April 29, 2004

Jæja þá eru öfgarnar búnar að taka völdinn...allt í anda sporðdrekans...Nú er vaðið í ræktina kl 6 á morgnanna...brennt í klukkutíma og síðan lyft smá...tilhugsunin um að smella sér á skýluna í Króatíu er óneitanlega hvatning til þess að reyna að hefla af sér varadekkið...eða allavega reyna að gera það straumlínulaga...fyndið hvað maður er samdauna eigin skítalykt og sér ekki majónespollana fyrr en maður er mættur í ræktina fyrsta dag í átaki...þá er tilefni taugaáfalls orðið slíkt að manni er skapi næst að hlaupa í Eden og smella í sig einni brauðtertu...með gosi...og skippa þessari heilsudellu...sjálfsafneitun at it´s finest..

Sjáumst þvengmjó á morgunn...en þá verður farið í að vinna á brunkunni og reyna að endurheimta hvíta litinn á tönnunum...kallast þetta midlife crisis eða bara almennt ógeð á sjálfum sér....

Að öðru leyti þá er ritgerðin komin til skila...fæ endurgjöf á mánudaginn og þá fer nú að sjá fyrir endann á þessu viðskiptafræðinámi...

Draupnir Dan er orðinn 73 cm og 7,5 kg...hoj og slank eins og foreldrarnir...hann dafnar eins og blóm í eggi enda með fallegustu brjóst hérna megin Rínardalsins sér til halds og trausts...

No comments: