October 2, 2007

Loksins...næstum því þremur árum síðar kemur næsta færsla...hehehehehe...var að renna yfir eldri færslur hér að neðan og það er sannarlega þess virði að hafa sett þess steypu inn á sínum tíma...gaman að lesa þetta eftir á en alveg spurning hvort maður vill hafa þetta fyrir augunum á hverjum sem er.

Síðan í síðustu færslu hefur margt drifið á daga mína...ég keypti íbúð, skipti um vinnu, tók námshlé sem ætlar nb aldrei að taka enda...ég hætti í vinnunni...(eftir heilt ár...ég flutti til Vestmannaeyja, byrjaði í nýrri og spennandi vinnu, ég trúlofaði mig og gifti mig skömmu síðar. Ég eignaðist mitt annað barn þann 16. september síðastliðinn kl 05:11. Karítas Ósk heitir skvísan og má sjá myndir af henni og stóra bróður hennar inni á barnalandssíðunni þeirra systkinanna...síðan hefur vel að merkja lokast tvisvar á tímabilinu síðan síðasta færsla var sett inn og var síðast opnuð rétt fyrir komu drottningarinnar okkar í heiminn...

Lífið er sannarlega yndislegt og nú tæplega þremur árum eftir að ég bloggaði síðan er ég vonandi eldri og vitrari...eða allavega ekki jafn mikill bjáni...og ég ætla í einlægni minni að gera eina tilraun enn til þess að halda úti bloggi...það er bara svo mikið möst að vera bloggari á tækniöldinni...

2 comments:

Sturla said...

neieieieieieeineienieneienie góðurrrrrrrrrr

Það var nú kominn tími á þetta drengur!! Þetta kallar bara á veislu og fagnaðarlæti!! Velkominn í blogg heima!! ;-) Er ég fyrstur til að kommenta... ;-)

Baldvin said...

Já karlinn, það lítur út fyrir það enda hef ég verið frekar feiminn að dreifa orðinu en ætla að reyna að vera duglegri this time around....það er svo helv.. skemmtilegt að lesa þetta seinna...hehehe bullið sem vellur upp úr manni...