October 23, 2007

úfff hvað er búið að vera mikið að gera hjá mér síðustu daga....Aldís segir stundum að ég sé óþolandi upptekinn, alltaf að koma mér í einhver verkefni hingað og þangað...hún hefur nokkuð til síns máls og nafnið á síðunni minni er kannski tilvísun í þessa tendensa mína til þess að gera hlutina á öfgafullann hátt...allt eða ekkert...ég er meðvitaður um þessa áráttu mína og reyni að stilla þessu í hófi en einhvern vegin dregst ég alltaf á kaf í það sem ég tek þátt í....

Ég byrjaði að koma mér upp kindastofni í Bjarnarey um daginn....nú er ég fjárbóndi með hálfa tylft fjár í minni eigu...það kostar vinnu og sérstaklega núna undanfarið á meðan ég hef verið að sækja féð til mín...fór t.d. einn dag í eyjuna norður af Bjarnarey til að sækja fé með Gunnari Árnasyni...fyrir það fékk ég eina kind....svo fór ég einn dag með fjárbændum og félögum mínum í Bjarnarey að lyfja féð þar...svo var ég dagpart með Gauja á látrum í smölun á heimalandinu og loks fór ég með Gauja síðasta laugardag kl 8 til að slátra fé...en þar sótti ég síðustu kindina mína þetta árið...bjargaði henni frá slátrun að sinni....

Þegar við komum til Eyja fyrir næstum 2 árum síðan var ég vélaður með gylliboðum inn í starfsemi körfuboltans í eyjum...ég gegni hlutverki gjaldkera/formanns og hef verið að eyða allt of miklum tíma í þá uppbyggingu....það er samt mjög gaman og gefandi starf og ég horfi til þess að á næstu 3 árum verðum við vonandi komnir með lið í úrvalsdeild....gærkvöldið fór til dæmis allt í körfuboltann...ég hélt fund með foreldrum....og það er alveg ótrúlegt hvað þarf að hafa mikið fyrir því að fá fólk til þess að sinna börnunum sínum að þessu leyti....auðvitað eru sumir sem mæta alltaf í öll mót og svoleiðis...sumir droppa inn á æfingum annað slagið....en svo eru aðrir og þetta er amk 40 ef ekki 50 % af hópnum sem þarf að draga á eyrunum að starfseminni...en það finnst öllum sjálfsagt að aðrir leggi krafta sína frítt fram....mætingin á fundinn var reyndar betri en nokkru sinni áður...kannski 40 foreldrar og eftir fundinn vorum við nokkrum samherjum ríkari....það er samt fyndið að standa í pontu og biðja foreldra um að leggja smá áhuga og kannski 2 klst á viku í áhugamál barnsins/barnanna sinna...viðbrögðin eru þannig að allir byrja að horfa niður í lófana á sér og útundan sér og allt í einu er lýsingin í loftinu orðin rosalega áhugaverð...það mætti halda að þau geri ráð fyrir að vera tekin á beinið ef þau bjóða krafta sína fram...eða eitthvað þaðan af verra......en sem betur fer er hinn hluti hópsins duglegur að fylgja börnunum sínum eftir...það einfaldar okkar hlutverk og krakkarnir fá þar af leiðandi betri umgjörð um áhugamálið sitt....

Nú fyrir utan áhugamálin er ég svo er ég í krefjandi starfi sem kallar oft á aukavinnu eða að ég sinni vinnunni tilfallandi eftir reglulegan vinnutíma...ég er reyndar mjög ánægður í vinnunni og geri oft aukaverk að eigin frumkvæði enda hef ég mikinn áhuga á því sem ég er að fást við....

Nýjasti tímaþjófurinn er svo æfingar í Hressó í hádeginu mán, miðv, og fös....þekkjandi eigin tendensa ætla ég að bíða aðeins með að mæta líka í spinning á þri og fim...hehehehe...en það var það sem ég ætlaði eftir fyrstu æfinguna í hádeginu á mánudag...kom heim og sagði Aldísi að ég ætlaði að mæta í spinning kl 6 næsta dag....hehehehe...hún er auðvitað farin að þekkja mig og hló bara að þessu bulli í kallinum....ég fór sem betur fer ekki í spinning því ég var að drepast úr harðsperrum og stífleika þegar ég mætti í annan tímann í hádeginu í gær...svo er einhver tími sem heitir Body Balance í hádeginu á morgunn sem ég ætla að mæta í....spurning hvort maður negli ekki inn svona æfingadagbók á netið eins og Sturla vinur minn og líkamsræktargúrú nr 1 er með....

En nóg um áhugamálin og annríki síðustu daga....framundan er ekkert í planinu...vinna í dag og á morgunn og svo aðgerðalaus helgi...ætla að nota tímann vel og knúsa börnin mín...Aldís er á málaranámskeiði í kvöld þ.a. við Draupnir Dan og Karítas Ósk verðum væntanlega heima að snövla eitthvað...svo ætla ég að hvíla mig rækilega um helgina...Karítas Ósk heldur uppteknum hætti og er stilltasta ungabarn sem við þekkjum til...sefur allar nætur sem er þvílíkur lúxús skillst manni á þeim sem þekkja hina hliðina....Draupnir Dan stóri bróðir er þvílíkt að þroskast og mannast eitthvað þessa dagana...veit ekki hvort það er bara aldurinn eða líka að vera búinn að eignast systkini....hann fer á fimleikaæfingu í dag kl 17 og við Karítas Ósk mætum að sjálfsögðu til að fylgjast með hvað hann er fimur....

4 comments:

Anonymous said...

Djöfulll skil ég þig Baldvin minn- maður getur bara ekki ráðið við sig í að hafa of mikið að gera. Sumir eru bara uppteknir að eðlisfari...´
Gaman að dugnaðinum í ræktinni... þú hefur ekkert rekist á anda minn þarna undanfarið því það er það eina sem sést hefur af mér á líkamsræktarstöðinni....

Bæjó Ása

Anonymous said...

hvar finnur þú allan þennan tíma kæri Baldvin.. hérna er smá grín til að sýna Aldísi
http://www.youtube.com/watch?v=YPnGPIMUnus

Anonymous said...

Sæll vertu Baldvin bóndi! Mér finnst þetta mjög virðulegt allt saman. Til hamingju með litlu prinsessuna, ég hef frétt hvað hún er gullfögur og yndisleg í alla staði...eins og allt hennar fólk að sjálfsögðu.

Kveðja, Ása frænka í Warwick

Anonymous said...

hehehehe....Eygló þetta myndband er to die for....þvílíkt og þriðja eins...heheh

Aldís