October 29, 2007


Er búinn að velta lengi fyrir mér hvað í andsk.... sé í gangi með sjónvarpsdagskránna....það líður ekki sú kvöldstund sem maður verður ekki vitni að morði, misþyrmingum barna eða fullorðinna eða hvort tveggja....allt heima í stofu og kostar ekki krónu....er það furða að menn séu barðir til dauða í miðbænum um helgar þegar þjóðin horfir meira eða minna bara á ofbeldisþætti eða spítalaþætti....rosalega væri hressandi að fá einhverja tilbreytingu í þetta....það þarf einhver að senda nýja uppskrift að velgengni sjónvarpsþátta til USA....annars væri gaman að sjá hvað eru margar klst af ofbeldistengdu sjónvarpsefni / spítalatengdu sjónvarpsefni á dagskrá í hverri viku.....


Læt fylgja með eina flotta mynd af glæsilegustu eyjunni í Vestmannaeyjaklasanum....og auðvitað flottasti peyjinn líka.....

3 comments:

Sturla said...

Nákvæmlega!! Afhverju heldurðu að ég horfi bara á sci-fi þætti? Það eru fá morð og lítið ofbeldi (yfirleitt... auðvitað til svoleiðis þættir).. en þetta gengur yfirleitt út á skilning og umburðalindi fyrir einhverju sem er öðruvísi!!

:-) Hafið það gott.. skila kveðju á ykkur öll!!

Anonymous said...

ég commentaði hérna í gær og það kom ekki, var fyndið þá sem ég gerði en ekki lengur... haha.. vonandi ertu duglegur að nota uppskriftirnar

Sturla said...

var að kjósa í kosningunni þinni... ég er ekki alveg að skilja svörin sem þú bíður uppá!! hummm.....