October 16, 2007

Nú ég gleymdi auðvitað að taka myndina af afreki sumarsins hvað garðinn minn varðar...allt stefnir þetta í rétta átt og ef allt gengur eftir þá verð ég búinn að klára þetta fyrir afmælishald í nóvember. Set inn mynd við fyrsta tækifæri...enda stórkostlegt myndefni hér á ferð.

Framundan er síðasti dagur "Fæðingarorlofsins", þ.e.a.s. fyrsta hluta þess. Ég mæti til vinnu á fimmtudagsmorgunn kl 8:00 og tekst á við himinnháann staflann af verkefnum sem hafa hlaðist upp í fjarveru minni...það verður hvort tveggja gaman og súrt að mæta aftur til vinnu...gaman að hafa nóg fyrir stafni og tækla spennandi verkefni en súrt að þurfa að yfirgefa dömurnar mínar í fæðingarorlofinu...Aldís verður áfram í orlofi næstu 4 og 1/2 mánuðinn og þá tek ég við með mína seinni 2 mánuði....ætla að undirbúa brottför mína aðeins betur þá til að einfalda tilveruna....

Nú um helgina er svo annað fjölliðamót ársins í körfunni haldið hér heima í Eyjum...gaman að sjá hvað áhuginn er mikill á þessari snilldaríþrótt og bendi ég áhugasömu Eyjafólki á heimasíðuna okkar www.ibv.is/karfa þar má finna nýjustu fréttirnar af körfunni og upplýsingar um félagið sem er í örum vexti...Meistaraflokkur spilar fyrsta leik á laugardaginn og verður gaman að sjá hvernig lið Álftnesinga stendur í Eyjapeyjunum....

No comments: