October 7, 2003

Í dag er próflestur...ég er að fara í próf á morgun í Alþjóðavæðingu sem er kennt af snillingi miklum sem heitir Jón Ormur Halldórsson....Maðurinn er hrein uppspretta fróðleiks og hreint ótrúlega gaman að sitja tíma hjá manninum. En þrátt fyrir það nenni ég ekki í próf, hvað þá að lesa fyrir próf. 300 blaðsíður af blaðri um alþjóðavæðingu, áhrifum bandarískrar menningar á restina af heiminum og svo mætti lengi telja..viðfangsefnið er skemmtilegt í umræðum en að svara krossaprófi verður ansi snúið. 13 krossar....allir möguleikar jafnréttir og engin útilokar annan...má svara mörgu við hvern kross....oooojjjjjbara

Burt séð frá próflestri er dagurinn með ólíkindum æðislegur og lítur út fyrir stórafrek af minni hálfu í dag þar sem ég ætla að sitja á rassinum og lesa í allllannn dag.....síðan ætla ég heim og gera það sem mér finnst skemmtilegast að gera þessa dagana...það er að strjúka bumbunni á konunni og spjalla við væntanlegan erfingja ættarveldisins sem við hjónin eigum eftir að koma upp....

Morgundagurinn verður ekki síður áhugaverður en þá tekur við spennandi verkefni í aðgerðagreiningu eftir skemmtilegt próf hjá manninum sem lætur manni líða eins og hann sé að segja manni lausnina á lífsgátunni.....

En best að standa við stóru orðin og fara að lesa.....;)

No comments: