October 29, 2007

Helgin

Í fyrsta skipti lengi var ekkert á dagskrá hjá mér um helgina fyrir utan bara að njóta þess að vera til og vera með fjölskyldunni minni. Við sváfum lengi, horfðum á nokkrar ræmur, fórum í göngutúr með Karítas Ósk í vagninum, kíktum í kaffi og runtuðum um fallegu eyjuna okkar. Algjör snilldarhelgi og maður ætti auðvitað að gera þetta oftar að slaka bara á um helgar. Allt of oft endar helgarfríið í að gera einhverjum öðrum til hæfis eða vinna upp einhver verkefni sem fara hvort eð er ekki neitt....allavega snilldar helgi.

 

Svaf reyndar yfir mig í morgunn, vaknaði við klukkuna kl 6:45...snozzaði og næsta sem ég veit var klukkan orðin 8:05 og við feðgar orðnir of seinir....allt á kafi í snjó í Eyjum aldrei þessu vant og það er ennþá hvít föl yfir öllu þegar þetta er skrifað...vonandi verður þetta samt ekki snjóþungur vetur þó fyrsti vetrardagur sé liðinn...

 

Fór svo í ræktina í hádeginu...massa góður tími en ég fann að það munar talsvert að fá sér aðeins að borða í kaffinu...maður þreytist fyrr ef maður er óétinn...passa það næst...En allavega búinn að mæta í 4 hádegistíma og að fíla þetta í botn að vera að hreyfa mig aftur....manni líður svo vel líkamlega og andlega....hef ekki farið á vigtina ennþá en það kemur að því...sennilega er staðan í dag 110++

 

Mæli með linknum á youtube sem Eygló setti inn í comment við síðustu færslu....þvílíkt hallæri...hahahaha tékk it hérna.

 

No comments: