October 15, 2007

Ég er nokkuð ánægður með afrakstur dagsins...ætlaði reyndar aldrei að geta vaknað en það var út af þeirri snilldarhugmynd sem ég fékk í gærkvöldi að fá mér 1 kaffibolla yfir seinni fréttatíma RÚV. Var svo voðalega hissa kl 3 í nótt hvað ég var eitthvað ekki tilbúinn að fara að sofa...eftir bleiuskiptingu og innáskiptingu stóra bróður í hjónarúmið þá náði ég loksins að sofna á bríkinni...vaknaði rúmlega 9, fór á fætur og kom Draupni Dan á leikskólann. Upp úr hádegi kom gröfukarl sem ég var búinn að bíða eftir í nokkrar vikur til að taka jarðveg úr garðinum hjá mér...Aldís er búinn að tönglast á því frá því að framkvæmdirnar hófust hjá mér í mai að það sé eins og hér búi hvítt hyski ef eitthvað sé að marka garðinn...allt í mold og drasli...ekki það að gröfukarlinn hafi verið flöskuhálsinn í framkvæmdunum í sumar heldur hefur þetta bara unnist svona...ég segi alltaf við Aldísi mína þegar hún byrjar að minnast á garðinn að góðir hlutir gerist hægt...dropinn holar steininn osfrv....en allavega Grafarinn mætti eldsprækur og vildi vaða í verkefnið...ég dreif mig því út og fór að segja honum til og eitthvað að djöflast sjálfur....gröfukarlinn var til kl 16 að grafa, tók tvö vörubílshlöss af mold og drasli frá mér en kom aftur með smá vikur... ætlar síðan að koma í fyrramálið með ca 1 hlass af fjörugrjóti þ.a. ég þurfi aldrei aftur að bogra í blómabeði....ég hélt svo áfram að moka í beðinu og hélt svo áfram að smíða kassann upp með vesturhliðinni á húsinu...Ég er þvílíkt spenntur að sjá hvernig þetta kemur út...vonandi verður þetta nett og snyrtilegt...skelli inn myndum af þessu í næsta bloggi ef ég man eftir að taka þær á morgunn.....

Það er skemmst frá því að segja að ég er notalega úrvinda eftir brasið í garðinum...það jafnast engin líkamsrækt á við það að moka með skóflu og djöflast í moldinni...fór í sturtu..rakaði mig og það er alveg á hreinu að ég dett útaf um leið og ég snerti koddann....

Karítas Ósk stækkar og verður mannalegri með hverjum deginum sem líður...hún er 30 daga gömul á morgunn og var orðin rúmlega 5,4 kg í gær...(fædd 4175 gr)...sem telst víst nokkuð góður vöxtur á fyrstu vikunum...hún er aðeins óvær á kvöldin skvísan en hún er samt svo tillitssöm við foreldra sína að hún sofnar um 23 á kvöldin og er að rumska fyrst aftur um 06 til þess að súpa aðeins...sefur svo til svona 10 eða 11 á morgnanna. Alveg hreint magnað hvernig börnin verða til og hvað þetta er nú fullkomið kerfi frá náttúrunnar hendi.

Draupnir Dan er líka að ganga í gegnum mikið þroskatímabil þessa dagana í kjölfar þess að eignast systkini og svo er bara líka svo margt að gerast í kollinum á honum...margt sem hann er byrjaður að velta fyrir sér og draga ályktanir af og svoleiðis...honum fannst til dæmis alveg fáranlegt í kvöld að systir hans fengi að vera lengi frammi með mömmu og pabba að horfa á sjónvarpið meðan hann þyrfti endilega að fara að sofa snemma (kl 20)...auðvitað átti sama að gilda fyrir þau systkinin....hann keypti samt þau rök að Karítas Ósk færi ekkert á leikskólann og þess vegna mætti hún vaka lengur......hehehehe....

2 comments:

Ása said...

Hæ hæ Baldvin og takk fyrir að vera að blogga... þá hef ég afsökun fyrir stærri bloggrúnti í próflestrinum....

Kv Ása

Baldvin said...

hehehehe....ekki málið gangi þér vel að lesa....