October 19, 2007

ahhhh....thank god it´s friday.....klisjukent en svo satt...kláraði fæðingarorlofið og byrjaði að vinna á fimmtudaginn kl 8:00....átti erfitt með bara að mæta svona snemma eftir að hafa kúrt í 30 daga amk til kl 9....

Nú sit ég á skrifstofunni...horfi á hauginn sem ég veit að fer ekkert yfir helgina og velti því fyrir mér hvað ég á að elda fyrir fjölskylduna á eftir....það þyrfti einhver að ákveða þetta fyrir mann...hver hefur hugmyndaflug í þúsund tegundir af heimilismat..sem eru allar einfaldar og hráefnið er ódýrt og fáanlegt á eyju....

Ætlaði að elda flottan kjúklingarétt í gær en fann svo enga uppskrift af kjúkling og endaði á því að steikja kjúklinginn í ofninum og bar hann svo fram með hrísgrjónum og tómatssósu...hehehehe...

Hef ákveðið að núna sé þetta í matinn....mmmmm....ætla að drífa í þessu...

Um helgina er svo körfuboltamót og væntanlega verð ég að sækja síðustu kindina mína sem ég ætla að kaupa af Gauja á Látrum....það verður sem sagt nóg að gera um helgina.....fjölskyldan auðvitað efst á blaði...karfan....kindur og margt fleira...kíki kannski í sund með Draupni Dan ef hann er búinn að ná kvefinu úr sér og knúsa Karítas Ósk auðvitað alla helgina ....ljósan kom til okkar í gær og vigtaði dömuna...hún er orðin 5,5 kg mánaðargömul...þyngdaraukningin síðustu vikuna jafngildir því að ég myndi þyngjast um 11 kg á einni viku....úfffff....þyrfti sennilega að borða allan sólarhringinn til þess að ná því.....

No comments: