September 2, 2004

Kominn tími á að blogga...maður dettur alltaf í sama farið með þetta....enda letihaugur að eðlisfari!!

Annars er lítið að frétta, Draupnir Dan er aðeins farinn að sætta sig betur við þetta leikskólastand...en alveg hreint andstyggilegt að skilja drenginn svona eftir...ætli hann muni eftir þessu þegar hann verður fullorðinn???

Skólinn er byrjaður á fullu...þvílíkt hvað ég er ánægður með að hafa skellt mér í þetta...eintómir snilldaráfangar...Aldís þarf bókstaflega lokka mig upp úr kennslubókunum...þetta er svo áhugavert...vonandi bar að þetta skili einhverjum aur í kassann þegar námið er búið...

Nú svo er Aldís að skila Bs ritgerðinni sinni á morgunn...það er að segja fyrstu skil...svo eru lokaskil eftir mánuð...Það er nú aldeilis tilefni til veisluhalda enda verður hér mikil hátíð á morgunn...brauðterta og afmæliskók...reyndar í afmæli hjá Hrefnu en engu að síður...veisla skal það vera...

Viðfangsefnið hennar er ímynd Vestmannaeyja og ég verð bara að segja að þetta er hreint snilldarstykki hjá konunni minni...enda ekki við öðru að búast...




No comments: