October 20, 2007

Linkurinn úr síðustu færslu átti auðvitað að leiða ykkur inn á uppskrift af kjötbollum í brúnni sósu....þetta er klassískur réttur af mínu heimili, mamma hefur einstakt lag á að búa til kjötbollur og þær sem ég útbjó í gær komust ekki alveg á sama stall....samt gaman að prufa að búa þetta til...fljótlegt og þægilegt þó þetta sé kannski ekki hollasti matur í heimi....kjötfars er víst búið til úr einhverju bixi sem maður vill helst ekki vita hvað er skilst manni á þeim sem hafa útbúið svona fars.....kannski svipuð uppskrift og í pyslum...afi talaði alltaf um að þær búnar til úr uppsópinu í sláturhúsinu...vona reyndar að það séu ýkjur en skilst að þær séu svona bixímatur líka....

Vaknaði 7:30 í morgunn og fór að ná í seinna lambið sem ég keypti af Gauja...þeir voru að slátra félagarnir og ég fylgdist með fyrir forvitnissakir....þetta gekk hratt og örugglega fyrir sig og greinilega þrælvanir menn á ferð....bústofninn minn er þá farinn að nálgast að vera 5 talsins og jafnvel er von á að tvær bætist við fyrir veturinn.

En nú ætlum við fjölskyldan að drífa okkur niður í íþróttamiðstöð og fylgjast með körfuboltamóti 9.flokks sem er í gangi núna....áfram ÍBV

No comments: