October 13, 2007


Í dag 13. október 2007 hefði afi minn Árni Hálfdán Johnsen orðið 115 ára gamall væri hann enn á lífi. Ef vera kynni að framliðnir hafi aðgang að internetinu þá óska ég honum innilega til hamingju með daginn og bið fyrir kveðjur til allra sem ég þekki að handan.

Dagurinn var eins og flestir aðrir hér í Vestmannaeyjum nokkuð góður og það rættist meira að segja úr veðrinu eftir sem leið á hann.

Síðustu misseri hef ég tekið upp á því að vakna fyrir allar aldir um helgar...þegar ég segi fyrir allar aldir þá meina ég svona milli 8 og 9 á laugardags og sunnudagsmorgnum...ég er farinn að sækjast eftir því að sinna ákveðnum verkefnum fyrir hádegi þessa frídaga sem ég var áður vanur að nota 100% til þess að sofa út...ég hef til dæmis sóst eftir því að dæma fyrstu leikina í körfuboltamótum hjá ÍBV, milli 9 og 12...áður svaf maður amk til 10 eða 11...á góðum degi gat maður sofið til 13....sem er algjör snilld....ég hef hins vegar ákveðnar áhyggjur af þessari þróun hjá mér...annaðhvort er þetta hluti af því að verða 2ja barna faðir...það eru auðvitað 2 kríli sem sjá til þess að maður sofi ekki mikið lengur en til kl 9:00...eða þetta er skýr vísbending um að ég sé að verða gamall.....

Ég hef í sjálfu sér ekki svo miklar áhyggjur af því að verða of gamall af því mér finnst ég skána með aldrinum...fyrir utan að það er aðeins farið að safnast á belginn...(sem ætti að vera viðráðanlegt ennþá)....það kemst á ákveðinn stöðugleiki í þessu daglega amstri sem gerir manni kleift að takast af æðruleysi á við erfið verkefni sem maður hefði fyrir nokkrum árum síðan bognað undan....auk þess þá kemur maður meiru í verk um helgar ef maður eyðir þeim ekki öllum í svefn....raunar þá græðir maður alveg heilan vinnudag miðað við fyrri svefnvenjur...næsta skref er bara að gera eins og járnfrúin og þjálfa sig upp í að sofa bara 2-3 tíma á sólarhring...

Í tilefni dagsins læt ég fylgja með mynd af afa mínum...og þakka dyggum lesanda mínum og stórvini Sturla Þorvaldssyni fyrir skemmtileg innlegg í bloggið hjá mér og hvet þá sem kunna að ramba á þessa síðu mína til þess að láta ljós sitt skína hvenær sem þörfin til þess kann að vakna...

No comments: