October 29, 2007

Skellti inn smá könnun hérna á kantinn...endilega svarið...ég er búinn að vera í pínu endurskoðun varðandi mataræðið undanfarið og hef reynt að vera duglegri að taka þátt í því að elda heima hjá mér....þetta hefur alltaf verið bölvað bögg og vesen að þurfa að elda...fyrst þarf maður að fatta upp á uppskrift...sem getur út af fyrir sig verið algjört pain þegar maður þekkir engar uppskriftir to begin with og hefur kannski 10 mínútur í búðinni til þess að hugsa sig um....yfirleitt endar svoleiðis ákvörðunartaka í pyslum...hamborgurum...steiktum kjúkling...fahijtas...eða einhverju álíka einföldu....sum sé fæðið verður einhæft og leiðinlegt...nú þetta vandamál hefur að sjálfsögðu verið leyst á snilldarlegan hátt á veraldarvefnum á þessari síðu. Nú er hugmyndaleysi að uppskrift ekki lengur gild afsökun....næsta afsökun sem ég hef gjarnan notað er að það sé ekki til í réttinn....þetta má fyrirbyggja með undirbúningi...til dæmis með því að versla inn í hádeginu þegar á að elda....og auðvitað að vera búinn að ákveða hvað á að elda með smá fyrirvara....inni á síðunni góðu er meira að segja hægt að fá uppskriftir fyrir allan mánuðinn fram í tímann....algjör snilld....

Allavega datt í hug að setja inn þessa könnun til að sjá hvernig kvöldmatarvenjur ykkar eru...hef lúmskan grun um að fleiri séu í sömu sporum og eldi frekar eftir skyndihugdettum heldur en að það sé fyrirfram úthugsað....af hverju ættum við ekki að gefa því aðeins gaum hvað við setjum ofaní okkar frá degi til dags...svo sem 15-30 mín á dag...þarf ekki einu sinni að vera svo mikið.....pælið í því hvernig þetta var í gamla daga þegar það var alltaf kvöldmatur kl 18:00 á slaginu....

2 comments:

Anonymous said...

var með fyrsta atkvæðið, vei... en ef þú sendir mér mailið þitt þá get ég sent þér fullt af skemmtilegur uppskriftum...

Anonymous said...

Þetta er snilldar síða, takk fyrir það svona á tímum sjúklegs tímaleysis og þar sem það er líka svo óþolandi að ákveða hvað á að veraí matinn ....