October 10, 2007

Þarf að hafa mig allann við í þessu blogg veseni...finnst ég vera öfgaduglegur en samt eru 8 dagar frá síðustu færslu...ég er ennþá í fæðingarorlofi fram í miðja næstu viku og síðan Karítas Ósk fæddist höfum við verið í því að knúsa nýja fjölskyldumeðliminn og átta okkur á breytingunum sem fylgja breyttu fjölskyldumynstri...tveir krakkar...mér finnst það fullorðins og það er ýmislegt sem þarf að takast á við...Draupnir Dan stóri bróðir er í smá tilvistarkreppu eftir að Karítas Ósk kom inn á heimilið enda var hann búinn að hafa allt dæmið út af fyrir sig í tæp 4 ár...alla athyglina, alla pakkana, alla ástina osfrv....en þrátt fyrir viðbrigðin er hann rosalega góður við litlu systir og segir við alla sem vilja heyra að hann elski litlu systir...hann á það hins vegar til að klappa henni pínu fast...og skilur ekki alveg að hún geti ekki prílað með honum í rimlunum í herberginu hans....hehehehe. Þetta kemur allt saman og ég veit að hann verður besti bróðir í heimi.

Setti líka inn smá myndbrot af stóra bróður þar sem hann er að leika sér að playmobil sem pabbi átti þegar hann var ungur drengur...við sátum feðgarnir heila kvöldstund og lékum okkur að playmobil og kom mér mest á óvart hversu heillegt þetta dót var allt saman....það var á köflum erfitt að greina hvor hefði meira gaman af þessu dundi...pabbi eða stóri bróðir...

3 comments:

Sturla said...
This comment has been removed by the author.
Sturla said...

;-) man sko alveg hvernig þetta var þegar maður var barn... maður bara lá og skáldaði upp sinn eigin heim... maður var gjörsamlega ýmindunar veikur... það er mjöööög góður eiginleiki!!

Baldvin said...

já algjör snilld að fylgjast með stráknum þegar hann dettur í þennan gír...