November 2, 2003

Arnar og Marín voru hérna áðan með nýjasta og yndislegasta prinsinn...hann er algjört æði...að hugsa sér að eftir innan við mánuð þá verðum við Aldís í sömu sporum og þau með lítinn prins eða litla prinsessu í höndunum...algjörlega nýr og ómótaður einstaklingur...algjörlega ómengaður...veit ekki hvað er að heiminum og finnst bara æðislegt að finna lyktina af mömmu og pabba svo ekki sé minnst á að fá að sjúga brjóst...reyndar gerir þetta síðastnefnda mikið fyrir margan fullorðinn manninn en anyways.....ég fór að hugsa til þess hvað maður á að gera með svona lítið kríli í höndunum...mann langar náttúrulega bara til þess að knúsa krílið út í hið óendanlega...auðvitað...en hvað svo...hvernig á maður að fara að því að ala barnið sitt upp þannig að það hati mann ekki eftir 20 ár eða segi eitthvað eins og..."æi pabbi þú varst aldrei til staðar þegar ég þurfti á þér að halda...."

Nei bara smá pæling! Ég hef fulla trú á okkur Aldísi, að okkur takist að sleppa sæmilega frá foreldrahlutverkinu og ég hreinlega get ekki beðið...í dag er 2. nóvember og Lars mágur minn á afmæli....Hjertelig til lykke með födselsdagen Lars, håber at du nyder den....auk þess þýðir það að ef Aldís gengur ekki langt fram yfir áætlaðan fæðingardag þá er öruggt að við munum eignast lítinn sporðdreka....og einmitt í þessum mánuði eru nokkrir vinsælir afmælisdagar innan fjölskyldunnar...nú í fyrsta lagi þá á ég afmæli 11. nóvember...Tengdó á sama dag..11 (mamma hans segir að hann eigi afmæli 10...þjóðskráin segir samt 11??) nóvember og mamma hans...amma Jóna er fædd 17. nóvember...Elísa á afmæli 29. nóvember..vonum samt að við þurfum ekki að biða svo lengi...

En ef ég mætti ráða þá kæmi krílið bara núna í nótt...hehehehe...það væri alveg æðislegt..við erum allavega alveg tilbúin.

Nú að lokum ætla ég að skora á alla sem skoða þessa síðu að kommenta í kerfið hjá mér og koma með hugmyndir að fallegum nöfnum.......nú eða bara almennt til að tjá sig

No comments: