dag um harmleik afríku, það er allavega af nógu að taka, fletti yfir síðuna og dettur í hug annars ágætis málsháttur "Out of sight....Out of mind"...virkar oft vel..sérstaklega undir svona kringumstæðum þegar maður hreinlega yfirbugast af vanmáttarkennd gagnvart viðbjóðnum sem viðgengst í veröldinni!!

Yfir í allt annað...ég ætla í dag í tilefni þess að ég var að skila þvagprufu uppi á Landsspítala...að votta öllum þeim ....sem þurfa starfs síns vegna að vinna með þvag- og saursýni og hvaða aðra ógeðfellda vessa sem mannsskepnan gefur frá sér....innilega samúð mína með starfsvettvanginn sem þið völduð ykkur...en gott að einhver sinnir þessu sóðastarfi...:)...þið eruð sannkallaðar hvunndagshetjur



No comments: