November 3, 2007

Enn ein helgin gengin í garð og jafnframt besti mánuður ársins hafinn. Vikan sem var að líða var yfir meðallagi viðburðarrík...svo viðburðarrík að ég man ekki einu sinni hvað gerðist á mánudaginn...það er svo langt síðan...á þriðjudaginn var stjórnarfundur í körfunni...þar erum við að stefna á umfangsmikla blaðaútgáfu í lok nóvember...deadline fyrir efni og auglýsingar er 12. nóvember...þeir sem þekkja til í fyrirtækjum og vilja leggja sitt af mörkum til uppbyggingar körfunnar í Eyjum hafið endilega samband við mig og kaupið auglýsingu, lógó eða styrktarlínu í blaðið okkar...

Við fjölskyldan fórum svo með Herjólfi upp á land með seinni ferðinni á þriðudaginn...þetta var merkileg ferð fyrir þær sakir að Karítas Ósk var að heimsækja fastalandið í fyrsta skipti frá því við komum til Eyja....Glitnir banki var svo elskulegur að bjóða mér á fjármálaþing á miðvikudaginn og síðan okkur Aldísi á frábæra tónleika með Andrea Bochelli....við gátum auðvitað ekki sleppt þessu tækifæri en það er klárlega meira fyrirtæki að ferðast svona með fjögurra manna fjölskyldu heldur en 3ja manna.....við gistum í góðu yfirlæti hjá tengdó í keflavík...

Fjármálaþingið hjá Glitni var virkilega áhugavert...skemmtileg erindi og gaman að taka þátt í svona atburðum....Tónleikarnir voru auðvitað hápunktur dagsins enda heimsklassalistafólk á sviðinu...mér fannst samt pínu halló að vera að hlusta á svona glæsilegan tónlistarflutning í Egilshöll...hljómburðurinn er ekkert spes þarna og módelið hefði passað betur inn í flott tónlistarhús í Vínarborg eða Róm....ótrúlegt hvernig þetta óperufólk nær að kreista upp þessa tóna...ég fékk svona splattermynd í hugann þegar Andrea snerti hæstu nóturnar í lok hvers lags...ég sá fyrir mér að hausinn á honum hlyti að springa í tætlur á hverri stundu svo mikill var krafturinn.....

Á fimmtudaginn urðum við svo að drífa okkur heim því ég varð að vera viðstaddur undirritun tímamótasamnings Ísfélagsins en við vorum að undirrita smíðasamning á nýju uppsjávarskipi...skipið verður 71,1 m á lengd, 14,4 m á breidd og með burðargetu upp á 2000 tonn....öflugt kælikerfi og rúmlega 6000 hestafla Bergen Diesel aðalvél. Skipasmíðastöðin Asmar í Chile er með verkið en þeir hafa m.a. smiðað rannsóknarskipið Árna Friðriksson RE og eru núna að smíða nýtt varðskip fyrir Landhelgisgæsluna. Nánari upplýsingar um þennan samning má finna í fréttatilkynningu félagsins á www.isfelag.is.

Á föstudaginn var svo vinna as usual...fór í Body Balance tíma í hádeginu í Hressó og svo spilaði ég með ÍBV í leik við KKF Þórir um kvöldið....nánar um það á www.ibv.is/karfa og myndir frá leiknum hér. Þarna er m.a. 2 góðar myndir af undirrituðum.

Í dag er svo stefnan að sinna aðeins börnunum mínum aðeins...Kristján Bjarki er í heimsókn hjá okkur og við strákarnir ætlum að skella okkur í laugina til að slaka aðeins á....kíkjum svo kannskí á bústofninn eftir það og gefum þeim smá brauð....

No comments: