November 9, 2007

Afmælisvikan mikla

Draupnir Dan sonur minn átti fjögurra ára afmæli í gær. Hann er orðinn svo fullorðinn og þroskaður þessi elska sérstaklega eftir að hann varð stóri bróðir. Hann tekur það hlutverk alveg sérstaklega alvarlega og er mjög duglegur að passa að litla systir verði ekki fyrir neinu hnjaski, hleypur til þegar snuddan dettur út úr henni og setur aftur uppí. Algjör engill í mannsmynd. Afmælisdagurinn var með rólegra móti enda verður aðalveislan ekki fyrr en á laugardaginn. Þá koma nokkrir krakkar í afmæli og verður þvílíkt fjör hjá okkur. Afi Gunnar Marel er líka að koma í heimsókn, kemur með alla fjölskylduna með Herjólfi í kvöld. Hann á sjálfur afmæli um helgina og svo á undirritaður 31 árs afmæli þann 11 nóv næstkomandi. Það verður því mikið étið af kökum og sukkað um helgina sem er framundan og ég ætla þess vegna að drífa mig í ræktina í hádeginu og taka extra vel á því til að eiga smá inni....fer svo sennilega með kindurnar mínar út í eyju í dag klukkan 15 en það ætti vonandi ekki að taka meira en 2 klst að klára það dæmi og ég þarf þá ekki að hafa áhyggjur af þeim fyrr en næsta vor....

 

Það hefur ekki verið nein gríðarleg umferð um síðuna þannig að væntanlega eru ekki margir sem hafa fundið fyrir bloggleysinu síðustu daga en það er tilkomið út af almennu annríki rithöfundarins og fer vonandi batnandi. Skiljið endilega eftir sporin ykkar ef þið eruð að droppa hérna inn á annað borð...alltaf gaman að vita hverjir eru að lesa þessa þvælu.

 

 

4 comments:

Anonymous said...

Kvitti kvitt

kv Ása

Anonymous said...

Kvitt kvitt líka ...
Kv, Sædís

Anonymous said...

til hamingju með soninn, tengdapabbann og þig sjálfan á afmælisdaginn.. er bara búin að vera að vinna svo mikið að ég er ekki búin að vera í sambandi...passaðu samt að vera ekki of mikið með rollunum, maður veit aldrei hvað geti gerst..

Anonymous said...

nei nákvæmlega....hvað veit maður um tilhugalíf rolla?? maður spyr sig?

aldís