August 25, 2004

Þetta leikskólavesen er algjörlega að fara með mig...Draupnir Dan er sem sagt byrjaður á leikskólanum Sólgarði hérna niðri í horninu þar sem við búum...svo sem stutt að fara og frábærar konur að vinna þarna á leikskólanum og sérstaklega indæl hun Sylvía sem er með Draupni Dan...hún tekur alltaf á móti honum og knúsar hann og reynir að gera þetta auðveldara fyrir hann...en nema hvað drengurinn er bara ekki alveg sáttur við að vera rifinn svona snemma upp á morgnanna og hefur nær undantekningalaust grátið þegar við skiljum hann eftir á morgnanna...það væri alveg eins hægt að rífa úr manni hjartað með plastskeið...þvílík átök og maður tekur alveg út fyrir þetta...þær segja samt að hann sé fljótur að jafna sig og maður reynir að sannfæra sjálfan sig um að hann fái eitthvað út úr þessu varðandi félagslegan þroska og svoleiðis en maður lifandi hvað ég vona að hann fari bráðum að fíla sig þarna og þessi skilnaðarstund verði ekki eins erfið...

Svo vakna spurningarnar innra með manni...er maður ömurlegt foreldri að senda litla prinsinn á leikskóla...mun hann Draupnir Dan hata mig fyrir að hafa skilið hann eftir á leikskólanum í dag, eftir 20 ár...vonandi ekki...og svo sannarlega myndi maður snúa þessu öðruvísi ef það væri nokkur möguleiki á því...svona er bara veröldin í dag...köld og grimm


No comments: