October 21, 2007

Meistaraflokkur ÍBV lagði Álftnesinga í 1. leik tímabilsins í gærkvöldi...leikurinn var á köflum æsispennandi og áttu leikmenn ÍBV frumkvæðið frá upphafi. Gaman að sjá breytinguna á liðinu frá því í fyrra og vonandi verður þetta áfram á þessu róli hjá okkur. 9. flokkur karla kláraði sína tvo leiki sem þeir þurftu að vinna til að komast upp í A-riðil í næstu umferð...Þetta er þá í fyrsta skipti frá því yngri flokkar félagsins voru stofnaðir sem lið frá ÍBV spilar í efsta riðli. Óska peyjunum í 9. flokki til hamingju með það og leikmönnum mfl auðvitað líka með sinn sigur. Það var gaman að sjá umfjöllun um leikina nánast í rauntíma á báðum vefmiðlunum hér í Eyjum, www.eyjar.net og www.eyjafrettir.is . Svo er auðvitað alltaf hægt að sjá hvað er á döfinni hjá okkur í körfuboltafélaginu á www.ibv.is/karfa .

Annars var það skuggahliðin á þessu móti hjá 9. flokk að lið Þórs frá Þorlákshöfn og KR sýndu mótshaldinu algjöra vanvirðingu með því að stíla inn á flug á laugardagsmorgninum þegar allar veðurspár sýndu ótryggar flugsamgöngur til Eyja um helgina...sú ákvörðun er hins vegar dýrkeypt fyrir liðin því þau fá alla sína leiki dæmda tapaða um helgina.

Áfram ÍBV

No comments: